Tag: hluta

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Rockaway Coupe lokaður #10Rockaway Coupe lokaður #10

0 Comments

06 01 1857.

Eftir. J. IJ. KIKIÐ.

Um smíði þessa vagns segir hönnuðurinn

Með því að kynna þessa hönnun gef ég mér ekki þann hégóma að uppfylla væntingar allra, en ég segi mér trúi því sjálfur að hver og einn muni taka eftir einhverjum nýjum eiginleikum sem hann tileinkar sér að verðleikum.

Fremri hluti yfirbyggingarinnar, með kúsksæti, er í nútímalegum stíl kranahálsframhuta; hálsinn er leiddur yfir á toppinn og sætið er gert aðskilið frá yfirbyggingunni,

í stíl langferðavagns að venju, nema með járntein á enda sætisins, sem er skrúfaður við framstólpann og hægt er að taka af hvenær sem er.

Neðri afturfjórðungurinn nær upp undir efsta fjórðunginn og yfir það kemur opnun á toppnum.

Hönnun yfirbyggingarinnar verður að fullu skilin með því að skoða teikninguna.

Mótun þessa verks er endurgerð á gamla stílnum, með endurbótum eins og sést á plötunni1

  1. Plata = Í USA er alltaf talað um ,,plötu” í stað teikningar! ↩︎

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is