Tag: skráð

Garðvagn Keisaraynjunnar Önna LoannovuGarðvagn Keisaraynjunnar Önna Loannovu

0 Comments

Tveggja sæta opinn vagninn fyrir Önnu Loannovnu keisaraynju síðan 1730 í Rússlandi.

Samsetningin, innréttingar og samanburðargreiningar á svipuðum vögnum staðfestir þessa tímagreiningu.

Það er ómögulegt að segja með vissu hvar vagninn var smíðaður.

Verkstæðin á þeim tíma voru til staðar bæði í Sankti, Pétursborg og Moskvu.

Hins vegar sanna skjölin að á árunum 1728-1732 höfðu bestu vagnsmíðameistararnir yfirgefið Sankti Pétursborg og fluttu í kjölfarið keisaraembættið til Moskvu eða annarra höfuðborga Evrópu.

Á sama tíma héldu verkstæðin í Kreml í Moskvu áfram virku starfi sínu.

Á birgðaskrá frá 1770 yfir reiðtygi og hestvagna sem varðveitt er í vagnagarðinum í Kreml er minnst á garðvagninn sem hafði verið yfirfarinn hér snemma á 18.öld sem „fyrirmynd að nýjum svipuðum útbúnaði“.

Samkvæmt þessu og öðrum gögnum frá hallarhesthúsum kanslara, var þessi vagn líklega smíðaður af meisturum Kreml í Moskvu.

Vagninn er opinn fyrir tvo, ekki lokaður né með hurðum.

Farartækið geislar af Barokkoeinkennum og er glæsilegt. Yfirbyggingin er með fínum bogalímum að ofan ásamt neðri hluta yfirbyggingarinnar.

Innréttingin er úr gullhúðuðum og sniðnum bylgjuskífum, útskornum léttarskeljum, laufblöðum og einnig málverki.

Á úthliðunum er merki rússneska ríkisins og kvenfígúra í ramma af bókrollum og kertum á grænum bakgrunni. Af táknmyndinni að dæma er myndin Anna keisaraynja.

Sjá má tilraun í málverkinu til að miðla líkingu við fyrirmyndina. Andlitsmyndir fóru að birtast í vagnasmíði á fyrsta fjórðungi 18. aldar.

Vagninn er ekkert sérstaklega íburðarmikill og innréttingin ekki mjög glæsileg. Þessi dálítið óvenjulega meðferð á umgjörð keisaraveldis skýrist líklega af því að farartækið var aðeins notað til að rúnta um hallargarðinn.

Þetta kemur aftur á móti líka fram í byggingu vagnsins. Hann er lítill og með efnismiklum og breiðum hjólum til að spilla ekki og sökkva í stíga hallargarðsins.

Útfærsla skreytingarinnar kunni að hafa verið ákveðin af þeim sem sá um vagninn.Skjöl í vopnabúrinu staðfesta að vagninn hafi verið gerður fyrir Önnu keisaraynju í Moskvu.

Bólstrunin var endurnýjuð ekki löngu síðar en 1740. Áklæði af grænu ullarefni var skipt út fyrir daufari lit af rauðleitu flaueli.

Þetta er einnig staðfest af eftirlifandi bútum af græna áklæðinu. Vagninn var endurbyggður 1994. Hann hefur nú fengið sína upprunalegu mynd enn og aftur með áherslu á fágun.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – GARDEN OPEN CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn til SvínaflutningaVagn til Svínaflutninga

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £2300. Takið eftir hversu fjaðrirnar eru ofarlega til að kerrugólfið geti verið sem næst jörðu svo þægilegra sé að lest svínin á fæti. Bremsur eru ekki sjáanlegar.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg um helming með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum. Ef vel er að gáð er eins og teiknaðir séu bremsudiskar á bak við hjólin?


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Búslóða fluttninga vagn!Búslóða fluttninga vagn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1. 1– Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum. Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði. Niðurtekin afturöxull til að geta aftur fellt gólfið niður til frekara rýmis.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konfekt vagninn!Konfekt vagninn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 3810. Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí, líklega líka konfekt, annaðhvort í búðirnar eða til almennings. Útbúinn með lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið. Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097,28 cm x hæð 121,92 cm


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Flatvagn #2Flatvagn #2

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol. Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getur borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið boginn niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kyrrt í bröttum brekkum upp eða niður. Innifalið í verði eru lamir á gaflloki og bremsur eins og teikningin sýni

Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mjólkur flutningavagn sterkur #1Mjólkur flutningavagn sterkur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £1900. Lampar / Luktir eru innifaldir í verði og fyrir mjólkurpóstinn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er kallaður „sterkur“ vegna öflugrar fjöðrunar. Á ensku er hann kallaður „Fload“.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is