Tag: ítalía

Saga listar í vagnasmíði 2 kafli bls. 3Saga listar í vagnasmíði 2 kafli bls. 3

0 Comments

Næsta skref, hins vegar, í framförum langferðavagnasmíði væri að nota betri yfirbyggingu en aðeins vagn. Þannig var það með hestaburðarrúm.

Mynd 9. Burðarrúm fyrir hesta.

Þau voru löng og mjó — nógu löng til að maður gæti hallað sér í þeim — og ekki breiðari en breidd hestanna milli stanganna sem voru settar hver sínu megin við hestana. Stangirnar voru um 1.21,92 til 1.52,4 metra langar og tveggja til 0,76,2 metrar að ystu breidd, með lágum hliðum og hærri endum. Inngangurinn var í miðjunni, beggja enda, hurðirnar mynduðust stundum með rennispjaldi og stundum einfaldlega með þverslá. Uppstingin voru úr leðri eða járnlykkjum, þær síðarnefndu voru á hjörum til að snúa upp þegar burðarrúmið var sett á jörðina.

Efri hlutinn var myndaður með nokkrum breiðum trébogum, sem voru sameinaðir að ofan í fjórum eða fimm rimlum, og yfir allt var settur tjaldhiminn sem opnaðist í miðjunni, á hliðum og endum, fyrir loft og ljós. Fyrstu skemmtivagnayfirbyggingarnar voru gerðar á svipaðan hátt og burðarrúmin, en frekar lengri og breiðari, með svipuðum hurðum og/eða útgöngum. Þessar yfirbyggingar þróuðust smám saman meira skreyttar með útskurði og trébogarnir skiptust út fyrir stólpa eða lóðréttar stangir, en endar þeirra voru skreyttir málmrósettum eða útskornum dýrahausum og gyllingum. Ég hef ekki fundið neina ákveðna dagsetningu þegar þessar yfirbyggingar voru fyrst hengdar upp á spelkur eða leðurbönd/ólar.

Upphenging hengirúms við burðarstólpa vagns og burðarrúms úr aktygjum hestanna myndi hins vegar benda til þess að þessar endurbættu yfirbyggingar séu hengdar út frá svipuðum burðarstólpum. Ég hef séð á mjög fornu olíumálverki, í Nürnberg, tvo vagna eins og ég hef lýst, með útskornum og gylltum lóðréttum burðarpóstum bæði fyrir framan og aftan yfirbygginguna; efri hluti yfirbygginganna er með útskornum ferningum á miðjum hliðum sem eru gerðir fyrir tilfærslu yfir toppinn, og ökumaðurinn situr fyrir utan vagninn á milli burðarpóstanna/súlanna.

Mynd 10. Giftingarvagn hertogans af Saxony.

Við höfum hins vegar í Coburg, höfuðborg Saxe-Coburg (seinna Edinburgh, Englandi), varðveitt nokkur forn farartæki, sem eru með þeim elstu í Evrópu. Eitt þeirra var smíðað í tilefni brúðkaups kjörforsetans af Saxlandi, John Cassimír hertoga, árið 1584, og Önnu af Saxlandi. Hann er með leðurböndum/borðum/breltum og háum hjólum, sem mæla 1.42,44 metra og afturhjólin 1.52,04 metrar á hæð; fjarlægðin frá miðju til miðju öxlanna er 3,19,32 metrar. Útskornu burðarpóstar/súlur, sem yfirbyggingin hangir í af leðurólunum/beltunum/borðunum, eru greinilega þróaðir út frá almennum stöðlum vagna. Yfirbyggingin er 1,93,04 metra löng, en aðeins 0,91,44 metrar á breidd. Uppstigin eru nú horfin. Hjólin eru með viði en yfir samskeyti hjólbarðans/félaganna eru litlar járnplötur um 25,4 sentimetra langar.

Teikning sögð af Walter Rippon vagni Maríu 1555

Þessi langferðavagn er ekki sá eini. Það er annar, aðeins lengri og stærri, smíðaður fyrir annað hjónaband hertogans, árið 1599, með frú Margaret. Það er líka minni vagn smíðaður fyrir hertogann John Frederick, strax árið 1527, fyrir hjónaband hans og Sybilla frá Cleves. Þessi litli langferðavagn var sýndur í ár (1876) á listasýningunni í München; upprunalegu járnuppstygin eru enn á vagninum.

Það eru líka tvær litlar langferðavagnayfirbyggingar, sem hægt er að sjá í Verona (1877) og eru sýndar í Palace Sarego Allighieri, með frásögn um að þau hafi verið notuð af skáldinu Dante. segir sagan.

Mynd 11. Vagn Dante. Segir sagan.

Gozzadini greifi skrifar um forna vagna og vegna skjaldarmerkjaskjaldar sem enn er á einum vagninum hafi hann fundið út að smíða árið 1549, fyrir hjónaband Ginevra, síðasta af kynþætti Dante Allighieri, við greifann Marc Antonio frá Sarego. Þessi langferðavagn, eins og sést á mynd 11, er fallega lagaður og skreyttur. Báðir eru aðeins beinagrindaryfirbyggingar og þurfti að hylja til að forðast sól eða rigningu, með leðri, klút og silkigardínum. Það eru forvitnileg lög sem Gozzadini greifi vitnar í, sem sett voru á sextándu öld í ýmsum borgum á Ítalíu, gegn óhóflegri notkun silkis, flauels, útsaums og gyllinga í yfirklæði vagna og aukahluti hesta. Árið 1564 hvatti Píus IV. kardínála og biskupa til að nota ekki vagna, eftir tísku hvers tíma, heldur láta konur slíkt eftir og nota sjálfar á hesta. Júlíus hertogi af Brúnsvík gaf út tilskipun árið 1588 um að þegnar hans ættu að hætta að reiða sig á vagna og snúa aftur til hins gagnlega aga að fara um á hestum.

Notkun vagna í Þýskalandi á sextándu öld var ekki minni en á Ítalíu; verslunarstraumurinn, einkum frá austri, hafði lengi streymt inn í þessi tvö lönd í átt til Hollands og auðgað allar borgir í framgangi þess, og hinir ríku kaupmenn byggðu fín hús og kirkjur og ráðhús og myndu fá sitt. Vagnar voru myndarlega skreyttir sem og húsin þeirra. Macpherson segir í verslunarsögu sinni að Antwerpen hafi átt fimm hundruð vagna árið 1560, á tímum Elísabetar drottningar. Frakkland og England virðast hafa verið á eftir öðrum Evrópu á þessu tímabili.

Skemmtilegt Podcast um ferðalög á Englandi og Evrópu fimmtándu og sextándu aldar

This image has an empty alt attribute; its file name is Vagn-Elisabetar-Englandsdrottningar.jpg
Mynd 12. Smíðaður 1549. Elísabet drottning fékk hann 1560.

Fyrsti langferðavagninn var smíðaður á Englandi 1555 fyrir jarl af Rutland, af Walter Rippon, sem einnig gerði langferðavagn 1556 fyrir Maríu drottningu, og 1564, langferðavagn fyrir ríki Elísabetar drottningar; árið 1580 færði jarl af Arundel langferðavagn frá Þýskalandi. Elísabet drottning vildi hins vegar frekar nota vagn mynd 12 sem William Boonen færði henni frá Hollandi árið 1560 og gerði hann að vagnstjóra sínum.

Vagnasafn Elísabetar 1

PDF skjal

Eiginkona þessa, William Boonen, flutti frá Hollandi listina að stauja föt og var skipuð til að útbúa hina frægu hálskraga drottningar, sem á myndum af henni príða háls hennar. Taylor, sem var kallaður vatnskáldið, segir að Parr gamli hafi gefið honum þessar upplýsingar árið 1605 og bætir við að síðan hafi „langferðavögnum fjölgað með þeirri ógæfu að þurrka út iðn vatnamanna vegna þess að Hackney-vögnum hefur fjölgað meira en nokkru sinni fyrr.” Annar rithöfundur kvartar yfir því að „nú er tekin upp notkun þessara vagna sem fluttir eru frá Þýskalandi, sem hástéttardömur hafi látið smíða fyrir sig til að rúnta um sýslurnar upp og niður við mikla aðdáun allra áhorfenda, og smátt og smátt óx notkun meðal aðalsmanna ásamt öðrum gæðum, svo innan tuttugu ára óx mikil iðn vagnasmíði í Englandi. Birtist í forvitnilegu smáriti eða bæklingi.



Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Monteleone vagninn 530 fyrir KristMonteleone vagninn 530 fyrir Krist

0 Comments

Einn af heimsins stærstu fornleifa fundum!


Vagninn var fyrir slysni afhjúpaður í grafhýsi í Monteleone di Spoleto, nálægt Umbria héraði af fjárhirði að nafni Isidoro Vannozzi. Verið var að byggja landbúnaðarhús af einhverju tagi er þetta gerðist 1902. Vannozzi fann líka brons, keramik og járn í sömu gröf/grafhýsi. Vagninn mælist 131 cm á hæð, hannaður til dráttar af tveimur hestum. Fjárhirðirinn seldi svo vagninn til Benedetto Petrangeli skransala á svæðinu svo hann ætti peninga fyrir þakflísum á húsið sitt. Aðrar heimildir segja að Vannozzi hafi verið frá af áhyggjum um að yfirvöldin mundu gera vagninn upptækan svo hann geymdi vagninn í hlöðunni. Seinna var vagninn seldur tveimur frökkum í skiptum fyrir tvær kýr. Eftir að hafa gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum keypti J.P. Morgan bankamaður frá USA vagninn sem sendi hann Metropolitan safninu 1903 þar sem vagninn var gerður upp.

Monteleone vagninn er heillegasti og þróaðasti af fornum Etruscan héraði á Ítalíu vögnum sem eftir eru. Dagsettur aftur til 530 f.Kr., það var upphaflega afhjúpaður í Monteleone di Spoleto og er um þessar mundir hluti af safni Metropolitan Museum of Art í New York borg. Monteleone vagninn var tveggja hjóla ökutæki með yfirbyggingu úr viði í laginu eins og skeifa. Þakinn bronsi, sem ökumaðurinn var staðsettur.

Þrjú bronsþil er elsta listræna afrekið, eru skreytt með Hómerískri táknmynd sem sýnir atriði úr lífi Akkillesar, grísku hetju Trójustríðsins. Myndlist móður Achillesar Thetis, kynnir sonur hennar með hjálm og skjöld gerður frá guðunum. Vinstri hlið sýnir bardaga tveggja stríðsmanna gríska Akkilles og Trója Memnon. Hægri hlið sýnir apóteosan af Akkilles hann stíga upp í vagni teiknuðum af vængjuðum hestum. Etruscanar notuðu þennan vagn sem skrúðgönguvagn, oft við trúarlegt eða fagnaðar tilefni. Lærið hvernig þessi vagn var óvart afhjúpaður með því að smella hér

Heimildir: https://www.thevintagenews.com/ og Facebook. Yfirlestur: Yfirlestur.is Friðrik Kjartansson þýddi og skrásetti.

Eldvagninn frá PompeiiEldvagninn frá Pompeii

0 Comments

Fornleifafundur sem á sér engan líka á Ítalíu þó víðar væri leitað!

https://hestvagnasetrid.org/eldvagninn-fra-pompei/eldvagninn-11/Fornleifafræðingar fundu Rómverskan vagn grafinn í ösku og ryki Pompei hörmunganna frá 79 fyrir Kristsburð. Vagninn mun hafa verið viðhafnarvagn notaður á bæjarhátíðum og tillidögum en hann var grafinn upp úr öskunni í einbýlishúsi (villu Civita Giuliana) 700 metrum norður af veggjum Pompei og er mjög heillegur og vel varðveittur miðað við 2000 ára geymslu.

Vagninn er fjögurra hjóla úr járni, bronsi og tini. Massimo Osanna stjórnandi uppgraftrarins segir að vagninn sé eini sinnar tegundar grafinn upp á svæðinu. Uppgraftarvinna hefur áður skilað ýmsum hagnýtum ökutækjum notuð til flutninga og vinnu en aldrei þeim sem notuð voru til hátíðarathafna. Ósanna bætti við: „Þetta er óvenjuleg uppgötvun sem efldi skilning okkar á lífinu til forna.“ Hann bætti við: „Vagninn hefði verið notaður við hátíðargöngur og prósessíur“. Menningarráðuneytið kallar það „einstaka uppgötvun til fordæmis á Ítalíu“.

Pompeii var 13.000 manna bær þegar hamfarirnar gengu yfir og fólk og lífsgögn grófust undir ösku og ryki og eyðileggingarmátturinn jafngilti mörgum kjarnorkusprengjum.

Um það bil 2/3 af 165 hektara bæjarins hafa verið afhjúpaðir. Rústirnar uppgötvuðust ekki fyrr en á 16. öld og skipulagður uppgröftur hófst 1750. Pompei heldur áfram að koma okkur á óvart með opinberun við uppgröft og hreinsun, í mörg ár enn ef að líkum lætur segir menningarmálaráðherrann Dario Franceschini.

Einstakt skjal um líf grísk-rómverska Pompeii stórt aðdráttarafl ferðafólks um Ítalíu og er það á heimsminjaskrá UNESCO.

 

Myndband um uppgröft hátíðarvagnsins í Pompei ásamt tengdu efni

Heimild: Daily mail.co.uk

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is