Tag: leyfi

5150 ára gamalt hjól finnst!5150 ára gamalt hjól finnst!

0 Comments

Ofarlega á lista heimsminjaskár!

2002 afhjúpuðu fornleifafræðingar elsta þekkta tréhjól í heimi í mýrlendi nálægt Ljubljana í Slóveníu, sem nær yfir 5.150 ár aftur í tímann.

Þetta forna hjól varðveittist í blautri jörðu, ekki endilega á mannvænasta staðnum í dag, Ljubljana-mýrarnar voru í raun nokkuð lífvænlegar fyrir fimm þúsund árum.

Upprunalega var hjólið og eikaröxullinn hluti af uxakerru smíðuð úr aski og eik og snérist öxullinn. Samsetningin var svo endingargóð að hún var staðall fyrir evrópska hjólasmiði fram í byrjun 20. aldar. Ummál hjólsins er 72 sentimetrar1.

Spurningunni um hver fann upp hjólið er enn ósvarað, með vísbendingum sem benda til þess að það hafi komið fram sjálfstætt á mörgum svæðum. Þó að sérstakir uppfinningamenn/maður séu ekki þekktir virðist þróun hjólsins ekki vera ein bylting heldur smám saman uppsöfnun þekkingar, færni og aðlögunar með tímanum. Í mýrunum bjó nýaldarfólk sem var mjög hæft í að byggja hús á trésúlum í blautri jörðinni.

Fyrir 6000 árum þykir sannað að fólk hafi búið þar og kannski notaði það litla handvagna til að flytja uppskeruna milli staða ásamt því að koma upp verslunarleiðum.

Mismunandi menningarheimar mótuðu hjólið til að mæta einstökum þörfum þeirra, skapa sérstaka hönnun og notkun sem þróaðist hvor í sínu lagi, hver nýsköpun út af fyrir sig.

Næsta stóra nýjungin sem leit dagsins ljós var þegar Egyptar tóku heiðurinn og þróuðu pílárahjól fyrir um 4 þúsund árum. Fyrsta bandaríska einkaleyfið á hjólinu kom árið 1791, fljótlega eftir að einkaleyfislögin voru samþykkt í Bandaríkjunum. Hjólið og öxulinn er hægt er að upplifa í Borgarsafni Ljubljana ókeypis.



Heimild: History’s Mysteries á Facebook og https://3seaseurope.com/oldest-ljubljana-marshes-wheel-slovenia/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Myndbandið segir 72 sentimetrar en 3seaseurope.com segir 70 sentimetra! ↩︎

Charles GoodyearCharles Goodyear

0 Comments

Uppfinningamaðurinn sem breytti heiminum en dó snauður og veikur!


„Ekki fer saman gæfa og gjörvileiki.“


Charles Goodyear hætti í skóla 12 ára gamall og hóf störf í vélbúnaðarverslun föður síns í Connecticut.

Hann giftist Ella Clarisse Beecher 23 ára gamall og fljótlega eftir það fluttu þau hjónin til Fíladelfíu þar sem Goodyear opnaði eigin vélbúnaðarverslun.


Goodyear var hæfur kaupmaður en ástríður hans voru efnafræði, efnisfræði og uppfinningar. Seint á tíunda áratugnum varð hann sérstaklega heillaður af því að finna og bæta hagnýta notkun á náttúrulegu gúmmíi (kallað Indlandsgúmmí).

Tilraunir hans myndu breyta heiminum en leið Goodyears til árangurs yrði krefjandi.

Árið 1830, 29 ára gamall, var Goodyear haldinn heilsubresti og gúmmítilraunir hans (sem hann hafði fjármagnað með lántöku) höfðu ekki borið árangur.

Í lok ársins var fyrirtæki hans orðið gjaldþrota og hann var settur í skuldafangelsi. Þetta var grunsamleg byrjun á ferli hans sem vísindamanns og uppfinningamanns.


Helstu vandkvæðin við að finna notkunarmöguleika fyrir náttúrulegt gúmmí voru þau að efnið var óteygjanlegt og ekki endingargott, brotnaði niður og límdist við hitastig.

Goodyear var staðráðinn í að finna efnafræðilega lausn á þessum vandamálum og hóf tilraunir sínar í fangelsinu.

Eftir fjölda mistaka urðu tímamót þegar hann reyndi að hita gúmmíið með brennisteini og öðrum íblöndunarefnum.

Árið 1843 skrifaði hann vini sínum: „Ég hef fundið upp nýja aðferð til að herða gúmmí með brennisteini og hún er jafn betri en gamla aðferðin og malarjárnið er betra en steypujárnið. Ég hef kallað það Vulkansuðu“.


Goodyear sótti um einkaleyfi fyrir gúmmíi með Vulkansuðu 24. febrúar 1844 (sama aðferð er notuð í dag og fyrir 181 ári þegar þetta er uppfært mars 2025).

Einkaleyfið var gefið út fjórum mánuðum síðar. Það er vulkansuðu að þakka að gúmmí er hægt að nota í dekk, skósóla, slöngur og ótalmargt annað. Þetta var eitt mikilvægasta tækniafrek 19. aldar.

Útskýring: ,,Vulcanization“ er ferli þar sem gúmmísameindir eru efnafræðilega tengdar saman með hita og þrýstingi við lífræn/ólífræn efni. Gúmmíið sem er efnafræðilega tengt saman kallast vulkansuða.


Tæpum 40 árum síðar var hjólbarða- og gúmmífyrirtækið Goodyear, sem Frank Seiberling stofnaði í Akron í Ohio, nefnt til heiðurs Charles Goodyear. Hvorki Charles Goodyear né nokkur í fjölskyldu hans tengdust fyrirtækinu.


Sagnfræðingurinn Samuel Eliot Morrison velti fyrir sér afrekum Goodyears og sagði: „Sagan um Goodyear og uppgötvun hans á efnasuðunni er ein sú áhugaverðasta og lærdómsríkasta í sögu vísinda og iðnaðar.“

En eins og hann bætti við: „Þetta er líka epísk saga um þjáningar og sigur mannsins, því líf Goodyears var nánast samfelld barátta gegn fátækt og heilsuleysi.“

Goodyear var sjálfur heimspekingur um að hann hefði ekki náð fjárhagslegum árangri og skrifaði að hann væri ekki tilbúinn að kvarta yfir því að hann hefði plantað og aðrir hefðu safnað ávöxtunum.

Ekki ætti að meta kosti starfsframa í lífinu eingöngu út frá stöðluðum dollurum og krónum, eins og of oft er gert. Maðurinn hefur bara ástæðu til að sjá eftir því þegar hann sáir og enginn uppsker.“


Heimild: A Daly Dose Of History á Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxlablogg!Öxlablogg!

0 Comments

Í árdaga hestdreginna vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið, helst eik. Endi öxulsins, eða nafið, var svipað og stálöxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda nafsins.

Hvað er „diskun“?

Myndin sýnir „diskun“ á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan nafið, en fyrir ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.


Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hituð og snöggkældur utan um það. Þá veldur úrtaka í holunum fyrir pílárunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessar gráður eins og diskur; vegna þess að „veggir“ holunnar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir.

Á myndunum hér má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. Á ensku kallast það ,,Disch the wheel”.

Ég leyfði mér að færa það yfir á íslensku og kalla þetta „diska“ hjólið. Ég veit að þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

„Diskun“ var umdeild lengi og nýungar eins og „Patent“ komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á pílárana svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að „diska“ hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20. öldinni. Smurt er með dýrafitu.


Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is