Tag: keisari

Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2Coupé í Sankti Pétursborg 1739 #2

0 Comments

Anna keisaraynja notaði vagninn við hátíðlegar skrúðgöngur!

Vagninn er tveggja sæta.

Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðar er sveigður. Gluggarnir og efri hluti hurðanna með myndskreyttu efri hlutinn er með rúðugler.

Hurðirnar eru nálægt jörðu og fótstigið er inni í vagninum. Vagninn endurspeglar fagurfræðilegan smekk síns tíma – hann er byggður í hefðum vestur-evrópskrar barokkhefðar.

Athyglin beinist að hinu afar ríkulega og lifandi skrauti.

Gylltur útskurður þekur alveg hina lítillega bognu kverklista, veggsamskeyti, gluggaumgjörð, dyrakarma og fram- og bakhlið undirvagnsins.

Barokkskrúðskraut og skeljar blandast vel við höggmyndina, smáatriði í formi grímna og tveggja hausa arna með afar fíngerðum laufskurði sem minnir á útskornu mynstrin á mörgum rússneskum myndaarfleifðum frá 17. öld.

Þjóðleg einkenni birtast í óvenjulegri túlkun á sumum skrauthlutum barokksins.

Þrátt fyrir ákveðinn aga er útsurðurinn og skrautið létt og glæsilegt.

Hér sameinast lifandi ímyndunarafl listamannsins sem hannaði skreytingarnar og færni handverksmanna sem skáru þær út með næmu innsæi fyrir mótunarmöguleikum.

Skrautmynduðu rammarnir á bolnum innihalda spjöld skreytt með málverkum af leikandi kerúbum, hafmeyjum, grímum, skjaldarmerkjum og blómaskreytingum.

Skreytingarnar eru útfærðar í gulleitum og grænum litbrigðum og gegna mikilvægu hlutverki í heildarskreytingu vagnsins ásamt bronsmunstrunum.

Vagnasmiðirnir nýttu sér nokkur ný einkenni, þannig er efri hluti afturhliðarinnar, sem er bólstruð með terrakotta-lituðu flaueli, þakinn glæsilegum upphleyptum bronsmedalíum í formi skelja og skrúðblaða.

Plöturnar í fjöðrunum, handföngin og sylgjurnar eru einnig úr bronsi, sem og skrautmunir á þakinu, sem er skreytt með vösum og litlum nöglum með upphleyptum myndskreyttum höfðum.

Val á terrakottaflaueli fyrir innri bólstrun vagnsins og toppurinn sýnir mikla listræna smekkvísi.

Vagninn er búinn helstu tæknilegum eiginleikum þess tíma.

Hann er með fjöðrum og öxulás.

Sú viðtekna skoðun að vagn þessi sé verk Okhta-meistara1 í þjónustu flotamálastofnunarinnar er ekki staðfest í skjalasöfnum.

Í 18. aldar skrá hirðhesthúsakansellísins er að finna upplýsingar um að þetta ökutæki hafi verið smíðað í hesthúsagarði Sankti Pétursborgar árið 1739.

Það var notað við hátíðlegar skrúðgöngur Önnu keisaraynju.


  1. Akademiskar gráður í Russlandi:
    Bakkalársgráða
    Meistaragráða
    Diplómagráða (sérfræðingsgráða)
    Doktorsgráða
    Ný doktorsgráða ↩︎

Heimild: https://www.kreml.ru/

Þýðendur: Friðrik Kjartansso og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!

0 Comments

Sannarlega tilkomumikil og einstök fornleifauppgötvun í Austur-Króatíu.

Þýðing úr https://www.total-croatia-news.com/ sem er Króatískt fréttamiðill

Eins og Goran Rihelj/hr. Turizam skrifaði þann 16. október 2019. Kynntu fornleifafræðingar frá Vincovci-borgarsafninu og fornleifafræðistofnun Zagreb, niðurstöður rannsókna sem þeir hafa stundað á fundarstaðnum í Stari Jankovci (Vukovar-Srijem) í gær Í Tumulus 1 er fjörutíu metrar í þvermál og um fjörutíu metra hátt grafhýsi, stórt. Þar hafði verið grafinn tveggja hjóla rómverskur vagn ásamt hestum. Rannsóknir á þessu hófust upphaflega 2017 og er þetta fyrsti meiri háttar fundurinn að því marki að við höfum aldrei fundið neitt sambærilegt í Króatíu hingað til. Sá siður að grafa undir moldarhaugum eða hrúgum var einstök leið í graftrarsiðum og tengdist aðeins ríkum fjölskyldum sem gegndu áberandi hlutverki í stjórnsýslu, félagsmálum og efnahagslífi Pannóníuhéraðs.


Með því að staðsetja jarðhaug meðfram mikilvægustu umferðargötu Rómaveldis, vildi aðalsfjölskyldan sýna fram á stöðu sína auðæfi sín þar sem ferðamannaleiðir tengdust Apennaskaga við Pannóní og Balkanskaga ásamt litlu Asíu. Mikilvægust er uppgötvun rómverska vagnsins með beinagrindur dráttarhestanna spenntar fyrir vagninn. Það er fyrsti fornleifauppgröftur í fornum grafreit með slíkum vögnum í Króatíu. Segir safnvörður Boris Kratofil-safnsins í Vinkovci.

Gröfin hefur verið rannsökuð, segir Kratofil. Hún er talin vera frá 3. öld eftir Krist. Yngsta dæmið um þessa gerð útfaravenjur. Flókið ferli hefur verið við skjalfestingu niðurstaðnanna, sem mun að lokum skila sér í enduruppstillingu á fastri sýningu Borgarsafnsins í Vinkovici. Fundarstaðurinn hefur kveikt áhuga fagstétta um alla Króatíu og margir fornleifafræðingar alls staðar af landinu hafa komið til að sjá fornleifarnar í Stari Jankovci með eigin augum. Tilkomumikill og einstakur fundur í Króatíu, þar sem í fyrsta sinn í okkar landi er þessi flókni útfararsiður frá tímum fornaldar rannsakaður og skjalfestur fornfræðilega.

Núna tekur við langur ferill uppsetningar og varðveislu sem gerir heildargreininguna á því sem fundist hefur. Vonandi vitum við meira um fjölskylduna og meðlimi hennar sem voru grafnir á þessu svæði frá því fyrir 18.000 árum. Við höfum líka áhuga á hestunum, það er að segja hvort ræktun þeirra fór fram á þessu svæði eða öðrum svæðum heimsveldisins. Svo vantar fleiri svör um mikilvægi þessarar fjölskyldu. Við munum klára þetta í samvinnu við innlendar og fjölmargar evrópskar stofnanir.“ Sagði Marko Dizdar forstjóri fornleifarannsókna stofnunarinnar.

Vinkovci er elsta borg Evrópu þar sem yfirráðasvæði hennar hefur verið stöðugt í rúm 8.300 ár. Vinkovci hefur haldið mörgum leyndarmálum sínum neðanjarðar og síðan 1982 hefur allt svæðið sem tilheyrir Vinkovci verið lýst verndað fornleifasvæði. Minna er vitað um tvo rómverska keisara, Valens

og Valentinian sem fæddust í Vinkovci.

Heimildir: Sjá efst í greininni.

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/Próförk: malfridur.is