Tag: styrkur

Vagn Péturs III og Önnu dóttir hansVagn Péturs III og Önnu dóttir hans

0 Comments

Stór fjögurra sæta yfirbyggingin með örlítið bogadregnum fram- og bakhlið er útfærður snemma á 18. öld í Frakklandi og hefur fallega skuggamynd og fullkomin hlutföll.

Efri hluti fram- og hliðarveggja og hurða er í þykkt hágæðagler í gluggum (plate glass). Hann er búinn fjöðrun, snúningsás/fimmt hjól, vagnsæti, þjónssæti og fótabretti fyrir þjón, sem er fest inni í yfirbyggingunni.

Innréttingarnar voru undir sterkum áhrifum frá nýjum fagurfræðilegum straumum sem kristalluðust í Regency-stílnum sem einkenndist af frönskum búningum þess tíma1.

Útskorin gyllt þakbrúnarskreyting yfirbyggingarinnar, hliðapanelsamskeiti, gluggar og hurðarkarmar2.

Vagninn einkennist af raunsærri meðhöndlun einstakra mótífa ásamt undarlegum, frábærum formum og einnig af samhverfu og reglulegu fyrirkomulagi skrautsins.

Andstæða beinna og bogadreginna lína og frjáls meðferð einstakra fígúra gerir það að verkum að innréttingarnar virðast léttar og hreyfanlegar.

Skrautið í anda hergagna: blómakransar, grímur, skeljar og laufgreinar. Lausaskraut sem mynda blúndumynstur eru áberandi meðal skreytingarmyndanna.

Málaralistin á goðsagnafræðileg efnistök svo sem cerúbum skiptir einnig miklu máli í skreytingum vagnsins.

Myndir af cerúbum með lúðra og ketiltrommur eru sýndar á hliðunum. Á hurðunum og framhlið eru gyðjurnar Clio, gyðja skáldskapar, Thalia, gyðja gamanleiksins, og Euterpe, en óspjallaðar þokkagyðjur á bakhlið.

Málverkið er aðallega unnið í gylltum, grænum og rauðum litum og sýnir örugga teikningu og tilfinningu fyrir litum, auk mikils hugvits í fylgihlutunum.

Útskurðurinn á vagninum er ýktur með gylltu bronsi. Þakið er prýtt átta fallegum bronskerjum. Áklæðinu er haldið á sínum stað með bronsnöglum, höfuð styttunnar aftan mynda stoð og gegna skrauthlutverki.

Handföng hurðanna eru stórar sylgjur og spennur úr bronsi.

Bogadregnir burðir í undirvaninum eru gylltir bronsi sem er blandað kvikasilfri og púðri, en þar ofar stendur tignarleg kvengyðja sýnd á meðal skrautlega bogadreginna burðarboganna.

Mótívin eru steypt í nokkuð djúpri þrívídd. Allt ber þetta vitni um reynslu, kunnáttu og vönduð vinnubrögð meistarans.

Fremri hluti undirvagnsins er skreyttur viðarskúlptúr í formi apstraktískra kvenfígúrutívra sem raðað er upp í yfirveguðum og öguðum takti3.

Bólstrunin að innan fylgir krefjandi línum heildarinnréttingarinnar, eins og krúna ítölska flauelsins með blíðri, fölblárri glæsilegri hönnun.

Í langri sögu sinni átti vagninn nokkra eigendur.

1721 kom Karl Friedrich prins af Holstein til Sankti Pétursborgar sem unnusti Anne, dóttur Péturs mikla.

Í sérfræðibókmenntum var þessi vagn ranglega tengdur honum í langan tíma.

Rannsóknir á skjalasafni Armory hafa gert okkur kleift að staðfesta að vagninn hafi verið pantaður í Frakklandi af Pétri mikla.

Síðar var það brúðkaupsgjöf keisarans til dóttur hans, Anne, sem ók í burtu til Holsteins með eiginmanni sínum Carl Friedrich.

1742 kom Pétur III, nýr eigandi vagnsins, til Rússlands í honum. Vagninn var notaður til hátíðargöngu í Holstein. Á fjórða áratugnum var það endurtekið í garði hesthússanna í Sankti Pétursborg.


  1. Vagninn var smíðaður 1721. Sem er nokkrum áratugum fyrir Regency tímabilið eftir því sem næst verður komist. Hef ekki skýringu á þessu misræmi! ↩︎
  2. Helstu einkenni Regency-tímabilsins voru: Ríkisvaldið skartaði einfaldri tísku, rómantískri list og bókmennta og vinsældum skáldsögunnar. Tímabilið er einnig þekkt fyrir stranga félagslega uppbyggingu. ↩︎
  3. Þjóðir voru sýndar sem kvenpersónur. Kvenformið sem valið var til að persónugera þjóðina stóð ekki fyrir neina ákveðna konu í raunveruleikanum heldur var reynt að gefa óhlutbundna hugmynd um þjóð á áþreifanlegan hátt, það er að segja að kvenpersónan varð myndlíking þjóðarinnar. ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – CARRIAGE. FRANCE, EARLY 18TH C.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Waggon frá Kent #1Waggon frá Kent #1

0 Comments

Waggon´s í Bretlandi svipar saman

Vagnana (Waggons) frá Kent má kannski setja í flokka í einfalda, en einfalt hefur sinn sjarma. Þeir voru vel hannaðir með tilliti til notkunargildis og burðarstyrks ásamt endingu í þeim þungu og erfiðu verkefnum sem þeim var ætlað að leysa af hendi.

Yfir allt Bretland var smá mismunur í smáatriðum en gróflega séð var samt föst hefð fyrir hönnuninni. Vagnarnir voru byggðir í mörgum stærðum til að bera frá 30 cwt á 2 tommu hjólum til allt að 5 tonna á 4 1/2 tommu hjólum og þeim stærstu var ætlað að vera dregnir af fjórum hestum fullhlaðnir korni.

Þrátt fyrir að vagnasmiðirnir gerðu ráð fyrir tveimur dráttarsköftum var yfirleitt bara eitt notað tengt við fremri undirvagninn með pinna (splitti).

Hin miðlungsdjúpa yfirbygging/skúffa/miðlungsdjúpi pallur nýttist illa vegna þverbitanna þriggja sem voru lagðir (tappaðir) í hliðarnar. Út frá almennri venju hækkaði efri hluti skjólborðanna fram og aftur í svo að segja beina línu; í flestum vögnum er þetta mjúkur bogi.

Efri mörk skjólborðanna voru ákvörðuð af uppistöðum þeirra og járnramma sem var í laginu eins og N og veitti aukinn stuðning sem var nauðsynlegur. Undantekningalaust voru allir vagnar með eina uppistöðu úr viði í hverju bili á milli járnramma og járnstyrkingar.

Viðaruppistaða fyrir miðju var aldrei hluti af stöðlum/hefðum nema í blönduðum (hybrid) vögnum en spjaldborðin (panel) voru látin halda sér í sömu stöðu að framan.

Skjólborðin voru með 10 – 12 viðaruppistöðum, flötum á hvorri hlið og 3 – 4 að framan. Enginn vagn frá Kent var með lokuðum palli/skúffu að aftan en þó var þverbiti þar aftan á festur með pinnum/dílum úr tré á skjólborðsendunum.

Undir aftasta bitanum var komið fyrir kaðalrúllu svo hægt væri að kasta kaðli yfir og herða vel að með aðstoð hennar.

Allir vagnar voru byggðir með skjólborð sem viðarborðin voru klædd með. Á fulllestuðum vagni var hlassið skorðað með lóðréttum póstum sem komið var fyrir í járnrömmum í hornunum. Til þægindaauka var vagnkassi venjulega settur á fram-borðið en stundum nálægt, rétt fyrir miðju samkvæmt stöðlum.

Allir vagnar höfðu 12 pílára í framhjólum og 14 í afturhjólum. Á meðan meirihluti vagnanna var með fjögurra tommu hjólabreidd, voru næstum jafn margir með 3½ tommu hjól.

Höfundur þessarar bókar hefur engar heimildir um 90 vagna sem skráðir voru hvort væru með breiðari eða mjórri gerð hjóla. Flestir þeirra voru með öxla sem smurðir voru með dýrafitu en Pope of Chiddingstone smíðaði vagna sem smurðir voru með olíu en ekki dýrafitu.

Þeir öxulendar voru stimplaðir með nafni hans. Fáir, mjög gamlir vagnar voru skrásettir með viðaröxum. Sem dæmi um blendinga má nefna að W. J. Tedham frá Bodiam í Sussex smíðaði vagna sína í samræmi við hönnunina frá Kent, án hefðbundinna staðla.

Þar fyrir utan voru vagnarnir frá Kent og Sussex venjulega málaðir með lit sem einhvers staðar var á milli þess að vera rjómalitaður og gulur eða brúnn, eða út í rauðan, en í raun var liturinn í 25% skráninga sá sami blái og á Sussex-vögnunum.

Allir vagnar voru með rústrauða undirvagna eða örlítið ljósari lit. Öll samskeyti í málningu skorti, bæði á yfirbyggingu og undirvögnum.

Varla var þekkt að á efsta borði væri að finna vörumerkið Heathfield en Ashford gerðu á því undantekningu þegar þeir smíðuðu vagn fyrir J. Henley á Pattenden-býlinu í Goudhurst.

Vagnarnir frá Kent báru aldrei nafn eiganda sinna á svörtu plötunni eins og í flestum öðrum löndum, en allar upplýsingar var að finna á Sans-Serif leturfæti í samfelldri línu á miðjubita eða jafnvel efst á skjólborði.


Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Heimild: The Farm Waggons of England and Wales, bls. 24 og 25. Útg. John Baker. London.

Yfirlestur: malfridur.is

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endi öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan nafið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það ,,Disch the wheel”.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is