Tag: tank

Olíuflutningar í Vestur-Virginíu #2Olíuflutningar í Vestur-Virginíu #2

0 Comments

Nokkrar gerðir vökva fluttar Í einum tankvagni!

1899 var olíuflutningur í Eckman, McDowell-sýslu og um allt fjallaríkið enn framkvæmdur með fjórhjóla vögnum.

Þessir sterkbyggðu vagnar voru notaðir til að flytja og afhenda brennsluolíu og steinolíu frá járnbrautarstöðvum til viðskiptavina fram á þriðja áratug 20. aldar.



Samkvæmt Henry Ford-safninu voru sumir þessara vagna með þrjú aðskilin hólf til að geyma steinolíu, smurolíu og bensín.

Í Petroleum History Almanac kemur einnig fram að „tankvagnar voru algengir í þéttbýli og dreifbýli frá síðari hluta 10. áratugar 19. aldar fram á þriðja áratug 20. aldar.“

Í bók hans frá 1977, Discovering Horse-Drawn Commercial Vehicles, segir höfundurinn D.J. Smith að slíkir tankvagnar hafi verið notaðir af stórum olíu- og jarðolíufyrirtækjum á fyrstu árum 20. aldar.

Hins vegar voru þeir nógu fjölhæfir til að flytja ýmsa vökva í lausu, þar á meðal vatn og paraffín.“

Eckman, óskipulagt samfélag í McDowell-sýslu, Vestur-Virginíu, er staðsett meðfram U.S. Route 52, vestan við Keystone.

Það var áður þekkt sem Shawnee Camp.


Texti fenginn að láni: Hatfield and McCoy Feud Facebook
Heimild: WVRHC; Mynd birt af Vicki Thomas frá West Virginia History, Heritage and

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Nátengt efni!

Olíuflutningavagn #1

Texti undir myndum!

Olíuflutningavagn #1Olíuflutningavagn #1

0 Comments

Algjörlega upprunalegur!


Upplýsingar eru ekki fyrir hendi en hann er staðsettur í Englandi. Smíðaár er ekki tilgreint.


Vagninn var byggður til að bera á milli 3 og 4 tonn, kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear ). Gengjuteinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt, enda sýnist manni það.


Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.

Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson.

Yfirlestur: malfridur.is

Olíuflutningavagn í Vestur-Virginíu #2

Frásögn/lýsing Myndir!