Tag: svefn

Enskir skemmtivagnar #1Enskir skemmtivagnar #1

0 Comments

Innanbæjar Chariot

Teikning nr. I, táknar bæjarvagn, almennt talinn umfram alla aðra sem kjóla1– eða dómvagn2. Er vagninn sérstaklega skreyttur af þessu tilefni, þó að hann sé almennt notaður í öðrum tilgangi, þó að hann sé almennt notaður í öðrum tilgangi. Þessi vagn er af Frökkum kallaður Coupe3, enda í raun niðurskorinn vagn; hluti af framendanum er skorinn í burtu og aðeins eitt sæti eftir. Áhrifin eru ánægjuleg; línurnar á framendanum falla hver í aðra í tignarlegum sveigjum, og minnkandi hlutinn fyrir ofan gefur pláss fyrir lampann án þess að trufla útlínurnar. Að öðru leyti líkist vagninn bæjarvagninum sem áður er lýst. Hægt að gera sömu breytingar í þeim tilgangi að ferðast, þegar vagninn verður að póstvagni (post chase). — Á þessari teikningu mun glöggur áhorfandi uppgötva nokkra galla. Undirfjöðrin að framan er of lágt niður og fjarlægðin er of mikil á milli efri og neðri beygjunnar. C-fjaðririn að framan rís ekki tignarlega úr rokkernum4 sínum. Lykkjan að framan er ekki fínlega mjókkuð og er illa sett á yfirbygginguna. Afturhluti C-fjaðranna er líka gallaður og botninn á undirstöðu kúsksætisins (Salisbury-boot) hefur enga ákveðna línu. Neðsti bogaferill yfirbyggingarinnar er líka ójafn.

„Salsbury boot“ er strikað kringum með gulu. Uppstigið er með tveimur þrepum til að vagnstjórinn fái aðgang að kassasætinu.

Svipaður vagn er smíðaður, án undirfjaðra og með hreyfanlegan fram- og afturenda hangandi í C-fjöðrunum; farþegar og farangur hvíla allt á C-fjöðrum. Á afturendanum er pallur fyrir tvo þjóna og á framendanum er pallur, sem getur borið kystil að innan. Á þaki yfirbyggingarinnar getur verið farangursbox (imperial)5 og í fremri enda vagnsins er fest stór aurhlíf klædd japönsku leðri; á milli þess og hússins er staðsetning fyrir kúskinn. Þetta formar að öllu leyti venjulegan póst Chariot (Post Chaise). Lamparnir eru svartir og færanlegir og hlíf yfir glerið á daginn.

Til notkunar í langferðum er hægt að færa sæti til og skipta út hamarsklæðissæti og fylgihlutum. Ef ekki er hægt að liggja endilangt inni í húsinu er hægt að taka neðri hluta framhliðarinnar af og lengja framendann í pall sem kallast svefnhús.(dormeuse)6. Sjá mynd.

Þessi vagn er með Imperial box á þaki og imperial insigli á hurðum. Svo er hann útbúinn sem svefnhús.

  1. Kjólavagn: Konur notuðu stundum þennan vagn frekar en að ganga uppstrílaðar í miklum kjólum. ↩︎
  2. Eftirfylgni, eftirlit og ábyrgð á umsjón með meðferð lögfræðilegs máls fyrir skjólstæðing (með framkvæmd málsins). Fagleg ábyrgð er persónuleg. ↩︎
  3. Þýðir hálfur. ↩︎
  4. Vagngrindin ↩︎
  5. Imperial-vagninn var merktur innsigli um vald ættarinnar og var aðeins notaður við mikilvægustu atburði. Í fyrsta lagi var hann teiknaður af sex hvítum hestum frá Kladrub-keisarafola. Breyttist það snemma á 19. öld í átta. ↩︎
  6. Dome þýðir að sofa og er latína. ↩︎

Heimild: English plesaure carriages on internet archive

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: málfríður.is