Tag: skreytingar

Vagninn sem tilheyrði Marian drottningu 1670Vagninn sem tilheyrði Marian drottningu 1670

0 Comments

Er varðveittur í konungshöllinni í Matrid!


Þessi vagn tilheyrði Marian drottningu Austurríkis sem var seinni eiginkona Filippus IV konungs. Um er að ræða eitt elsta varðveitta eintakið af því sem þekkt er sem „stóri vagninn”. Gerð af stórkostlegum lúxusvagni sem Frakkar smíðuðu fyrstir með varð vinsæll við konungshirðar um alla Evrópu. Flokkast vagninn í barokkstíl vegna stærðar hans. Nýjungin er að farþegarýmið er fulllokað með glerjuðum gluggum. Skreytingarnar eru víða snúningar og svanahálsar. Fjöðrunin er leðurbelti eða -borðar. Húsið var byggt milli 1670 og 1680 með lituðum hnotuharðvið og palo santo sem er og var notaður sem reykelsi, sennilega vegna lyktarinnar. Innréttingin er flauelsklæði útsaumað með silfurþræði.








Franska aukasætið #26Franska aukasætið #26

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Svipar til númer 6 í stíl, góð sæti … (ólæsilegt vegna skemmda) … Skraufræstar hliðar, tvöföld uppstig, húðuð járnhlíf (dash). Útskiptanlegt sæti fyrir tvo/tvær/tvö eins og númer 6. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin milli öxlanna sem verkar bæði sem stöðugleika og tók allt skrölt. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805