Tag: sautjánda öldin

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Vagnarnir hans Lúðvíks XIVVagnarnir hans Lúðvíks XIV

0 Comments

Í Versölum sextándu og sautjándu aldar framfara skeið


11. júní 1775 Loðvík XVI Frakkakonungur var nýlega krýndur og ferðaðist um París á tilkomumiklum vagni sínum.

Heimild: www.thegoodlifefrance.com Mynd fengin að láni


Smávagninn (um 1785-1790) sem gerður er fyrir Dauphin Louis-Charles, son Loðvíks XVI og Marie-Antoinette. Einn af örfáum sem komast af úr safni konungs.

Skírnar vagn Barnabarns Charles X, hertogans af Bordeaux. Charles X: Fæddist sem Charles Philippe, greifin af Artois, 9 oktober 1757 – 1836. Var konungur Frakklands frá september til ágúst 1830

Smíðaður sirka á tíunda áratug 18 aldar (1790-1800)

Var notaður við kvikmynda töku. En ekki minnst á hvaða kvikmynd

Engin örugg leið til að fá uppruna vagnsins og sögu fyllilega sannreynda.

Talið samt nokkuð öruggt að Lúðvík XIV hafi átt hann og notað.

Mætti segja að hann hefði fundist í hlöðu í Lexington hestabúgarðinum. Til gamans má segja frá því að hæsta boð er kr 4,700,000.—

Vagninn hefur verið lagfærður að lágmarki gegn um ár og aldir en er samt í nánast upprunalegu standi og vel farin miðað við að vera smíðaður á tíunda áratug 18 aldar.

Heimildir: Cardinal Selling Services

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir