Tag: svæði

Strætismynd frá Panama, NY á póstkortiStrætismynd frá Panama, NY á póstkorti

0 Comments

Nafnið var innblásið af klettamyndunum

Ódagsett mynd af póstkorti sem sýnir götumynd í Panama, NY.

Saga Panama-þorps

Þorpið Panama var opinberlega stofnað árið 1861.

Nafnið „Panama“ var fyrst notað opinberlega þegar bandaríska pósthúsið var stofnað árið 1826.

Nafnið var innblásið af klettamyndunum sem minntu snemmbúa á þær sem sáust á Panamaskaganum. Talið er að Moses Cushman Marsh, fyrsti póstmeistari þorpsins og rekstraraðili verslunarfélags á staðnum, kunni að hafa átt þátt í nafngiftinni vegna fyrri viðskipta sinna á Kúbu og hugsanlegra ferða yfir Panamaskagann.

Fyrstu landnemar

Einn af merkum fyrstu landnemum í Panama var George Hawkins.

Fæddur árið 1802 í Oneida-sýslu, New York, keypti George lóð 50 í þorpinu árið 1825.

Um 1827 giftist hann Rhode Powers, sem fædd var árið 1806.

Hjónin unnu saman að því að ryðja land sitt og byggja upp lífsviðurværi.

George Hawkins lést árið 1883 og Rhoda fylgdi á eftir árið 1900. Þau eru grafin í Panama Union-kirkjugarðinum og deila einnig legsteini.

Fjölskyldubakgrunnur

Faðir Rhodu Powers, Simeon Powers, gegndi mikilvægu hlutverki í trúarlífi Panama á fyrstu árunum með því að stofna baptistakirkju á svæðinu.

Ættir og bakgrunnur foreldra George Hawkins eru óþekkt, sem bætir dulúð við fjölskyldusögu hans.

Fyrstu ár sögu Panama benda til þeirra algengu áskorana og viðleitni sem 19. aldar landnemar stóðu frammi fyrir við að skapa samfélög og þróa innviði á nýjum svæðum.


Heimild: Historical Memories á Facebook

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!

0 Comments

Sannarlega tilkomumikil og einstök fornleifauppgötvun í Austur-Króatíu.

Þýðing úr https://www.total-croatia-news.com/ sem er Króatískt fréttamiðill

Eins og Goran Rihelj/hr. Turizam skrifaði þann 16. október 2019. Kynntu fornleifafræðingar frá Vincovci-borgarsafninu og fornleifafræðistofnun Zagreb, niðurstöður rannsókna sem þeir hafa stundað á fundarstaðnum í Stari Jankovci (Vukovar-Srijem) í gær Í Tumulus 1 er fjörutíu metrar í þvermál og um fjörutíu metra hátt grafhýsi, stórt. Þar hafði verið grafinn tveggja hjóla rómverskur vagn ásamt hestum. Rannsóknir á þessu hófust upphaflega 2017 og er þetta fyrsti meiri háttar fundurinn að því marki að við höfum aldrei fundið neitt sambærilegt í Króatíu hingað til. Sá siður að grafa undir moldarhaugum eða hrúgum var einstök leið í graftrarsiðum og tengdist aðeins ríkum fjölskyldum sem gegndu áberandi hlutverki í stjórnsýslu, félagsmálum og efnahagslífi Pannóníuhéraðs.


Með því að staðsetja jarðhaug meðfram mikilvægustu umferðargötu Rómaveldis, vildi aðalsfjölskyldan sýna fram á stöðu sína auðæfi sín þar sem ferðamannaleiðir tengdust Apennaskaga við Pannóní og Balkanskaga ásamt litlu Asíu. Mikilvægust er uppgötvun rómverska vagnsins með beinagrindur dráttarhestanna spenntar fyrir vagninn. Það er fyrsti fornleifauppgröftur í fornum grafreit með slíkum vögnum í Króatíu. Segir safnvörður Boris Kratofil-safnsins í Vinkovci.

Gröfin hefur verið rannsökuð, segir Kratofil. Hún er talin vera frá 3. öld eftir Krist. Yngsta dæmið um þessa gerð útfaravenjur. Flókið ferli hefur verið við skjalfestingu niðurstaðnanna, sem mun að lokum skila sér í enduruppstillingu á fastri sýningu Borgarsafnsins í Vinkovici. Fundarstaðurinn hefur kveikt áhuga fagstétta um alla Króatíu og margir fornleifafræðingar alls staðar af landinu hafa komið til að sjá fornleifarnar í Stari Jankovci með eigin augum. Tilkomumikill og einstakur fundur í Króatíu, þar sem í fyrsta sinn í okkar landi er þessi flókni útfararsiður frá tímum fornaldar rannsakaður og skjalfestur fornfræðilega.

Núna tekur við langur ferill uppsetningar og varðveislu sem gerir heildargreininguna á því sem fundist hefur. Vonandi vitum við meira um fjölskylduna og meðlimi hennar sem voru grafnir á þessu svæði frá því fyrir 18.000 árum. Við höfum líka áhuga á hestunum, það er að segja hvort ræktun þeirra fór fram á þessu svæði eða öðrum svæðum heimsveldisins. Svo vantar fleiri svör um mikilvægi þessarar fjölskyldu. Við munum klára þetta í samvinnu við innlendar og fjölmargar evrópskar stofnanir.“ Sagði Marko Dizdar forstjóri fornleifarannsókna stofnunarinnar.

Vinkovci er elsta borg Evrópu þar sem yfirráðasvæði hennar hefur verið stöðugt í rúm 8.300 ár. Vinkovci hefur haldið mörgum leyndarmálum sínum neðanjarðar og síðan 1982 hefur allt svæðið sem tilheyrir Vinkovci verið lýst verndað fornleifasvæði. Minna er vitað um tvo rómverska keisara, Valens

og Valentinian sem fæddust í Vinkovci.

Heimildir: Sjá efst í greininni.

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/Próförk: malfridur.is

Bozeman slóðin!Bozeman slóðin!

0 Comments

Aðalgata Boseman í Montana, 1872-1873. Bærinn og Bozeman-slóðin voru nefnd eftir John Bozeman.

Árið 1863 leitaði hann leiðar til að tengja Oregon slóðina á Fort Laramie-svæðinu í SE Wyoming við gullæðissvæðið í Virginia City í SW Montana. Leiðin var beinari en fyrri slóðir til Montana en fór yfir svæði sem viðurkennd voru með sáttmála sem krákuland og keppt af Sioux og Cheyenne.

1867 var Fort Ellis byggt þrjár mílur austur af Bozeman.

Þegar horft var til austurs þrengdu vöruvagnar við Main Street.

Langhlaupsriffillinn til vinstri virkaði sem merki fyrir byssubúð Walter Coopers fyrir neðan.

Hinum megin við götuna var Cooper að ljúka við byggingu stóru múrsteinssamstæðunnar, Cooper-blokkarinnar, en hluti hennar stendur enn í dag sunnan megin við 100 blokkina í East Main.

Minni múrsteinsbyggingin við hliðina hýsti veitingastað í eigu Lizzie Williams, konu sem var hálf svört… þegar konur voru lítið hlutfall íbúanna og ekki hvítar voru sjaldgæfar í bæjum í Montana. Ljósmyndarinn, S.J. Morrow eða kannski Joshua Crissman, notaði hefðbundið blautplata collodion-ferli tímabilsins sem þurfti langan lýsingartíma sem leyfði töluverðan óskýrleika í hreyfingu.

Texti og stafræn endurgerð myndar eftir Gary Coffrin.


Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!

0 Comments

Steingerðar leifar rómversks tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur-Króatíu og í nágrenninu er lítið þorp, Stari Jankovaca, en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillega steingervinga af tveggja hjóla vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn, ásamt steingerðum beinagrindum af hestum.

Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekktur úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn með þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessari aðferð með hestunum sínum.

Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forngrafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna suður af Pannoinan-vatnasvæðinu.

Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn.

Marko Dizdar sagði þetta einstaka uppgötvun í Króatíu.

Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknum og skilgreiningum.

Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort sem þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var.

Við finnum út úr því með samvinnu við innlendar stofnanir sem og fjölda evrópskra stofnana.

 

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Að sjóða nafið eða ekki?Að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkara (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílári rekinn í þurrt naf eða sama píláraþykkt rekin í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðnu nafi?

Hvaða gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (Ekki er vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884).

Yðar einlægur trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef nöfin eru soðin er hægt að reka pílárana í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu.

Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurrt og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðinlegur þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í álmi eða valhnotu, límið leysist einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn býður upp á, sjóðið svo tvo valhnotubúta og límið þá saman, látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.

Þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott).

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is