Tag: Málsetning vagna

Írski hliðarsæta vagninn #1Írski hliðarsæta vagninn #1

0 Comments

Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car


Írski hliðarsætavagninn. Bianconi hannaði þennan vagn. The Irish Outsite car
Forveri vagnsins að ofan og sá fyrsti á Írlandi.

Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.

Málsetningar hliðarsæta vagnsins

Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.

Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is