Tag: hönnun

Fornir vegir horfinna samfélaga #1Fornir vegir horfinna samfélaga #1

0 Comments

Stórkostlegt Hunt-mósaík, staðsett í Villa Romana del Casale á Piazza Armerina á Sikiley, er dæmi um stórkostlega listamenningu Rómverja til forna. Þetta flókna gólfmósaík, sem er frá 4. öld e.Kr., þekur yfir 60 metra (197 fet) og gefur skýra mynd af handverki framandi dýrategunda við rómverska skemmtun og viðburði. Villan er tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO og endurspeglar glæsileika og fágun Rómaveldis, sem einkennist af vandaðri hönnun og nákvæmni með smáatriði. Enn fremur er þetta mósaík vitnisburður um listræna getu tímabilsins en lýsir jafnframt upp menningarlega þýðingu veiða innan rómversks samfélags.

Hinn forni rómverski vegur sem tengir Antakya í Tyrklandi við Aleppo í Sýrlandi er birtingarmynd af verkfræðigetu Rómaveldis. Þessi vegur, sem var smíðaður fyrir meira en tveimur þúsundum ára, var óaðskiljanlegur í alhliða neti sem gerði kleift að ferðast, viðskipti og hernaðaraðgerðir. Verkfræði og bygging slíkra innviða krafðist umtalsverðrar fyrirhafnar og fjármagns, sem sýnir líka verulega tæknikunnáttu. Athyglisvert er að leifar af þessum forna vegi hafa haldið sér til dagsins í dag, sem undirstrikar einstaka getu Rómverja til að þróa varanlega innviði. Ending þessara vega sýnir varanlega arfleifð rómverskrar verkfræði.


Heimild: Archaeology and Lost Civilizations á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is