Tag: trú

Strætismynd frá Panama, NY á póstkortiStrætismynd frá Panama, NY á póstkorti

0 Comments

Nafnið var innblásið af klettamyndunum

Ódagsett mynd af póstkorti sem sýnir götumynd í Panama, NY.

Saga Panama-þorps

Þorpið Panama var opinberlega stofnað árið 1861.

Nafnið „Panama“ var fyrst notað opinberlega þegar bandaríska pósthúsið var stofnað árið 1826.

Nafnið var innblásið af klettamyndunum sem minntu snemmbúa á þær sem sáust á Panamaskaganum. Talið er að Moses Cushman Marsh, fyrsti póstmeistari þorpsins og rekstraraðili verslunarfélags á staðnum, kunni að hafa átt þátt í nafngiftinni vegna fyrri viðskipta sinna á Kúbu og hugsanlegra ferða yfir Panamaskagann.

Fyrstu landnemar

Einn af merkum fyrstu landnemum í Panama var George Hawkins.

Fæddur árið 1802 í Oneida-sýslu, New York, keypti George lóð 50 í þorpinu árið 1825.

Um 1827 giftist hann Rhode Powers, sem fædd var árið 1806.

Hjónin unnu saman að því að ryðja land sitt og byggja upp lífsviðurværi.

George Hawkins lést árið 1883 og Rhoda fylgdi á eftir árið 1900. Þau eru grafin í Panama Union-kirkjugarðinum og deila einnig legsteini.

Fjölskyldubakgrunnur

Faðir Rhodu Powers, Simeon Powers, gegndi mikilvægu hlutverki í trúarlífi Panama á fyrstu árunum með því að stofna baptistakirkju á svæðinu.

Ættir og bakgrunnur foreldra George Hawkins eru óþekkt, sem bætir dulúð við fjölskyldusögu hans.

Fyrstu ár sögu Panama benda til þeirra algengu áskorana og viðleitni sem 19. aldar landnemar stóðu frammi fyrir við að skapa samfélög og þróa innviði á nýjum svæðum.


Heimild: Historical Memories á Facebook

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Rockaway Coupe lokaður #10Rockaway Coupe lokaður #10

0 Comments

06 01 1857.

Eftir. J. IJ. KIKIÐ.

Um smíði þessa vagns segir hönnuðurinn

Með því að kynna þessa hönnun gef ég mér ekki þann hégóma að uppfylla væntingar allra, en ég segi mér trúi því sjálfur að hver og einn muni taka eftir einhverjum nýjum eiginleikum sem hann tileinkar sér að verðleikum.

Fremri hluti yfirbyggingarinnar, með kúsksæti, er í nútímalegum stíl kranahálsframhuta; hálsinn er leiddur yfir á toppinn og sætið er gert aðskilið frá yfirbyggingunni,

í stíl langferðavagns að venju, nema með járntein á enda sætisins, sem er skrúfaður við framstólpann og hægt er að taka af hvenær sem er.

Neðri afturfjórðungurinn nær upp undir efsta fjórðunginn og yfir það kemur opnun á toppnum.

Hönnun yfirbyggingarinnar verður að fullu skilin með því að skoða teikninguna.

Mótun þessa verks er endurgerð á gamla stílnum, með endurbótum eins og sést á plötunni1

  1. Plata = Í USA er alltaf talað um ,,plötu” í stað teikningar! ↩︎

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Að sjóða nafið eða ekki?Að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkara (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílári rekinn í þurrt naf eða sama píláraþykkt rekin í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðnu nafi?

Hvaða gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (Ekki er vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884).

Yðar einlægur trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef nöfin eru soðin er hægt að reka pílárana í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu.

Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurrt og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðinlegur þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í álmi eða valhnotu, límið leysist einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn býður upp á, sjóðið svo tvo valhnotubúta og límið þá saman, látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.

Þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott).

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is