Smíðaður í Frakklandi hjá Dufour Frere & Fils a Perigueux
Omini bus staðsettur í Danmörku en smíðaður hjá Dufour freres & Fils í Perigueux í Frakklandi. Smíða ár ekki nefnt.Myndarlegur og snyrtilegur strætó fyrri tíma.Takið eftir afturljósinu vinstra mengin og það er að sjálfsöguð með rauðu gleri. Svo eru afturfjaðrirnar sérstaklega fallegar og gefa vagninum sérstakan blæ.Ágætlega bólstraður og bara snyrtilegur að innan. Skemmtilegt ,,Kýrauga” í hægra framhorninu. Sennileg er svona gluggi í hægra framhorninu líka!Nafn framleiðandans, skaparans á hjólkoppunum.
Þreyttur Omini bus eða strætó. Engar upplýsingar um smíðaár eða neitt viðkomandi vagninum. Hann er staðsettur á Spáni. Sjaldan maður sér Omini bus með húddi/skerm/blæju yfir Kúsikinum. Það er mikil vinna að ná þessum til baka í gott ástand!