Tag: styrk

Heiti vagnhluta í léttvagniHeiti vagnhluta í léttvagni

0 Comments

Heimildir: John Deere Buggies, stofnað 1837. and Wagon eftir Ralph C. Hughes


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2021/01/Lettvagn-heiti-vagnhluta-1.jpg

Skýringamynd: Heiti vagnhluta sem gæti gert þig að létt – vagns sérfræðingi. Lærðu bara öll partanöfn létta vagnsins. Létta- vagnar og vagnar höfðu lítið sameiginlegt. Létta- kerran var byggð með hraða í huga en vagninn byggður fyrir styrk og notkunargildi. Létta-vagnar voru byggðir í stíl þæginda og tísku yfirstandandi tímabils líkt og sportbílar nútímans. Smellið á myndirnar hér að neðan til að stækka!


partaheiti í fremri hluta topps efri hluti


Partheiti í aftari hluta topps efri hluti


Partaheiti miðhluti framan


Partaheiti í miðhluta aftan


Partaheiti neðri hluti framan

Partaheiti í neðri hluta aftan

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endir öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það,,Disch” the wheel.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is