Tag: plötur

Coupé Vín 1741-1742 #5Coupé Vín 1741-1742 #5

0 Comments

Coupé Vín 1741-1742 #5

Skreyttur með gylltum tréskurði

Þessi fíni gyllti vagn af upprunninni í Vín er sannarlega meistaraverk í listaarfleið heimsins.

Tæknilegar útfærslur hans og listræn meðhöndlun eru einkennandi fyrir hátíðarvagna frá fimmta áratug 18. aldar.

Vagninn er tveggja sæta.

Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar sveigist á fallegan hátt.

Það eru þrír gluggar á framan- og hliðum.

Gluggarnir og efri helmingur hurðanna með myndskreyttu efri hlutanum innihalda rúðugler.

Vagninn hefur fallegar útlínur. Hann er skreyttur með gylltum tréskurði í hinum óviðjafnanlega Rókókó-stíl.

Hin órólega og fremur ríkulega útskornu нерфе (gúmíi) gefur yfirbyggingunni sérstakt yfirbragð fágunar og inniheldur nokkrar fíngerðar útskornar skreytingar og flóknar djúpskornar myndir sem stundum innihalda skúlptúra í heild sinni.

Laufmótíf, skrýtnar skrollur (skrolls) og undarlega sveigðar skeljar blandast vel við höggmyndirnar í formi leikandi engla og hálfnakinna karlkyns- og kvenkynstáknmynda. Hinar myndirnar sýna mótíf úr klassískri goðafræði, táknrænar fígúrur og sögulega atburði fortíðarinnar.

Útskurðurinn þekur alla framhlið undirvagnsins óháð gerð hans.

Þéttar raðir af „uppstígandi“ hringsnúnum skrautrollum vefjast um grindina og öxulliðinn.

Táknrænu fígúrurnar í laufmynstrinu hafa göfugt, þótt nokkuð stíft, fágað form og hreinleika í línum. Útskurðarskreytingin á bakhlið undirvagnsins byggir á algjörum skorti á beinum línum í uppbyggingu sinni.

Stóru skrautskriftirnar og englarnir eru frjálslega raðað um alla grindina. Hjól vagnsins eru máluð græn og þakin gylltu upphleyptu skrauti. Mikilvægur þáttur í listrænu útliti vagnsins er bronsskrautið.

Þykkar gylltar og vel útskornar prófílplötur sem hylja fjaðrirnar, og skreyttu vasarnir og naglarnir með kringlóttum mynstruðum höfðum á þakinu.

Nauðsynleg smáatriði, eins og beislið og sylgjurnar og handföngin sem eru mótuð eins og rokókóskraut eða fléttuð með raunverulegum greinum, eru einnig úr gylltum bronsi.

Litasamsetning vagnsins fellur vel að græna flauelinu inni í yfirbyggingunni og á skjaldarmerkinu.

Hið að nokkru óhóflegi skraut og auðgi skreytiformanna, sem venjulega finnast ekki í verkum vagnasmiða frá Vín frá þessu tímabili, má skýra með þeirri staðreynd að vagninn var pantaður fyrir krýningu Elizavetu Petrovnu. 1744 gerði listamaðurinn Grigory Kachalov stungumynd „Keisaraynja kemur inn í Kreml fyrir krýningu“ sem staðfesti að Copé-vagninn hefði tekið þátt í krýningarskrúðgöngunni.


Heimild: https://www.kreml.ru/

Þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum

0 Comments

Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðarhönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðarhönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktar hefðir. Þeim tuttugu og fjórum plötum ( plates ) í réttum litum er ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnanna eins og mögulegt er landfræðilega.

Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggða á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er lýst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til lokaafurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt.

Í þá bók, The Wheelwrights heildsala George Sturt, sem gefin var út af Cambridge University Press, verður vitnað nokkrum sinnum. Eins er saga vagnanna (History of waggons),

bók sem fjallar um frumstæð flutningaáframhald (the primitive transport onward), er ekki meðal tilvísunarbóka,

vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski búvagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt Landbúnaðarflutningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum of Wales).

Verkefninu gæti verið best lýst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun, allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og enn í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna.

Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmd því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum, gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykja léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmætum. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hendi.

Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales, fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974.

Skrásett og þýtt af Friðriki Kjartanssyni

Yfirlestur: malfridur.is

Notaðu hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnana og hönnun þeirra ásamt sögu!

Hlekkir á vísindalegar greinar um ensku bændavagnana!

Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!