Tag: þyngd

Nýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggiNýuppgerður Bobsleði til flutnings á trjábolum úr skógarhöggi

0 Comments

Unninn af Hansen Wheel & Wagon Shop USA

Saga frá árdögum skógarhöggs í Minnestota skrifað af Joseph Ansel DeLaittre

Við erum spennt að deila nýlegu uppgerðarverkefni sem blés nýju lífi í geira af sögu skógarhöggs.

Teymið okkar endurgerði vandlega sögulegan trjáflutningasleða og kom honum aftur í upprunalegt notkunarstand. Sleðinn er frá sirka 1900 og verulega sjaldgæfur og einstakur, sagði Hr. Doug Hansen mér í rafpósti. Svo sagði hann að sleðinn væri ekki verksmiðjusmíðaður heldur smíðaður af einstakling eða einstaklingum.

Þessir sleðar gegndu mikilvægu hlutverki í skógarhöggi í Norð-Vestur hluta USA, Kyrrahafsmengin.

Að vetri til og drógu gríðarlega þunga timburfarma gegnum snæviþakktan skóga þegar aðrar flutningsleiðir voru ófærar.

Auk þess að sýna þennan uppgerða sleða köfum við dýpra í sögu þessara ótrúlegu verkfæra.

Við deilum myndum, sögum og innsýn í hvernig þessir sleðar voru notaðir, sem gefur þér nánari sýn á hugvitið og erfiðisvinnuna sem fór í skógarhöggið að vetrarlagi.

Við vonum að þú njótir þessarar ferðar til fortíðar jafn mikið og við nutum þess að gefa þessum sleða nýtt líf!

Taktu eftir keðjubindistönginni á myndinni hér að ofan?

Þetta einfalda en afar áhrifaríka verkfæri hjálpaði til við að festa þunga farma, sem sýnir hugvitssemi skógarhöggsmanna fyrri tíma.







Vetrarskógarhögg: Frásögn Tyke Frost

Sleðar úr tré voru smíðaðir í nokkrum mismunandi útfærslum eftir aðstæðum.

Meiðarnir voru breiðir og lágir, en háir og mjóir meiðar voru notaðir á ís og í blönduðum aðstæðum. Krosskeðjusleðar voru notaðir á bugðóttum vegum.

Krosskeðjusleðar tengdu framhluta vinstri aftari meiðar við afturhluta hægri frammeð, og eins fyrir hægri aftari meiða við vinstri frammeð.

Krossfestingarnar ollu því að aftari hluti sleðans beygði í gagnstæða átt við framhlutann.

Hægt var að stjórna sveigjuhreyfingum með því að herða eða losa keðjurnar. Krosskeðjusleðar gátu sveigt fram hjá trjám eða hindrunum.

Sleða- eða vagndráttur var notaður fyrir eldiviðarflutninga.

Dráttur samanstendur af tveimur löngum stöngum, þar sem annar endinn er festur á sleða eða hjólasett. Hinn endi stangnanna dregst eftir jörðinni.

Ækin eru auðveldir í hleðslu, þurfa ekki festingar fyrir farminn og renna ekki á hestana þegar farið er niður brekkur.

Í skógarhöggsbúðum í Maine höfðu kúskarnir sérstaka svefnskála aðskilda frá öllum öðrum.

Á hverju kvöldi hengdu kúskarnir hestakragana (reyðtigi) og teppi hestanna sinna upp í svefnskálanum til þurrkunar.

Stundum var gufan svo þykk að maður þurfti að þreifa sig áfram og hinn sterki fnykur var aðeins þolanlegur fyrir kúskana.

Hestarnir á fyrstu myndinni eru með trjábolabúnað.

Þeir eru með hlífar á beislinu til að koma í veg fyrir að snjór og ís komist undir beislispúðana. Dráttarólarnar eru sterkbyggðar og aftursætin eru léttbyggð körfuaftursæti.

Tanksleðinn var úr gegnheilum tré og með þrífót ofan á.

Með því að nota þrífótinn, reipi og fötu dró einn hestur fulla vatnsfötuna upp úr ánni til að fylla tankinn. Viðarrenna (á stærð og í lagninu eins og þakrenna) með litlum götum boruðum í botninn var fest aftan á tankinn fyrir neðan tappa þvert.

Þegar komið var á veginn sló kúskurinn tappann úr og úðaði vatninu á veginn. Þegar kom að því að „vökva veginn“, baðstu til almættisins að sá sem var að úða á undan þér hefði tæmt allan tankinn, þannig að þú úðaðir á réttum tíma og stað á veginn.

Furutrjábolir af lágum gæðum voru lagðir meðfram vegunum og notaðir sem „höggdeyfar“.

Furubolirnir gerðir vatnsósa til að halda þeim á sínum stað. Í bröttu brekkunum voru notaðar „hemlunarkeðjur“ eða „beisliskeðjur“ til að halda aftur af farmunum.

Beisliskeðja samanstóð af U-laga stálstykki. Tveggja eða þriggja feta löng keðja var tengd við aðra hlið „U-sins“.

Keðjuhlekkir stækkuðu smám saman frá litlum í stóra og svo aftur í litla. Rennitengi og festibúnaður tengdu keðjuna við hina hlið „U-sins“.

Kúskurinn myndi stöðva farminn þegar hann væri í jafnvægi efst á hæð.

Farmurinn þyrfti að vera nógu langt yfir hæðina svo hestarnir næðu sleðanum með farminum af stað aftur. Ökumaðurinn staðsetti ‘U’-ið yfir fremri hluta sleðans hægra megin, með keðjuna undir sleðanum og lausahlekkinn að utanverðu.

Keðjan myndaði núning til að hægja á farminum. Nálægt botni hæðarinnar myndi kúskurinn nota bólukrók1 til að losa lausahlekkinn og leyfa keðjunni að teygja sig og dragast meðfram sleðanum.

Kúskar gátu ekki stöðvað á jafnsléttu vegna þess að hestarnir gátu ekki sjálfir komist af stað með hlass.

Á hleðslustöðum notuðu hleðslumennirnir/kúskarnir langa ‘bungu’ og stangir til að hjálpa hestunum að koma hlassinu af stað.

Öðrum enda stangarinnar var stungið undir aftari hluta og hinn endinn hvíldi á öxl hleðslumannsins og vogaraflinu beitt.

Kúskurinn myndi þá hvetja með því að góla og stýra teyminu til að losa fremri sleðann.

Eftir að hafa kallað „haw“, hvatti kúskurinn teymið áfram og hleðslumennirnir „humpuðu“ farminn.

Þegar farmurinn var kominn af stað var það í höndum ökumannsins að halda honum á hreyfingu. Hestarnir voru með hvöss skaflajárn og ökumenn unnu hart að því að koma í veg fyrir að hestarnir skæru/rispuðu fætur sína á hvössum skaflajárnunum.

Sleðar sem runnu í stjórnleysi eða brotnar bindingar leiddu yfirleitt til dauða hesta og kúska.

Ég hef séð ökumenn nota „staurabinding“, sem er grænn trjásproti beygður yfir trjábolina.

Eftir síðustu ferð dagsins þurfti einn kúskur að beisla hest fyrir viðartank á sleða, fara að ánni eftir vatni og síðan væta aðalvegina. Bakleið var aðeins vökvuð af og til.

Hér er gömul mynd af sleðadragi sem við notuðum fyrir eldiviðinn og pappírsviðinn.

Þetta er mjög gömul mynd, en það eru 11 1/2 kúbikmetrar af viði á þessum sleða

Naut voru notuð til að þjappa vegina eftir mikla snjókomu og stundum voru þau notuð til að draga trjáboli.

Faðir minn var meistari í að valta yfirfennta vegi.

Djúpur snjór er erfiðastur að valta því hann hefur tilhneigingu til að þjappast saman fyrir framan valtarann. Góður ökumaður getur komið valtaranum upp á snjóinn og þjappað honum niður.

Miklar þakkir til Tyke Frost fyrir að deila sögum sínum, minningum og myndum með okkur! Það er alltaf ánægjulegt að heyra um reynslu og sögu sem berst til okkar í gegnum aðra.

Við kunnum sannarlega að meta að þú hafir gefið þér tíma til að deila þessum fjársjóðum fortíðarinnar með okkur!

  1. ↩︎

Heimild: Hansen Wheel & Wagon Shop

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Búslóða fluttninga vagn!Búslóða fluttninga vagn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1. 1– Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum. Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði. Niðurtekin afturöxull til að geta aftur fellt gólfið niður til frekara rýmis.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konfekt vagninn!Konfekt vagninn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 3810. Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí, líklega líka konfekt, annaðhvort í búðirnar eða til almennings. Útbúinn með lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið. Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097,28 cm x hæð 121,92 cm


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Flatvagn #2Flatvagn #2

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol. Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getur borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið boginn niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kyrrt í bröttum brekkum upp eða niður. Innifalið í verði eru lamir á gaflloki og bremsur eins og teikningin sýni

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mjólkur flutningavagn sterkur #1Mjólkur flutningavagn sterkur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £1900. Lampar / Luktir eru innifaldir í verði og fyrir mjólkurpóstinn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er kallaður „sterkur“ vegna öflugrar fjöðrunar. Á ensku er hann kallaður „Fload“.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Að sjóða nafið eða ekki?Að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkara (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílári rekinn í þurrt naf eða sama píláraþykkt rekin í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðnu nafi?

Hvaða gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (Ekki er vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884).

Yðar einlægur trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef nöfin eru soðin er hægt að reka pílárana í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu.

Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurrt og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðinlegur þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í álmi eða valhnotu, límið leysist einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn býður upp á, sjóðið svo tvo valhnotubúta og límið þá saman, látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.

Þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott).

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningin CWTMælieiningin CWT

0 Comments

CWT er mælieining, líka þekkt sem hundredweight, notuð í sérstökum samfélögum viðskipta. Í Norður-Ameríku mun hundredweight jafngilda 100 pundum og mælieiningin er líka þekkt sem stutt hundredweight. Í Stóra-Bretlandi er hundredweight 112 pund og líka þekkt sem hundredweight.undredweight.


Heimild útskýringar: Google leitarstrengur: What is cwt?

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is