Tag: lítill

Coupé Berlin 1740 #3Coupé Berlin 1740 #3

0 Comments

Elísabet Petrovna keisaraynja hafði vagninn til afnota

Vagninn er tveggja sæta. Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar er sveigður. Fimm gluggarammar og efri helmingur hurðanna með myndskreytingu og plötugleri. Hurðarþröskuldurinn er lágur og auðvelt að stíga upp í vagninn.

Listræn meðhöndlun vagnsins endurspeglar greinilega smekk fyrir fágun og léttleika sem einkennir rókókóstílinn.

Þetta er sérstaklega áberandi í hinum ríkulegu og fjölbreyttu skrauttréútskurði. Gylltur skurður, gerður bæði í háum og lágum upphleypingum, er ríkulegur á kransalistanum, veggjasamskeytum, gluggaumgjörðum og dyrakörmum.

Skreytingin samanstendur af kerabum1, fuglum, skjaldarmerkjum, skrautrenningum og laufmynstrum sem mynda fínleg og glæsileg mynstur, auk vinsælasta skrautmótífs rókókóstílsins, nánar tiltekið stíliseraðu skeljarinnar eða „rocaille“ sem gaf stílnum nafn sitt.

Útskornu skrautverkin eru nokkuð yfirlestuð og meðferð skrautmyndanna örlítið dönnuð.

Samsetningin inniheldur höggmyndamótív sem virðast vaxa út úr skringilega samfléttuðu grasi eða breytast í akanthuslauf2 og sniglana efst á súlum (volutes)3.

Fágun vagnsins er undirstrikuð með málningu í pastelljósum bláum og bleikum tónum sem einkenna rókókóstílinn.

Hver spjaldhluti minnir á mikið skreytta fulningasamstæðu (dessus-de-porte)4, í útskornum römmum. Þeir sýna goðsögulegar senur, flestar tengdar Apolló.

Listræn meðhöndlun vagnsins felur í sér bronsskraut sem er unnið af mikilli nákvæmni.

Bronsplöturnar sem hylja fjaðrirnar eru svo listilega útskornar að sjá má fínt samspil ljóss og skugga á upphleyptu yfirborðinu.

Skrautið úr stórum og litlum nöglum á þakinu fellur vel að heildarútlitinu.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er þétt þakinn gylltum tréskurði í formi handritauppvafninga (scrolls) og rókókóstíls í smágerðu mynstri.

Undir kúsksætinu á vagngrindinni (rocker) er áhrifarík kringlótt höggmynd í formi vandlega mótaðra táknrænna karlkyns fígúra.

Hjólin eru máluð bleik og að hluta til þakin útskornum gyllingunum í lágmynd. Innri bólstrunin og skjaldarmerkið á kúsksætinu eru úr aðlaðandi appelsínugulu flaueli með upphleyptu mynstri.

Litur þess fellur vel að heildarútliti vagnins.

Vængirnir á skjaldarmerkinu eru listilega útsaumaðir með gullþræði og skreyttir blómum, skeljaformum og frjálslega bugðóttum stofni í miðjunni.

Vagninn er búinn endurbættu beygjukerfi og fjöðrun, og eðli skreytinganna bendir til þess að hann sé upprunninn í Berlín.

Í 18. aldar færslubók frá skrifstofu hirðar hesthúsanna eru upplýsingar um að vagninn hafi verið smíðaður í Berlín árið 1740 fyrir Elísabetu Petrovna keisaraynju og fluttur til Rússlands í gegnum verslunarumboðsmann.

Vagninn var einnig notaður eftir 1740 í fjölmargar ferðir Elísabetar keisaraynju á valdatíma hennar, eins og sjá má á koparstungum frá þeim tíma.

  1. ↩︎
  2. ↩︎
  3. ↩︎
  4. ↩︎

Heimild: /www.kreml.ru/en

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hestasleði barna Ivan keisara #4#8Hestasleði barna Ivan keisara #4#8

0 Comments

Vagnsleði keisaradómsins!

Elstu og útbreiddustu rússnesku farartækin voru sleðar. Allt fram undir lok 17. aldar var algengt að nota sleða í bæjum jafnvel á sumrin.

Í þá daga töldu Rússar að ferðast á sleða væri viskulegra en á hjólum.

Notkun sleða á sumrin voru forréttindi meðlima royalfjölskyldunnar, æðstu kirkjunnar og aðalsmanna í sínu nánasta fylgdarliði.

Vagnsleði þessarar greinar tilheyrði börnum keisarans Ivan Alexeevich. Keypt af Armory Chamber árið 1834 (?) frá Moscow-vagnageymslunni.

Hesthúsaskjöl Prikaz benda á mikla fjölbreytni sleða af rússneskri og erlendri gerð í Kreml Vagnageymslunni á 16. og 17. öld.

Þar voru sérstakir sleðar til gönguferða, hvíldar, herferða, skemmtana og jarðarfara.

Í formi þeirra minntu sleðar á rússneska miðaldabáta með bogadregnum útlínum að framan og aftan.

Sleðavagninn (skemmtarinn) var notaður á veturna í meiri vegalengdir. Þetta var eins og lítið herbergi með pínulitlum gluggum og frekar breiðum hurðum hlutfallslega.

Frumgerð þess var yfirbyggð farartæki (povozka) snemma á miðöldum.

Keisarinn og fjölskylda hans ferðuðust í „heitum“ povozka1, bólstruðum að innan með sable2.

Fylkingin samanstóð af langri lest. „Kross“ povozka innihélt tákn; „sængurföt“ povozka koffortin með rúmfötum keisarans, og „birgðir“ povozka innihélt föt og nærföt keisarans.

Vetrarskemmtarasleðinn var smíðaður af handverksmönnunum í Kreml-smíðaverkstæðinu í Moskvu á árunum 1689-1692. Það er ekkert annað safn í heiminum með vagna eins og þennan í safni sínu.

Sleðinn var kallaður „skemmtarinn“ vegna þess að hann var notaður í leiki og skemmtanir Ekaterinu, ungrar dóttur keisarans Ivan Alexeyevich, bróður og meðstjórnanda Péturs I.

Lokuð tveggja sæta yfirbygging sleðavagnsins er sett á rauðmálaða sleðameiða.

Yfirbyggingin heldur enn sínu hefðbundna miðaldaformi.

Hann hefur formfasta, nákvæma skuggamynd og ferhyrndar útlínur, en það eru líka barokkeinkenni í innréttingunum.

Þrátt fyrir skemmtilega notkunarmöguleika og smæð vagnsins gefur hann hugmynd um hvernig hátíðarvetrarbúningur 17. aldar leit út.

Hliðar og framhlið á lokaðri yfirbyggingunni eru með gljágluggum með þunnum tin-ræmum, gullhúðuðum koparstjörnum og tvíhöfða erni; áklæðið innan í sleðanum er úr austrænu skarlat taffeta3 frá 17. öld og hliðar yfirbyggingarinnar eru bólstraðar með upphleyptu rauðu leðri með koparnöglum.

Upphleypt lágmyndamynstur er í gluggarúðunum (Gljásteinsskífunum) af laufmyndum, myndum af tignarlegum cerubum4, framandi dýrum og fuglum er góð andstæða rauðum bakgrunni.

Þak vagnsins er klætt svörtu leðri.

Þar til nýlega var talið að leðrið sem notað var á sleðavagninn hefði komið frá Spáni á 17. öld.

Hins vegar sýndu síðari rannsóknir að leðrið í áklæðinu var framleitt af Moskvu Kreml-meisturum.

  1. ,,Povozka” Sennilegasta niðurstaðan: ↩︎
  2. Feldir af þessu dýri.,,Sabe“ ↩︎
  3. ↩︎
  4. Cerub ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – ‘AMUSEMENT’ WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is