Tag: um

Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2

0 Comments

Anna keisaraynja notaði vagninn við hátíðlegar skrúðgöngur!

Vagninn er tveggja sæta.

Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðar er sveigður. Gluggarnir og efri hluti hurðanna með myndskreyttu efri hlutinn er með rúðugler.

Hurðirnar eru nálægt jörðu og fótstigið er inni í vagninum. Vagninn endurspeglar fagurfræðilegan smekk síns tíma – hann er byggður í hefðum vestur-evrópskrar barokkhefðar.

Athyglin beinist að hinu afar ríkulega og lifandi skrauti.

Gylltur útskurður þekur alveg hina lítillega bognu kverklista, veggsamskeyti, gluggaumgjörð, dyrakarma og fram- og bakhlið undirvagnsins.

Barokkskrúðskraut og skeljar blandast vel við höggmyndina, smáatriði í formi grímna og tveggja hausa arna með afar fíngerðum laufskurði sem minnir á útskornu mynstrin á mörgum rússneskum myndaarfleifðum frá 17. öld.

Þjóðleg einkenni birtast í óvenjulegri túlkun á sumum skrauthlutum barokksins.

Þrátt fyrir ákveðinn aga er útsurðurinn og skrautið létt og glæsilegt.

Hér sameinast lifandi ímyndunarafl listamannsins sem hannaði skreytingarnar og færni handverksmanna sem skáru þær út með næmu innsæi fyrir mótunarmöguleikum.

Skrautmynduðu rammarnir á bolnum innihalda spjöld skreytt með málverkum af leikandi kerúbum, hafmeyjum, grímum, skjaldarmerkjum og blómaskreytingum.

Skreytingarnar eru útfærðar í gulleitum og grænum litbrigðum og gegna mikilvægu hlutverki í heildarskreytingu vagnsins ásamt bronsmunstrunum.

Vagnasmiðirnir nýttu sér nokkur ný einkenni, þannig er efri hluti afturhliðarinnar, sem er bólstruð með terrakotta-lituðu flaueli, þakinn glæsilegum upphleyptum bronsmedalíum í formi skelja og skrúðblaða.

Plöturnar í fjöðrunum, handföngin og sylgjurnar eru einnig úr bronsi, sem og skrautmunir á þakinu, sem er skreytt með vösum og litlum nöglum með upphleyptum myndskreyttum höfðum.

Val á terrakottaflaueli fyrir innri bólstrun vagnsins og toppurinn sýnir mikla listræna smekkvísi.

Vagninn er búinn helstu tæknilegum eiginleikum þess tíma.

Hann er með fjöðrum og öxulás.

Sú viðtekna skoðun að vagn þessi sé verk Okhta-meistara1 í þjónustu flotamálastofnunarinnar er ekki staðfest í skjalasöfnum.

Í 18. aldar skrá hirðhesthúsakansellísins er að finna upplýsingar um að þetta ökutæki hafi verið smíðað í hesthúsagarði Sankti Pétursborgar árið 1739.

Það var notað við hátíðlegar skrúðgöngur Önnu keisaraynju.


  1. Akademiskar gráður í Russlandi:
    Bakkalársgráða
    Meistaragráða
    Diplómagráða (sérfræðingsgráða)
    Doktorsgráða
    Ný doktorsgráða ↩︎

Heimild: https://www.kreml.ru/

Þýðendur: Friðrik Kjartansso og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Hestvagn Boris Godunov keisara #2Hestvagn Boris Godunov keisara #2

0 Comments

Kolymaga eða stór vagn!

Portrett af Boris Godunov keisara. Listamaðurinn óþekktur, á 18. öld. Olía á striga.

Keypt af Armory árið 1840 frá Imperial Arras. Það er hálfportrett af keisaranum Boris Godunov sett í sporöskjulaga umgjörð.

Keisarinn er sýndur í kórónu og bleikum möttli og fylltum marðarfeldi. Undir myndinni er áletrun í rókkókkóstíl: „Boris Godunov“, með titli hans og lýsingu á morði Tsarevich Dimitry.


Opinn langferðavagn af enskum uppruna seint á 16. öld er elsti útbúnaður Armory Chamber og sá eini af slíkri gerð sem lifði af í heiminum.

Vísindamennirnir eru sammála um að þessi forni vagn með búnaði sé eitt af meistaraverkum menningarheimsins.

Stór, næstum ferhyrnd yfirbygging hans er hengd upp á leðurbelti og lokaður með gluggatjöldum.

Hann er samt ekki með beygjusnúningi, kranaháls, fjöðrum, sæti fyrir kúskinn og fótabretti.

Vagninn er skreyttur með útskurði og málun, sum smáatriði eru gerð sem útskorinn skúlptúr.

Listrænt tilheyrir hann seinni endurreisnartímanum.

Máluð í rauðgrænu litasviði sýna fjölmynda listaverkin með háum lágmyndum veiðimyndir og bardaga milli kristinna og múslíma.

Þeir ná yfir neðri hluta vagnsins: hlið hans, bakhlið og framhlið. Útskornu sögurnar endurspegla flókin samskipti Evrópulanda og Tyrklands.

Fyrsta röð yfirbyggingarinnar er skreytt með máluðu landslagi af görðum og byggingum, önnur röð – með veiðisenum.

Hæfileiki meistarans kemur fram í vali á fíngerðu litasviði sem byggir á blöndu af blíðum fölbláum, bleikum og þéttum grænum blómum.

Málverkið er líklega gert af óþekktum ítölskum listamanni seint á 16. öld.

Að innan er keisaravagninn klædd rauðu og gulu, ítölsku mynstruðu flaueli frá seinni hluta 17. aldar. Djúpur, mjúkur hægindastóll á afturhlið yfirbyggingarinnar og breiður bekkur eru bólstraðir með ítölsku flaueli frá 17. öld með ríkjandi ljósbláum tón í skraut.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er skreyttur með gylltum lágmyndum og skúlptúrum í formi allegórískra fígúra sem eru áberandi fyrir eligant verk og glæsilegt mynstur blómaskrautsins.

Báðir hlutar undirvagnsins eru með gylltum járnskreytingum. Hjólabúnaðurinn er þakinn með gylltum útskurði sem er frábrugðið öðrum skrauthlutum.

Þetta má skýra með yngri dagsetningu þeirrar smíða – seinni hluta 17. aldar.

Það eru skiptar skoðanir um uppruna langferðavagnsins.

Enskur uppruni þess er án efa staðfestur af fjölmörgum skjölum úr skjalasafni Armory Chamber.

Það er flóknara að skilgreina smíðatímann. Sumir vísindamenn rekja smíðatímann til seint á 16. öld (A.F. Weltman, A.F. Malinovsky, P.I. Savvaitov), aðrir rekja smíðatímann aftur til 1620 (G. Kraisel). Það er líka útgáfa af því að vagninn hafi verið fluttur til Rússlands meðal diplómatískra gjafa aðeins eftir að vinsamlegri samskipti við England höfðu verið tekin upp aftur ekki fyrr en seint á fyrsta fjórðungi 17. aldar.

Smíðatæknileg og listræn fótspor útbúnaðarins tala vel fyrir 16. öldina. Að auki voru samskipti Englands og Rússlands vinsamlegri undir stjórn Boris Godunov frekar en Mikhail Romanov. Tvær gylltar lágmyndir með rússneska skjaldarmerkinu á tímum Godunovs á grind undirvagnsins sanna fyrri uppruna útbúnaðarins.

Tölur á skjaldarmerkinu eru gerðar samkvæmt vestur-evrópskri hefð sem gefur til kynna að vagninn hafi verið ætlaður til útflutnings. Sennilega var það gert sérstaklega sem gjöf fyrir Rússland, mikilvægan viðskiptafélaga. Meðal gjafa sem Sir Thomas Smith kom með árið 1604, frá James I. konungi og Anne Englandsdrottningu, var útbúnaður klæddur flaueli. Það má auðkenna sem vagn frá Armory Chamber. Sterk áberandi táknræn einkenni gjafarinnar sannar að henni var ætlað að vera diplómatísk gjöf.

Í 17. aldar úttekt frá Stables Treasury segir að vagninn hafi verið endursmíðaður í Moskvu til að taka á móti pólsku sendiráðsfólki 1678.

Samkvæmt skjalasafninu hafði vagninn verið notaður til loka 17. aldar af keisarunum Mikhail Fyodorovich og Alexey Mikhailovich.

„Kolymaga“ er orð af tyrkneskum uppruna, sem þýðir „stór vagn“.

Til að keyra þennan búnað þarf kúskurinn að hafa gengið fram hjá honum eða riðið bestu hestunum. Mikið pláss þurfti til að snúa kolymaga við og lyfta átti afturhjólunum með handafli.

Af þessum ástæðum tók ferðin of langan tíma.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – TWO-SEATER COACH (*KOLYMAGA)

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endi öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan nafið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það ,,Disch the wheel”.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is