Tag: hönnun

Vagn Péturs III og Önnu dóttir hansVagn Péturs III og Önnu dóttir hans

0 Comments

Stór fjögurra sæta yfirbyggingin með örlítið bogadregnum fram- og bakhlið er útfærður snemma á 18. öld í Frakklandi og hefur fallega skuggamynd og fullkomin hlutföll.

Efri hluti fram- og hliðarveggja og hurða er í þykkt hágæðagler í gluggum (plate glass). Hann er búinn fjöðrun, snúningsás/fimmt hjól, vagnsæti, þjónssæti og fótabretti fyrir þjón, sem er fest inni í yfirbyggingunni.

Innréttingarnar voru undir sterkum áhrifum frá nýjum fagurfræðilegum straumum sem kristalluðust í Regency-stílnum sem einkenndist af frönskum búningum þess tíma1.

Útskorin gyllt þakbrúnarskreyting yfirbyggingarinnar, hliðapanelsamskeiti, gluggar og hurðarkarmar2.

Vagninn einkennist af raunsærri meðhöndlun einstakra mótífa ásamt undarlegum, frábærum formum og einnig af samhverfu og reglulegu fyrirkomulagi skrautsins.

Andstæða beinna og bogadreginna lína og frjáls meðferð einstakra fígúra gerir það að verkum að innréttingarnar virðast léttar og hreyfanlegar.

Skrautið í anda hergagna: blómakransar, grímur, skeljar og laufgreinar. Lausaskraut sem mynda blúndumynstur eru áberandi meðal skreytingarmyndanna.

Málaralistin á goðsagnafræðileg efnistök svo sem cerúbum skiptir einnig miklu máli í skreytingum vagnsins.

Myndir af cerúbum með lúðra og ketiltrommur eru sýndar á hliðunum. Á hurðunum og framhlið eru gyðjurnar Clio, gyðja skáldskapar, Thalia, gyðja gamanleiksins, og Euterpe, en óspjallaðar þokkagyðjur á bakhlið.

Málverkið er aðallega unnið í gylltum, grænum og rauðum litum og sýnir örugga teikningu og tilfinningu fyrir litum, auk mikils hugvits í fylgihlutunum.

Útskurðurinn á vagninum er ýktur með gylltu bronsi. Þakið er prýtt átta fallegum bronskerjum. Áklæðinu er haldið á sínum stað með bronsnöglum, höfuð styttunnar aftan mynda stoð og gegna skrauthlutverki.

Handföng hurðanna eru stórar sylgjur og spennur úr bronsi.

Bogadregnir burðir í undirvaninum eru gylltir bronsi sem er blandað kvikasilfri og púðri, en þar ofar stendur tignarleg kvengyðja sýnd á meðal skrautlega bogadreginna burðarboganna.

Mótívin eru steypt í nokkuð djúpri þrívídd. Allt ber þetta vitni um reynslu, kunnáttu og vönduð vinnubrögð meistarans.

Fremri hluti undirvagnsins er skreyttur viðarskúlptúr í formi apstraktískra kvenfígúrutívra sem raðað er upp í yfirveguðum og öguðum takti3.

Bólstrunin að innan fylgir krefjandi línum heildarinnréttingarinnar, eins og krúna ítölska flauelsins með blíðri, fölblárri glæsilegri hönnun.

Í langri sögu sinni átti vagninn nokkra eigendur.

1721 kom Karl Friedrich prins af Holstein til Sankti Pétursborgar sem unnusti Anne, dóttur Péturs mikla.

Í sérfræðibókmenntum var þessi vagn ranglega tengdur honum í langan tíma.

Rannsóknir á skjalasafni Armory hafa gert okkur kleift að staðfesta að vagninn hafi verið pantaður í Frakklandi af Pétri mikla.

Síðar var það brúðkaupsgjöf keisarans til dóttur hans, Anne, sem ók í burtu til Holsteins með eiginmanni sínum Carl Friedrich.

1742 kom Pétur III, nýr eigandi vagnsins, til Rússlands í honum. Vagninn var notaður til hátíðargöngu í Holstein. Á fjórða áratugnum var það endurtekið í garði hesthússanna í Sankti Pétursborg.


  1. Vagninn var smíðaður 1721. Sem er nokkrum áratugum fyrir Regency tímabilið eftir því sem næst verður komist. Hef ekki skýringu á þessu misræmi! ↩︎
  2. Helstu einkenni Regency-tímabilsins voru: Ríkisvaldið skartaði einfaldri tísku, rómantískri list og bókmennta og vinsældum skáldsögunnar. Tímabilið er einnig þekkt fyrir stranga félagslega uppbyggingu. ↩︎
  3. Þjóðir voru sýndar sem kvenpersónur. Kvenformið sem valið var til að persónugera þjóðina stóð ekki fyrir neina ákveðna konu í raunveruleikanum heldur var reynt að gefa óhlutbundna hugmynd um þjóð á áþreifanlegan hátt, það er að segja að kvenpersónan varð myndlíking þjóðarinnar. ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – CARRIAGE. FRANCE, EARLY 18TH C.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Rockaway Coupe lokaður #10Rockaway Coupe lokaður #10

0 Comments

06 01 1857.

Eftir. J. IJ. KIKIÐ.

Um smíði þessa vagns segir hönnuðurinn

Með því að kynna þessa hönnun gef ég mér ekki þann hégóma að uppfylla væntingar allra, en ég segi mér trúi því sjálfur að hver og einn muni taka eftir einhverjum nýjum eiginleikum sem hann tileinkar sér að verðleikum.

Fremri hluti yfirbyggingarinnar, með kúsksæti, er í nútímalegum stíl kranahálsframhuta; hálsinn er leiddur yfir á toppinn og sætið er gert aðskilið frá yfirbyggingunni,

í stíl langferðavagns að venju, nema með járntein á enda sætisins, sem er skrúfaður við framstólpann og hægt er að taka af hvenær sem er.

Neðri afturfjórðungurinn nær upp undir efsta fjórðunginn og yfir það kemur opnun á toppnum.

Hönnun yfirbyggingarinnar verður að fullu skilin með því að skoða teikninguna.

Mótun þessa verks er endurgerð á gamla stílnum, með endurbótum eins og sést á plötunni1

  1. Plata = Í USA er alltaf talað um ,,plötu” í stað teikningar! ↩︎

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fornir vegir horfinna samfélaga #1Fornir vegir horfinna samfélaga #1

0 Comments

Stórkostlegt Hunt-mósaík, staðsett í Villa Romana del Casale á Piazza Armerina á Sikiley, er dæmi um stórkostlega listamenningu Rómverja til forna. Þetta flókna gólfmósaík, sem er frá 4. öld e.Kr., þekur yfir 60 metra (197 fet) og gefur skýra mynd af handverki framandi dýrategunda við rómverska skemmtun og viðburði. Villan er tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO og endurspeglar glæsileika og fágun Rómaveldis, sem einkennist af vandaðri hönnun og nákvæmni með smáatriði. Enn fremur er þetta mósaík vitnisburður um listræna getu tímabilsins en lýsir jafnframt upp menningarlega þýðingu veiða innan rómversks samfélags.

Hinn forni rómverski vegur sem tengir Antakya í Tyrklandi við Aleppo í Sýrlandi er birtingarmynd af verkfræðigetu Rómaveldis. Þessi vegur, sem var smíðaður fyrir meira en tveimur þúsundum ára, var óaðskiljanlegur í alhliða neti sem gerði kleift að ferðast, viðskipti og hernaðaraðgerðir. Verkfræði og bygging slíkra innviða krafðist umtalsverðrar fyrirhafnar og fjármagns, sem sýnir líka verulega tæknikunnáttu. Athyglisvert er að leifar af þessum forna vegi hafa haldið sér til dagsins í dag, sem undirstrikar einstaka getu Rómverja til að þróa varanlega innviði. Ending þessara vega sýnir varanlega arfleifð rómverskrar verkfræði.


Heimild: Archaeology and Lost Civilizations á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1

0 Comments

Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!



https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-2.jpg
Þetta eintak er smíðað í Belgíu ásamt fjölda annarra gerða hjá toppvagnasmiðju. Hér er hlekkurinn:
https://carriages-schroven.com/carriages/

Frá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stórmerkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en ég held áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.

 

Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.

Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is


Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is