Tag: sam

Coupé Vín 1740 #4Coupé Vín 1740 #4

0 Comments

Þessi tveggja sæta vagn er glæsilegt dæmi um hátíðarvagna og áhafnarúrval rússnesku keisaraynjunnar Elizavetu Petrovnu.

Slíkir vagnar voru ávallt pantaðir frá bestu evrópsku meisturunum.

Vagninn er með lameneraðar (samlímdar) fjaðrir, öxulás og trönuháls.

Eins og í öðrum svipuðum vögnum úr safni Vopnabúrsins eru þröskuldarnir í vagninum lágir (lágt uppstig) og niðurfellanleg þrepin eru inni í vagninum.

Yfirbyggingin mjókkar niður og neðri hluti bakhliðarinnar sveigist mjúklega. Það eru þrír gluggar á framhlið og hliðum.

Gluggarnir og efri helmingur hurðanna með myndskreyttum efri hluta með rúðugleri.

Útskorið skraut skipar veglegan sess í heildarsamsetningunni, á listrænu útliti vagnsins.

Samskeyti hliðanna eru þakin gylltum útskurði sem undirstrikar fínlegar línur yfirbyggingarinnar.

Þungt gylltar laufmyndir og rokókóskraut, skrautlegir rollur (uppvafin handrit) og málrænar samsetningar blómavendir málaðir í pastellitum vefja sig um kranslistann, hurðina og gluggakarmana og alla hluta fram- og afturhluta undirvagnsins.

Útskurðurinn er afar mótandi og kröftugur.

Tákrænu fígúrurnar sem prýða fram- og afturhluta undirvagnsins sýna mikla fagmennsku og fínlega, mjúka mótun.

Allt úsar af yndislegum rókókóstíl með ákveðinni fágun sem meistararnir í Vín bættu við.

Hliðar og hurðir yfirbyggingarinnar eru skreyttar með málverkum af goðsögulegum viðfangsefnum – vatnadísum, sjávarguðum og ástarguðum í gullgrænum litbrigðum.

Bólstrunin um borð og skjaldarmerki eru úr hvítu frönsku upphleyptu flaueli með bláum og rauðum blómum.

Mynstrið fellur vel að útskornu skrautinu og litir þess falla vel að heildarlitatónum vagnsins.

Hjólin eru máluð græn.

Ákveðinn agi í formi, skortur á óhóflegum skreytingum og kænleg samsetning upphleyptra mynstra með fíngerðum skrautmyndum af grafískum toga eru allt einkenni þessa fallega coupé-vagns sem vitnar um háþroskað listrænt stig ökutækja frá Vín á þessum tíma.

Vagninn var smíðaður í Vínarborg árið 1740 fyrir Elizavetu, dóttur Péturs mikla, samkvæmt pöntun frá rússneska hirðinum.


Heimild: www.kreml.ru/en

Þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Garðvagn Keisaraynjunnar Önna LoannovuGarðvagn Keisaraynjunnar Önna Loannovu

0 Comments

Tveggja sæta opinn vagninn fyrir Önnu Loannovnu keisaraynju síðan 1730 í Rússlandi.

Samsetningin, innréttingar og samanburðargreiningar á svipuðum vögnum staðfestir þessa tímagreiningu.

Það er ómögulegt að segja með vissu hvar vagninn var smíðaður.

Verkstæðin á þeim tíma voru til staðar bæði í Sankti, Pétursborg og Moskvu.

Hins vegar sanna skjölin að á árunum 1728-1732 höfðu bestu vagnsmíðameistararnir yfirgefið Sankti Pétursborg og fluttu í kjölfarið keisaraembættið til Moskvu eða annarra höfuðborga Evrópu.

Á sama tíma héldu verkstæðin í Kreml í Moskvu áfram virku starfi sínu.

Á birgðaskrá frá 1770 yfir reiðtygi og hestvagna sem varðveitt er í vagnagarðinum í Kreml er minnst á garðvagninn sem hafði verið yfirfarinn hér snemma á 18.öld sem „fyrirmynd að nýjum svipuðum útbúnaði“.

Samkvæmt þessu og öðrum gögnum frá hallarhesthúsum kanslara, var þessi vagn líklega smíðaður af meisturum Kreml í Moskvu.

Vagninn er opinn fyrir tvo, ekki lokaður né með hurðum.

Farartækið geislar af Barokkoeinkennum og er glæsilegt. Yfirbyggingin er með fínum bogalímum að ofan ásamt neðri hluta yfirbyggingarinnar.

Innréttingin er úr gullhúðuðum og sniðnum bylgjuskífum, útskornum léttarskeljum, laufblöðum og einnig málverki.

Á úthliðunum er merki rússneska ríkisins og kvenfígúra í ramma af bókrollum og kertum á grænum bakgrunni. Af táknmyndinni að dæma er myndin Anna keisaraynja.

Sjá má tilraun í málverkinu til að miðla líkingu við fyrirmyndina. Andlitsmyndir fóru að birtast í vagnasmíði á fyrsta fjórðungi 18. aldar.

Vagninn er ekkert sérstaklega íburðarmikill og innréttingin ekki mjög glæsileg. Þessi dálítið óvenjulega meðferð á umgjörð keisaraveldis skýrist líklega af því að farartækið var aðeins notað til að rúnta um hallargarðinn.

Þetta kemur aftur á móti líka fram í byggingu vagnsins. Hann er lítill og með efnismiklum og breiðum hjólum til að spilla ekki og sökkva í stíga hallargarðsins.

Útfærsla skreytingarinnar kunni að hafa verið ákveðin af þeim sem sá um vagninn.Skjöl í vopnabúrinu staðfesta að vagninn hafi verið gerður fyrir Önnu keisaraynju í Moskvu.

Bólstrunin var endurnýjuð ekki löngu síðar en 1740. Áklæði af grænu ullarefni var skipt út fyrir daufari lit af rauðleitu flaueli.

Þetta er einnig staðfest af eftirlifandi bútum af græna áklæðinu. Vagninn var endurbyggður 1994. Hann hefur nú fengið sína upprunalegu mynd enn og aftur með áherslu á fágun.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – GARDEN OPEN CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Péturs III og Önnu dóttir hansVagn Péturs III og Önnu dóttir hans

0 Comments

Stór fjögurra sæta yfirbyggingin með örlítið bogadregnum fram- og bakhlið er útfærður snemma á 18. öld í Frakklandi og hefur fallega skuggamynd og fullkomin hlutföll.

Efri hluti fram- og hliðarveggja og hurða er í þykkt hágæðagler í gluggum (plate glass). Hann er búinn fjöðrun, snúningsás/fimmt hjól, vagnsæti, þjónssæti og fótabretti fyrir þjón, sem er fest inni í yfirbyggingunni.

Innréttingarnar voru undir sterkum áhrifum frá nýjum fagurfræðilegum straumum sem kristalluðust í Regency-stílnum sem einkenndist af frönskum búningum þess tíma1.

Útskorin gyllt þakbrúnarskreyting yfirbyggingarinnar, hliðapanelsamskeiti, gluggar og hurðarkarmar2.

Vagninn einkennist af raunsærri meðhöndlun einstakra mótífa ásamt undarlegum, frábærum formum og einnig af samhverfu og reglulegu fyrirkomulagi skrautsins.

Andstæða beinna og bogadreginna lína og frjáls meðferð einstakra fígúra gerir það að verkum að innréttingarnar virðast léttar og hreyfanlegar.

Skrautið í anda hergagna: blómakransar, grímur, skeljar og laufgreinar. Lausaskraut sem mynda blúndumynstur eru áberandi meðal skreytingarmyndanna.

Málaralistin á goðsagnafræðileg efnistök svo sem cerúbum skiptir einnig miklu máli í skreytingum vagnsins.

Myndir af cerúbum með lúðra og ketiltrommur eru sýndar á hliðunum. Á hurðunum og framhlið eru gyðjurnar Clio, gyðja skáldskapar, Thalia, gyðja gamanleiksins, og Euterpe, en óspjallaðar þokkagyðjur á bakhlið.

Málverkið er aðallega unnið í gylltum, grænum og rauðum litum og sýnir örugga teikningu og tilfinningu fyrir litum, auk mikils hugvits í fylgihlutunum.

Útskurðurinn á vagninum er ýktur með gylltu bronsi. Þakið er prýtt átta fallegum bronskerjum. Áklæðinu er haldið á sínum stað með bronsnöglum, höfuð styttunnar aftan mynda stoð og gegna skrauthlutverki.

Handföng hurðanna eru stórar sylgjur og spennur úr bronsi.

Bogadregnir burðir í undirvaninum eru gylltir bronsi sem er blandað kvikasilfri og púðri, en þar ofar stendur tignarleg kvengyðja sýnd á meðal skrautlega bogadreginna burðarboganna.

Mótívin eru steypt í nokkuð djúpri þrívídd. Allt ber þetta vitni um reynslu, kunnáttu og vönduð vinnubrögð meistarans.

Fremri hluti undirvagnsins er skreyttur viðarskúlptúr í formi apstraktískra kvenfígúrutívra sem raðað er upp í yfirveguðum og öguðum takti3.

Bólstrunin að innan fylgir krefjandi línum heildarinnréttingarinnar, eins og krúna ítölska flauelsins með blíðri, fölblárri glæsilegri hönnun.

Í langri sögu sinni átti vagninn nokkra eigendur.

1721 kom Karl Friedrich prins af Holstein til Sankti Pétursborgar sem unnusti Anne, dóttur Péturs mikla.

Í sérfræðibókmenntum var þessi vagn ranglega tengdur honum í langan tíma.

Rannsóknir á skjalasafni Armory hafa gert okkur kleift að staðfesta að vagninn hafi verið pantaður í Frakklandi af Pétri mikla.

Síðar var það brúðkaupsgjöf keisarans til dóttur hans, Anne, sem ók í burtu til Holsteins með eiginmanni sínum Carl Friedrich.

1742 kom Pétur III, nýr eigandi vagnsins, til Rússlands í honum. Vagninn var notaður til hátíðargöngu í Holstein. Á fjórða áratugnum var það endurtekið í garði hesthússanna í Sankti Pétursborg.


  1. Vagninn var smíðaður 1721. Sem er nokkrum áratugum fyrir Regency tímabilið eftir því sem næst verður komist. Hef ekki skýringu á þessu misræmi! ↩︎
  2. Helstu einkenni Regency-tímabilsins voru: Ríkisvaldið skartaði einfaldri tísku, rómantískri list og bókmennta og vinsældum skáldsögunnar. Tímabilið er einnig þekkt fyrir stranga félagslega uppbyggingu. ↩︎
  3. Þjóðir voru sýndar sem kvenpersónur. Kvenformið sem valið var til að persónugera þjóðina stóð ekki fyrir neina ákveðna konu í raunveruleikanum heldur var reynt að gefa óhlutbundna hugmynd um þjóð á áþreifanlegan hátt, það er að segja að kvenpersónan varð myndlíking þjóðarinnar. ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – CARRIAGE. FRANCE, EARLY 18TH C.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fornir vegir horfinna samfélaga #3Fornir vegir horfinna samfélaga #3

0 Comments

Á áttunda áratug tuttugustu aldar afhjúpuðu fornleifafræðingar merkilegan steinaldartréveg nálægt Nieuw-Dordrecht í Hollandi. Þessi forni vegur, sem er tilkomumikill 4.573 ára, teygir sig í að minnsta kosti 800 metra. Með því að lesa með ákveðinni vísindalegri aðferð í tréð, hafa sérfræðingar tímasett smíði hennar til 2.549 f.Kr.

Þessi uppgötvun dregur ekki aðeins fram háþróaða verkfræðikunnáttu síðari hluta steinaldar, þegar slípuð steinvopn og áhöld voru ríkjandi, heldur býður einnig upp á ómetanlega innsýn í samgöngur þeirra og viðskiptahætti. Varðveisla vegarins í mýrkenndum jarðveginum hefur veitt sjaldgæfa innsýn í fágaða innviði forsögulegrar Evrópu.


Hreimild: Farmer Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Sam Phillips vann vagnsmíðaverðlauninSam Phillips vann vagnsmíðaverðlaunin

0 Comments

Við erum mjög stolt af Sam sem vann „Robin Wood Change maker“-verðlaunin á verðlaunaafhendingunni fyrir handverk í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem þau eru veitt fyrir að viðhalda arfi vagnasmíðinnar. Þegar Greg slasaðist alvarlega 2023 tók Sam sig til og fór úr lærlingi í meistara á einni nóttu með öllu sem því fylgdi. Hann komst líka í úrslit í gildi lærlinga ársins. Þakkir til allra sem tóku þátt í verðlaununum og til hamingju allir sem komust í úrslit. Snilld!


Heimild: Mike Rowland and Son Master Wheelwrights and Coachbuilders á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is