Tag: tré öxlar

Métisfólkið og einstakir vagnar þessMétisfólkið og einstakir vagnar þess

0 Comments

Fólk af ættbálki Métisa safnaði Vísundabeinum 1886!


Seinni hluta 1700. Áttu afkomendur Métis. Sem upphaflega komu frá Frakklandi. Ættbálkur sem voru skinn kaupmenn ásamt innfæddum Chippewa. Höfðu sín eigin samfélög og menningu. Myndin sem er tekin af F.J. Haynes nálægt Minnewaukan í Norðaustur Dakota. Myndin sýnir einstaka af sinni gerð, tveggja hjóla vagna, Notaðir af Métis samfélaginu. Á ysta hluta hjólanna er engin járnhringur. Sést betur ef þú smellir til að stækka myndina sjáum við líka betur tréöxlanna sem ganga gegn um nafið. Ef við horfum vel á fremri hestinn þá sjáum við að folald er að sjúga móður sína. Vísunda bein voru notuð til að hreinsa sykur og til að búa til áburð til útflutnings til Kína ásamt öðrum vörum. Vísundahjarðirnar voru horfnar árið 1883 en veiðarnar héldu áfram í mörg ár þar á eftir.

Margir vagnar Métis fólksins saman kominn í bæjarþyrpingu eða þorpi.

Métis fólkið að hvíla sig, líklega er matartími kominn eða komið kvöld og tímabært að hvíla sig.

Heimildir: Old West History & Americas Cultures Facebook
Skrásetjari og þýðandi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is