Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1
Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!
Frá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stór -merkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en haldi áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.
Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.
Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: Yfirlestur.is