Tag: skera

Coupé Berlin 1740 #3Coupé Berlin 1740 #3

0 Comments

Elísabet Petrovna keisaraynja hafði vagninn til afnota

Vagninn er tveggja sæta. Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar er sveigður. Fimm gluggarammar og efri helmingur hurðanna með myndskreytingu og plötugleri. Hurðarþröskuldurinn er lágur og auðvelt að stíga upp í vagninn.

Listræn meðhöndlun vagnsins endurspeglar greinilega smekk fyrir fágun og léttleika sem einkennir rókókóstílinn.

Þetta er sérstaklega áberandi í hinum ríkulegu og fjölbreyttu skrauttréútskurði. Gylltur skurður, gerður bæði í háum og lágum upphleypingum, er ríkulegur á kransalistanum, veggjasamskeytum, gluggaumgjörðum og dyrakörmum.

Skreytingin samanstendur af kerabum1, fuglum, skjaldarmerkjum, skrautrenningum og laufmynstrum sem mynda fínleg og glæsileg mynstur, auk vinsælasta skrautmótífs rókókóstílsins, nánar tiltekið stíliseraðu skeljarinnar eða „rocaille“ sem gaf stílnum nafn sitt.

Útskornu skrautverkin eru nokkuð yfirlestuð og meðferð skrautmyndanna örlítið dönnuð.

Samsetningin inniheldur höggmyndamótív sem virðast vaxa út úr skringilega samfléttuðu grasi eða breytast í akanthuslauf2 og sniglana efst á súlum (volutes)3.

Fágun vagnsins er undirstrikuð með málningu í pastelljósum bláum og bleikum tónum sem einkenna rókókóstílinn.

Hver spjaldhluti minnir á mikið skreytta fulningasamstæðu (dessus-de-porte)4, í útskornum römmum. Þeir sýna goðsögulegar senur, flestar tengdar Apolló.

Listræn meðhöndlun vagnsins felur í sér bronsskraut sem er unnið af mikilli nákvæmni.

Bronsplöturnar sem hylja fjaðrirnar eru svo listilega útskornar að sjá má fínt samspil ljóss og skugga á upphleyptu yfirborðinu.

Skrautið úr stórum og litlum nöglum á þakinu fellur vel að heildarútlitinu.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er þétt þakinn gylltum tréskurði í formi handritauppvafninga (scrolls) og rókókóstíls í smágerðu mynstri.

Undir kúsksætinu á vagngrindinni (rocker) er áhrifarík kringlótt höggmynd í formi vandlega mótaðra táknrænna karlkyns fígúra.

Hjólin eru máluð bleik og að hluta til þakin útskornum gyllingunum í lágmynd. Innri bólstrunin og skjaldarmerkið á kúsksætinu eru úr aðlaðandi appelsínugulu flaueli með upphleyptu mynstri.

Litur þess fellur vel að heildarútliti vagnins.

Vængirnir á skjaldarmerkinu eru listilega útsaumaðir með gullþræði og skreyttir blómum, skeljaformum og frjálslega bugðóttum stofni í miðjunni.

Vagninn er búinn endurbættu beygjukerfi og fjöðrun, og eðli skreytinganna bendir til þess að hann sé upprunninn í Berlín.

Í 18. aldar færslubók frá skrifstofu hirðar hesthúsanna eru upplýsingar um að vagninn hafi verið smíðaður í Berlín árið 1740 fyrir Elísabetu Petrovna keisaraynju og fluttur til Rússlands í gegnum verslunarumboðsmann.

Vagninn var einnig notaður eftir 1740 í fjölmargar ferðir Elísabetar keisaraynju á valdatíma hennar, eins og sjá má á koparstungum frá þeim tíma.

  1. ↩︎
  2. ↩︎
  3. ↩︎
  4. ↩︎

Heimild: /www.kreml.ru/en

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

5150 ára gamalt hjól finnst!5150 ára gamalt hjól finnst!

0 Comments

Ofarlega á lista heimsminjaskár!

2002 afhjúpuðu fornleifafræðingar elsta þekkta tréhjól í heimi í mýrlendi nálægt Ljubljana í Slóveníu, sem nær yfir 5.150 ár aftur í tímann.

Þetta forna hjól varðveittist í blautri jörðu, ekki endilega á mannvænasta staðnum í dag, Ljubljana-mýrarnar voru í raun nokkuð lífvænlegar fyrir fimm þúsund árum.

Upprunalega var hjólið og eikaröxullinn hluti af uxakerru smíðuð úr aski og eik og snérist öxullinn. Samsetningin var svo endingargóð að hún var staðall fyrir evrópska hjólasmiði fram í byrjun 20. aldar. Ummál hjólsins er 72 sentimetrar1.

Spurningunni um hver fann upp hjólið er enn ósvarað, með vísbendingum sem benda til þess að það hafi komið fram sjálfstætt á mörgum svæðum. Þó að sérstakir uppfinningamenn/maður séu ekki þekktir virðist þróun hjólsins ekki vera ein bylting heldur smám saman uppsöfnun þekkingar, færni og aðlögunar með tímanum. Í mýrunum bjó nýaldarfólk sem var mjög hæft í að byggja hús á trésúlum í blautri jörðinni.

Fyrir 6000 árum þykir sannað að fólk hafi búið þar og kannski notaði það litla handvagna til að flytja uppskeruna milli staða ásamt því að koma upp verslunarleiðum.

Mismunandi menningarheimar mótuðu hjólið til að mæta einstökum þörfum þeirra, skapa sérstaka hönnun og notkun sem þróaðist hvor í sínu lagi, hver nýsköpun út af fyrir sig.

Næsta stóra nýjungin sem leit dagsins ljós var þegar Egyptar tóku heiðurinn og þróuðu pílárahjól fyrir um 4 þúsund árum. Fyrsta bandaríska einkaleyfið á hjólinu kom árið 1791, fljótlega eftir að einkaleyfislögin voru samþykkt í Bandaríkjunum. Hjólið og öxulinn er hægt er að upplifa í Borgarsafni Ljubljana ókeypis.



Heimild: History’s Mysteries á Facebook og https://3seaseurope.com/oldest-ljubljana-marshes-wheel-slovenia/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Myndbandið segir 72 sentimetrar en 3seaseurope.com segir 70 sentimetra! ↩︎