Tag: loka

Útfararvagnar í móttöku látinna úr Titanic #8Útfararvagnar í móttöku látinna úr Titanic #8

0 Comments

Titanic sökk nóttina 14. apríl – 15. apríl 1912

Útfararvagnar raðaðir upp við höfnina í Halifax Nova Scotia, til að flytja lík frá Titanic, 6. maí 1912.

Grein úr Smitsonian magasin 14 april 2025. Eftir: Greg Daugherty – Sagnfræðilegan fréttaritaritara

Hin langa og undarlega ferð fórnarlamba Titanic sem fundust hundruðum kílómetra frá slysstað, vikum eftir að skipið sökk

Björgunarsveitir náðu aðeins að endurheimta lík 337 af þeim rúmlega 1.500 farþegum og áhöfn sem létust í slysinu. Um þriðjungur látinna fékk vota gröf.

Þegar RMS Titanic sökk aðfaranótt 14.-15. apríl 1912 létu um 1.500 karlar, konur og börn lífið.

Myndband Caitlin Doughty

Fréttir greindu frá fórnarlömbum sem „sukku með skipinu“ eða enduðu í „votri gröf“.

Hins vegar höfðu hundruð farþega og áhafnarmeðlima yfirgefið skipið áður en það brotnaði í tvennt, hvarf undir öldurnar og settist á botn Atlantshafsins, tveimur og hálfum kílómetra niðri.

Þessir einstaklingar flutu í sjónum, studdir af björgunarvestum fylltum með korki, þar til ískalda vatnið dró lífið og hita úr líkömum þeirra.

Þó að opinber dánarorsök hafi oft verið skráð sem drukknun er talið að flest fórnarlömbin hafi látist af völdum ofkælingar og tengdra orsaka.

Á komandi dögum og vikum báru straumar líkin yfir gríðarstórt svæði.

Sum fundust ekki fyrr en mánuði síðar eða jafnvel seinna. Önnur fundust aldrei. Í dag er enn ekki vitað um afdrif tæplega 1.200 fórnarlamba Titanic í heildina.

Gufuskipið Carpathia, sem hraðaði sér á staðinn þar sem slysið átti sér stað, bjargaði rúmlega 700 lifandi úr of fáum og illa nýttum björgunarbátum Titanic.

Með skip sitt nú hlaðið langt umfram burðargetu, hafði skipstjóri Carpathia ekki áhyggjur af líkum hinna látnu heldur stefndi þess í stað á New York.

Um borð á Carpathia og í síðari frásögnum sögðu eftirlifendur hræðilegar sögur af því að sjá samferðamenn berjast í vatninu í kringum þá.

Þeir minntust þess að heyra stunur og köll á hjálp sem smám saman dvínuðu þegar fórnarlömbin gáfust upp fyrir kuldanum, eitt af öðru.

„Hjá fullorðnum er ofkæling ekki hraðvirkt ferli, oft tekur það 30 til 40 mínútur að ofsafengnum skjálfta, vöðvasamdrátt, rugl og að lokum líffærabilun,“ segir Caitlin Doughty, útfararstjóri og höfundur bóka á borð við,,Will My Cat Eat My Eyeballs? And Other Questions About Dead Bodies“.

Doughty vinnur um þessar mundir að bók um hina látnu frá Titanic, sem áætlað er að komi út árið 2026.

Það féll í hlut annarra skipa að bjarga líkamsleifunum.

Eigandi Titanic, White Star Line, leigði Mackay-Bennett, gufuskip sem venjulega var notað til að gera við sæsímakapla yfir Atlantshafið, til að endurheimta eins mörg lík og mögulegt var.

Hlaðið viðarkistum og nokkrum tonnum af ís lagði skipið af stað frá Halifax í Nova Scotia þann 17. apríl.

Það féll í hlut annarra skipa að bjarga líkamsleifunum. Eigandi Titanic, White Star Line, leigði Mackay-Bennett, gufuskip sem venjulega var notað til að gera við sæsímakapla yfir Atlantshafið, til að endurheimta eins mörg lík og mögulegt var.

Hlaðið viðarkistum og nokkrum tonnum af ís lagði skipið af stað frá Halifax í Nova Scotia þann 17. apríl.

Einn úr áhöfn Mackay-Bennett lýsti því hvernig skipið kom að samfljótandi hundrað líkum á öðrum degi leitarinnar.

„Jafnvel þegar við komum beint að þeim gátum við enn ekki trúað þessu,“ sagði hann við St. Louis Post-Dispatch.

„Þegar við sáum svo að þetta voru í raun manneskjur þurftum við að segja okkur sjálfum að þær væru dauðar, því þær litu út eins og hópur af sofandi sundmönnum…

Sumir voru með lokuð augu, en flestir voru með þau galopin, starandi beint fram fyrir sig.“

Skipið Mackay-Bennett sneri aftur til hafnar 30. apríl með 190 lík, eftir að hafa jarðsett önnur 116 í sjónum. Tvö önnur skip með bækistöð í Halifax, Minia og Montmagny, fóru einnig í leit að líkum og fundu samtals 21. Þar af voru þrjú jarðsett í sjónum.

Dagblöð greindu frá því að fjölskylda Johns Jacobs Astor IV, ríkasta mannsins um borð í Titanic og eins þess auðugasta í heiminum á þeim tíma, hefði í hyggju að standa fyrir sérstökum leiðangri til að finna lík hans og væri reiðubúin að eyða einni milljón dollara í verkefnið.

Sú áætlun varð þó óþörf þegar Mackay-Bennett sendi þráðlaust skeyti þann 26. apríl þess efnis að lík Astors hefði fundist og verið dregið um borð.

Meðal þeirra hluta sem notaðir voru til að bera kennsl á hann var gullvasaúr með upphafsstöfum hans, sem seldist á tæplega 1,5 milljónir dollara á uppboði í apríl 2024.

Önnur skip sem sigldu um svæðið greindu einnig frá því að hafa séð lík en gerðu enga tilraun til að bjarga þeim.

Þýska farþegaskipið Bremen, sem kom til New York 24. apríl, sigldi inn á svæði þar sem flak var á reiki, þar á meðal þilfarsstólar og viðarbrak.

„Þegar skipið nálgaðist,“ greindi New York Times frá,

„kom í ljós að svörtu hlutirnir sem voru að vagga upp og niður á yfirborði vatnsins og blandast flakinu voru lík fórnarlambanna.“

Flest þeirra voru í björgunarvestum. Að minnsta kosti eitt var bundið við hurð og tvö önnur við þilfarsstóla.

Skipstjórinn áætlaði að yfirmenn hans hefðu séð um 100 lík alls og bætti við að þeir hefðu ekki tekið nein upp úr sjónum þar sem þeir hefðu engar líkkistur um borð og vissu að Mackay-Bennett myndi koma til að sækja líkin.

Næstum mánuði eftir að skipið sökk, þann 13. maí, rakst Oceanic, skip White Star-línunnar á sinni reglulegu vesturleið frá Southampton á Englandi til New York, á björgunarbát frá Titanic um 320 kílómetra frá slysstað.

Báturinn, þekktur sem Collapsible A, hafði skilað lifandi farþegum sínum til Carpathia þann 15. apríl og verið látinn reka með því sem talið var vera þrjú lík.

Æsifréttir í blöðum síðar gáfu í skyn að þrír menn hefðu svelt í hel í bátnum eftir að hafa reynt að borða björgunarvesti sín – kenning sem var fljótlega afsönnuð.

Írski rithöfundurinn Shane Leslie, farþegi um borð í Oceanic, minntist þess þegar björgunarbáturinn fannst, en hann sást fyrst í um það bil tveggja mílna fjarlægð frá stjórnborða skipsins.

„Það sem á eftir fylgdi var hryllilegt,“ skrifaði hann mörgum árum síðar.

„Tveir sjómenn sáust, hár þeirra aflitað af völdum saltvatns og sólar, og þriðja persónan í kvöldklæðnaði lá flöt á bekkjunum. Allir þrír voru látnir.“

Áhöfn Oceanic safnaði saman illa rotnuðum líkunum, vafði þau í segldúk og jarðsetti þau í sjónum. Eiginkona Leslie, sem einnig var vitni, greindi frá því að handleggur eins sjómannsins hefði losnað í ferlinu. Oceanic hífði björgunarbátinn upp á þilfar sitt og flutti hann til New York.

26. maí sendi selaskipið Algerine út útvarpsskilaboð um að það hefði fundið lík James McGrady, þjóns í fyrsta farrými Titanic. Algerine hélt áfram leit en fann engin fleiri lík. Skipið kom til St. John’s á Nýfundnalandi með jarðneskar leifar McGrady þann 8. júní.

Þótt lík McGrady hafi verið það síðasta sem var flutt í land, voru að minnsta kosti tveir aðrir fórnarlambanna að lokum jarðsettir í sjónum.

Þann 6. júní eða þar um bil fann olíuflutningaskipið Ottawa lík William Thomas Kerley, aðstoðarþjóns, fljótandi að sögn 543 mílur frá slysstaðnum.

Þann 8. júní kom flutningaskipið Ilford auga á annan þjón úr fyrsta farrými, William Frederick Cheverton, reka í Norður-Atlantshafi.

Þótt andlitsdrættir hans væru óþekkjanlegir gat áhöfnin borið kennsl á hann út frá skjölum og öðrum hlutum í vösum hans.

Í dauðanum sem í lífinu um borð í Titanic spilaði stétt lykilhlutverk í því hvernig fórnarlömbin voru lögð til hinstu hvílu.

Listi á vefsíðu Nova Scotia-skjalasafnsins yfir þau lík sem hægt var að bera kennsl á og voru tekin upp af ýmsum skipum sýnir að 42 prósent líka farþega í þriðja farrými fengu vota gröf frekar en að vera flutt aftur í land.

Fyrir farþega í öðru farrými var talan aðeins 22 prósent og fyrir farþega í fyrsta farrými var hún einungis 6 prósent. Meðal áhafnarmeðlima voru 30 prósent grafin í sjó.

Skipstjóri Mackay-Bennett gaf nokkurs konar skýringu á þessu á sínum tíma.

„Enginn frægur eða ríkur maður var aftur settur í hafið,“ var haft eftir honum.

„Það virtist best að vera viss um að flytja til lands þá látnu þar sem andlátið gæti vakið upp spurningar um háar tryggingar og arf og allt það málaferli.“

Um áhöfnina bætti hann við:

„Maðurinn sem lifir af sjónum ætti að vera sáttur við vota gröf.

Ég tel það vera besta staðinn. Hvað mig sjálfan varðar, væri ég sáttur við að hverfa í hafið.“

Þegar skipin komu til Halifax voru líkin flutt í útfararvögnum hestdregnum í íshús staðarins curling-klúbbs, sem þjónaði sem bráðabirgðalíkhús.

Þar voru þau lögð fram til að gefa ættingjum tækifæri til að bera kennsl á þau og gera tilkall til þeirra. Vefsíða Skjalasafns Nýja Skotlands telur upp 50 fórnarlömb sem ekki var hægt að bera kennsl á á þeim tíma en voru grafin undir merkjum sem skildu eftir pláss fyrir nöfn þeirra, ef til þess kæmi.

Nokkur þessara fórnarlamba – þekktast þeirra yngsta, 19 mánaða gamall drengur sem var grafinn sem „óþekkt barn“ – hafa verið auðkennd með DNA-prófunum og öðrum aðferðum á síðustu árum.

Að lokum voru alls 59 lík send heim til greftrunar, en önnur 150 voru grafin í Halifax, dreifð á þrjá kirkjugarða.

McGrady, sem kom síðastur til Halifax, var einnig sá síðasti sem var grafinn þar, þann 12. júní, næstum tveimur mánuðum eftir slysið.

Flak Titanic fannst ekki fyrr en árið 1985, og á árunum síðan hefur engin ummerki um mannaleifar fundist á eða nálægt því, líklegast vegna nýtingar náttúrunnar á holdi og beinum.

„Það er ólíklegt að nokkur heill líkami hafi varðveist, sama hversu einangraður og lokaður hluti flaksins er,“ segir höfundurinn Doughty.

„Líklegra er að það séu smáar beinflísar og hár dreift um flaksvæðið, sem eru ekki augljós berum augum eða myndavél kafbátsins.“

Þá er spurningin um hvaða áhrif gríðarlegur vatnsþrýstingur á þessu dýpi hefði á lík sem enn væru í flaki Titanic.

Hestasleði barna Ivan keisara #4#8Hestasleði barna Ivan keisara #4#8

0 Comments

Vagnsleði keisaradómsins!

Elstu og útbreiddustu rússnesku farartækin voru sleðar. Allt fram undir lok 17. aldar var algengt að nota sleða í bæjum jafnvel á sumrin.

Í þá daga töldu Rússar að ferðast á sleða væri viskulegra en á hjólum.

Notkun sleða á sumrin voru forréttindi meðlima royalfjölskyldunnar, æðstu kirkjunnar og aðalsmanna í sínu nánasta fylgdarliði.

Vagnsleði þessarar greinar tilheyrði börnum keisarans Ivan Alexeevich. Keypt af Armory Chamber árið 1834 (?) frá Moscow-vagnageymslunni.

Hesthúsaskjöl Prikaz benda á mikla fjölbreytni sleða af rússneskri og erlendri gerð í Kreml Vagnageymslunni á 16. og 17. öld.

Þar voru sérstakir sleðar til gönguferða, hvíldar, herferða, skemmtana og jarðarfara.

Í formi þeirra minntu sleðar á rússneska miðaldabáta með bogadregnum útlínum að framan og aftan.

Sleðavagninn (skemmtarinn) var notaður á veturna í meiri vegalengdir. Þetta var eins og lítið herbergi með pínulitlum gluggum og frekar breiðum hurðum hlutfallslega.

Frumgerð þess var yfirbyggð farartæki (povozka) snemma á miðöldum.

Keisarinn og fjölskylda hans ferðuðust í „heitum“ povozka1, bólstruðum að innan með sable2.

Fylkingin samanstóð af langri lest. „Kross“ povozka innihélt tákn; „sængurföt“ povozka koffortin með rúmfötum keisarans, og „birgðir“ povozka innihélt föt og nærföt keisarans.

Vetrarskemmtarasleðinn var smíðaður af handverksmönnunum í Kreml-smíðaverkstæðinu í Moskvu á árunum 1689-1692. Það er ekkert annað safn í heiminum með vagna eins og þennan í safni sínu.

Sleðinn var kallaður „skemmtarinn“ vegna þess að hann var notaður í leiki og skemmtanir Ekaterinu, ungrar dóttur keisarans Ivan Alexeyevich, bróður og meðstjórnanda Péturs I.

Lokuð tveggja sæta yfirbygging sleðavagnsins er sett á rauðmálaða sleðameiða.

Yfirbyggingin heldur enn sínu hefðbundna miðaldaformi.

Hann hefur formfasta, nákvæma skuggamynd og ferhyrndar útlínur, en það eru líka barokkeinkenni í innréttingunum.

Þrátt fyrir skemmtilega notkunarmöguleika og smæð vagnsins gefur hann hugmynd um hvernig hátíðarvetrarbúningur 17. aldar leit út.

Hliðar og framhlið á lokaðri yfirbyggingunni eru með gljágluggum með þunnum tin-ræmum, gullhúðuðum koparstjörnum og tvíhöfða erni; áklæðið innan í sleðanum er úr austrænu skarlat taffeta3 frá 17. öld og hliðar yfirbyggingarinnar eru bólstraðar með upphleyptu rauðu leðri með koparnöglum.

Upphleypt lágmyndamynstur er í gluggarúðunum (Gljásteinsskífunum) af laufmyndum, myndum af tignarlegum cerubum4, framandi dýrum og fuglum er góð andstæða rauðum bakgrunni.

Þak vagnsins er klætt svörtu leðri.

Þar til nýlega var talið að leðrið sem notað var á sleðavagninn hefði komið frá Spáni á 17. öld.

Hins vegar sýndu síðari rannsóknir að leðrið í áklæðinu var framleitt af Moskvu Kreml-meisturum.

  1. ,,Povozka” Sennilegasta niðurstaðan: ↩︎
  2. Feldir af þessu dýri.,,Sabe“ ↩︎
  3. ↩︎
  4. Cerub ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – ‘AMUSEMENT’ WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hestvagn Boris Godunov keisara #2Hestvagn Boris Godunov keisara #2

0 Comments

Kolymaga eða stór vagn!

Portrett af Boris Godunov keisara. Listamaðurinn óþekktur, á 18. öld. Olía á striga.

Keypt af Armory árið 1840 frá Imperial Arras. Það er hálfportrett af keisaranum Boris Godunov sett í sporöskjulaga umgjörð.

Keisarinn er sýndur í kórónu og bleikum möttli og fylltum marðarfeldi. Undir myndinni er áletrun í rókkókkóstíl: „Boris Godunov“, með titli hans og lýsingu á morði Tsarevich Dimitry.


Opinn langferðavagn af enskum uppruna seint á 16. öld er elsti útbúnaður Armory Chamber og sá eini af slíkri gerð sem lifði af í heiminum.

Vísindamennirnir eru sammála um að þessi forni vagn með búnaði sé eitt af meistaraverkum menningarheimsins.

Stór, næstum ferhyrnd yfirbygging hans er hengd upp á leðurbelti og lokaður með gluggatjöldum.

Hann er samt ekki með beygjusnúningi, kranaháls, fjöðrum, sæti fyrir kúskinn og fótabretti.

Vagninn er skreyttur með útskurði og málun, sum smáatriði eru gerð sem útskorinn skúlptúr.

Listrænt tilheyrir hann seinni endurreisnartímanum.

Máluð í rauðgrænu litasviði sýna fjölmynda listaverkin með háum lágmyndum veiðimyndir og bardaga milli kristinna og múslíma.

Þeir ná yfir neðri hluta vagnsins: hlið hans, bakhlið og framhlið. Útskornu sögurnar endurspegla flókin samskipti Evrópulanda og Tyrklands.

Fyrsta röð yfirbyggingarinnar er skreytt með máluðu landslagi af görðum og byggingum, önnur röð – með veiðisenum.

Hæfileiki meistarans kemur fram í vali á fíngerðu litasviði sem byggir á blöndu af blíðum fölbláum, bleikum og þéttum grænum blómum.

Málverkið er líklega gert af óþekktum ítölskum listamanni seint á 16. öld.

Að innan er keisaravagninn klædd rauðu og gulu, ítölsku mynstruðu flaueli frá seinni hluta 17. aldar. Djúpur, mjúkur hægindastóll á afturhlið yfirbyggingarinnar og breiður bekkur eru bólstraðir með ítölsku flaueli frá 17. öld með ríkjandi ljósbláum tón í skraut.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er skreyttur með gylltum lágmyndum og skúlptúrum í formi allegórískra fígúra sem eru áberandi fyrir eligant verk og glæsilegt mynstur blómaskrautsins.

Báðir hlutar undirvagnsins eru með gylltum járnskreytingum. Hjólabúnaðurinn er þakinn með gylltum útskurði sem er frábrugðið öðrum skrauthlutum.

Þetta má skýra með yngri dagsetningu þeirrar smíða – seinni hluta 17. aldar.

Það eru skiptar skoðanir um uppruna langferðavagnsins.

Enskur uppruni þess er án efa staðfestur af fjölmörgum skjölum úr skjalasafni Armory Chamber.

Það er flóknara að skilgreina smíðatímann. Sumir vísindamenn rekja smíðatímann til seint á 16. öld (A.F. Weltman, A.F. Malinovsky, P.I. Savvaitov), aðrir rekja smíðatímann aftur til 1620 (G. Kraisel). Það er líka útgáfa af því að vagninn hafi verið fluttur til Rússlands meðal diplómatískra gjafa aðeins eftir að vinsamlegri samskipti við England höfðu verið tekin upp aftur ekki fyrr en seint á fyrsta fjórðungi 17. aldar.

Smíðatæknileg og listræn fótspor útbúnaðarins tala vel fyrir 16. öldina. Að auki voru samskipti Englands og Rússlands vinsamlegri undir stjórn Boris Godunov frekar en Mikhail Romanov. Tvær gylltar lágmyndir með rússneska skjaldarmerkinu á tímum Godunovs á grind undirvagnsins sanna fyrri uppruna útbúnaðarins.

Tölur á skjaldarmerkinu eru gerðar samkvæmt vestur-evrópskri hefð sem gefur til kynna að vagninn hafi verið ætlaður til útflutnings. Sennilega var það gert sérstaklega sem gjöf fyrir Rússland, mikilvægan viðskiptafélaga. Meðal gjafa sem Sir Thomas Smith kom með árið 1604, frá James I. konungi og Anne Englandsdrottningu, var útbúnaður klæddur flaueli. Það má auðkenna sem vagn frá Armory Chamber. Sterk áberandi táknræn einkenni gjafarinnar sannar að henni var ætlað að vera diplómatísk gjöf.

Í 17. aldar úttekt frá Stables Treasury segir að vagninn hafi verið endursmíðaður í Moskvu til að taka á móti pólsku sendiráðsfólki 1678.

Samkvæmt skjalasafninu hafði vagninn verið notaður til loka 17. aldar af keisarunum Mikhail Fyodorovich og Alexey Mikhailovich.

„Kolymaga“ er orð af tyrkneskum uppruna, sem þýðir „stór vagn“.

Til að keyra þennan búnað þarf kúskurinn að hafa gengið fram hjá honum eða riðið bestu hestunum. Mikið pláss þurfti til að snúa kolymaga við og lyfta átti afturhjólunum með handafli.

Af þessum ástæðum tók ferðin of langan tíma.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – TWO-SEATER COACH (*KOLYMAGA)

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 20,000 lb avoirdupois eða 9,071,85 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „Back Action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is