Tag: Moscow

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Garðvagn Keisaraynjunnar Önna LoannovuGarðvagn Keisaraynjunnar Önna Loannovu

0 Comments

Tveggja sæta opinn vagninn fyrir Önnu Loannovnu keisaraynju síðan 1730 í Rússlandi.

Samsetningin, innréttingar og samanburðargreiningar á svipuðum vögnum staðfestir þessa tímagreiningu.

Það er ómögulegt að segja með vissu hvar vagninn var smíðaður.

Verkstæðin á þeim tíma voru til staðar bæði í Sankti, Pétursborg og Moskvu.

Hins vegar sanna skjölin að á árunum 1728-1732 höfðu bestu vagnsmíðameistararnir yfirgefið Sankti Pétursborg og fluttu í kjölfarið keisaraembættið til Moskvu eða annarra höfuðborga Evrópu.

Á sama tíma héldu verkstæðin í Kreml í Moskvu áfram virku starfi sínu.

Á birgðaskrá frá 1770 yfir reiðtygi og hestvagna sem varðveitt er í vagnagarðinum í Kreml er minnst á garðvagninn sem hafði verið yfirfarinn hér snemma á 18.öld sem „fyrirmynd að nýjum svipuðum útbúnaði“.

Samkvæmt þessu og öðrum gögnum frá hallarhesthúsum kanslara, var þessi vagn líklega smíðaður af meisturum Kreml í Moskvu.

Vagninn er opinn fyrir tvo, ekki lokaður né með hurðum.

Farartækið geislar af Barokkoeinkennum og er glæsilegt. Yfirbyggingin er með fínum bogalímum að ofan ásamt neðri hluta yfirbyggingarinnar.

Innréttingin er úr gullhúðuðum og sniðnum bylgjuskífum, útskornum léttarskeljum, laufblöðum og einnig málverki.

Á úthliðunum er merki rússneska ríkisins og kvenfígúra í ramma af bókrollum og kertum á grænum bakgrunni. Af táknmyndinni að dæma er myndin Anna keisaraynja.

Sjá má tilraun í málverkinu til að miðla líkingu við fyrirmyndina. Andlitsmyndir fóru að birtast í vagnasmíði á fyrsta fjórðungi 18. aldar.

Vagninn er ekkert sérstaklega íburðarmikill og innréttingin ekki mjög glæsileg. Þessi dálítið óvenjulega meðferð á umgjörð keisaraveldis skýrist líklega af því að farartækið var aðeins notað til að rúnta um hallargarðinn.

Þetta kemur aftur á móti líka fram í byggingu vagnsins. Hann er lítill og með efnismiklum og breiðum hjólum til að spilla ekki og sökkva í stíga hallargarðsins.

Útfærsla skreytingarinnar kunni að hafa verið ákveðin af þeim sem sá um vagninn.Skjöl í vopnabúrinu staðfesta að vagninn hafi verið gerður fyrir Önnu keisaraynju í Moskvu.

Bólstrunin var endurnýjuð ekki löngu síðar en 1740. Áklæði af grænu ullarefni var skipt út fyrir daufari lit af rauðleitu flaueli.

Þetta er einnig staðfest af eftirlifandi bútum af græna áklæðinu. Vagninn var endurbyggður 1994. Hann hefur nú fengið sína upprunalegu mynd enn og aftur með áherslu á fágun.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – GARDEN OPEN CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Alexey sonar Péturs I #5Vagn Alexey sonar Péturs I #5

0 Comments

Sumar og skemmtivagn keisarasonarins!

Samkvæmt nýlegum rannsóknum var sumar-„skemmtunar“ tveggja sæta vagninn smíðaður í Prikaz-verkstæði hesthúsanna á árunum 1690-1692 fyrir tveggja ára gamlan Alexey Tsarevich, son Péturs I.

Slíkir vagnar voru kallaðir „skemmtivagnar“ og þeir voru notaðir í leikjum og skemmtunum barna en ekki fyrir opinberar athafnir.

17. aldar vagnar eru sjaldgæfir í söfnum heimsins, aðeins fáir hafa varðveist. Þetta pínulitla farartæki gefur okkur hugmynd um lögun, innréttingu og smíði vagna á þessu tímabili.

Yfirbygging tveggja sæta vagnsins, sem er bólstruð með fölbláu leðri, er slétt og mjókkar niður á við og hefur glæsilega öldulaga sveigju í neðri hlutanum.

Þessi litli búnaður hefur áhugaverðar tækninýjungar, svo sem kranaháls og beygjusnúning á milli framhliðanna.

Kremlmeistararnir innleiddu þessa bættu beygjuaðferð þegar á seinni hluta 17. aldar.

Nokkrar aðferðir eru notaðar við skreytingar, þar á meðal litlar koparnar með upphleyptum hringlaga hausum sem eru í nákvæmri línu, í kringum glugga og á hurðir.

Gljásteinnum er haldið á sínum stað í gluggunum með mjóum ræmum úr tini og skreyttum litlum nöglum með flötum hausum.

Áklæðið er gyllt, upphleypt með skýrum línum. Grafíkin er mynduð af laufum í óvenju glæsilegu mynstri sem inniheldur framandi fugla, smádýr og fígúrur af cerúbum. Leðrið er fest með koparnöglum með upphleyptum hringlaga hausum sem gegna hlutverki í innréttingunni.

Þetta ríkulega gyllta mynstur myndar andstæðu við mildan pastellit leðursins og dýpkar áhrif skreytingarinnar í heild ásamt því að gefa honum glæsileika. Leðursamsetningin er fallega útfærð og sýnir hversu góð tök eru á krefjandi „uppröðun“ barokkskrautsins og sýnir að leðuráklæði af þessu tagi, en framleiðsla þess var nýhafin í Kreml í Moskvu, var þegar í háum gæðaflokki.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – SUMMER ‘AMUSEMENT’ CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is