Tag: rif

Að sjóða nafið eða ekki?Að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkara (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílári rekinn í þurrt naf eða sama píláraþykkt rekin í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðnu nafi?

Hvaða gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (Ekki er vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884).

Yðar einlægur trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef nöfin eru soðin er hægt að reka pílárana í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu.

Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurrt og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðinlegur þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í álmi eða valhnotu, límið leysist einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn býður upp á, sjóðið svo tvo valhnotubúta og límið þá saman, látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.

Þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott).

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is