Tag: pétur

Vagn Alexey sonar Péturs I #5Vagn Alexey sonar Péturs I #5

0 Comments

Sumar og skemmtivagn keisarasonarins!

Samkvæmt nýlegum rannsóknum var sumar-„skemmtunar“ tveggja sæta vagninn smíðaður í Prikaz-verkstæði hesthúsanna á árunum 1690-1692 fyrir tveggja ára gamlan Alexey Tsarevich, son Péturs I.

Portrett af Alexey Tsarevich, listamaður óþekktur. Rússland, 18. öld. Eftir frumrit eftir I.G. Tannauer.

Slíkir vagnar voru kallaðir „skemmtivagnar“ og þeir voru notaðir í leikjum og skemmtunum barna en ekki fyrir opinberar athafnir.

Sumar, skemmtivagn. Verkstæði Prikaz-hesthússins í Kreml í Moskvu, 1690–1692.; 17. öld. Eik, leður, tin, gljásteinn; gylling, upphleypt. Tilheyrði Alexey Tsarevich. Keypt af Armory salir frá Moscow vagnageymslurnar árið 1834. (?)

17. aldar vagnar eru sjaldgæfir í söfnum heimsins, aðeins fáir hafa varðveist. Þetta pínulitla farartæki gefur okkur hugmynd um lögun, innréttingu og smíði vagna á þessu tímabili.

„Skemmtivagninn“ til sýnis í Armory-sölum smíðaverkstæðis hesthússins Prikaz í Kreml í Moskvu.

Yfirbygging tveggja sæta vagnsins, sem er bólstruð með fölbláu leðri, er slétt og mjókkar niður á við og hefur glæsilega öldulaga sveigju í neðri hlutanum.

Þessi litli búnaður hefur áhugaverðar tækninýjungar, svo sem kranaháls og beygjusnúning á milli framhliðanna.

Kremlmeistararnir innleiddu þessa bættu beygjuaðferð þegar á seinni hluta 17. aldar.

Nokkrar aðferðir eru notaðar við skreytingar, þar á meðal litlar koparnar með upphleyptum hringlaga hausum sem eru í nákvæmri línu, í kringum glugga og á hurðir.

Gljásteinnum er haldið á sínum stað í gluggunum með mjóum ræmum úr tini og skreyttum litlum nöglum með flötum hausum.

Áklæðið er gyllt, upphleypt með skýrum línum. Grafíkin er mynduð af laufum í óvenju glæsilegu mynstri sem inniheldur framandi fugla, smádýr og fígúrur af cerúbum. Leðrið er fest með koparnöglum með upphleyptum hringlaga hausum sem gegna hlutverki í innréttingunni.

Skemmtivagninn á vatnslitamynd eftir F.G. Solntsev. Fyrsti fjórðungur 19. aldar.

Þetta ríkulega gyllta mynstur myndar andstæðu við mildan pastellit leðursins og dýpkar áhrif skreytingarinnar í heild ásamt því að gefa honum glæsileika. Leðursamsetningin er fallega útfærð og sýnir hversu góð tök eru á krefjandi „uppröðun“ barokkskrautsins og sýnir að leðuráklæði af þessu tagi, en framleiðsla þess var nýhafin í Kreml í Moskvu, var þegar í háum gæðaflokki.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – SUMMER ‘AMUSEMENT’ CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is