Tag: heitt

Hestasleði barna Ivan keisara #4#8Hestasleði barna Ivan keisara #4#8

0 Comments

Vagnsleði keisaradómsins!

Elstu og útbreiddustu rússnesku farartækin voru sleðar. Allt fram undir lok 17. aldar var algengt að nota sleða í bæjum jafnvel á sumrin. Í þá daga töldu Rússar að ferðast á sleða væri viskulegra en á hjólum.

Skemmti-vetrarvagnsleðinn í smíðaverkstæði hesthússins Prikaz í Kreml í Moskvu, frá 1689-1692; leður – Moskva, 17. öld; taffeta – Austurland, 17. öld. Eik, leður, taft, tin, kopar, gljásteinn, járn, flauel; gylling, stimplun, smíði, vefnaður.

Notkun sleða á sumrin voru forréttindi meðlima royalfjölskyldunnar, æðstu kirkjunnar og aðalsmanna í sínu nánasta fylgdarliði. Vagnsleði þessarar greinar tilheyrði börnum keisarans Ivan Alexeevich. Keypt af Armory Chamber árið 1834 (?) frá Moscow-vagnageymslunni.

Hesthúsaskjöl Prikaz benda á mikla fjölbreytni sleða af rússneskri og erlendri gerð í Kreml Vagnageymslunni á 16. og 17. öld.

Nærmynd af leðuráklæðinu utan á skemmti-vetrarsleðavagninum. Á smíðaverkstæði Stables Prikaz í Kreml í Moskvu, 1689-1692.

Þar voru sérstakir sleðar til gönguferða, hvíldar, herferða, skemmtana og jarðarfara. Í formi þeirra minntu sleðar á rússneska miðaldabáta með bogadregnum útlínum að framan og aftan.

Sleðavagninn (skemmtarinn) var notaður á veturna í meiri vegalengdir. Þetta var eins og lítið herbergi með pínulitlum gluggum og frekar breiðum hurðum hlutfallslega. Frumgerð þess var yfirbyggð farartæki (povozka) snemma á miðöldum.

Gljágluggi á framhlið sleðavagnsins. Á smíðastofu Stables Prikaz í Kreml í Moskvu, 1689-1692.

Keisarinn og fjölskylda hans ferðuðust í „heitum“ povozka1, bólstruðum að innan með sable2. Fylkingin samanstóð af langri lest. „Kross“ povozka innihélt tákn; „sængurföt“ povozka koffortin með rúmfötum keisarans, og „birgðir“ povozka innihélt föt og nærföt keisarans.

Vetrarskemmtarasleðinn var smíðaður af handverksmönnunum í Kreml-smíðaverkstæðinu í Moskvu á árunum 1689-1692. Það er ekkert annað safn í heiminum með vagna eins og þennan í safni sínu.

Sleðinn var kallaður „skemmtarinn“ vegna þess að hann var notaður í leiki og skemmtanir Ekaterinu, ungrar dóttur keisarans Ivan Alexeyevich, bróður og meðstjórnanda Péturs I.

„Skemmtarinn“ sleðavagninn á F.G. Vatnslitamynd Solntsev Fyrsti fjórðungur 19. aldar.

Lokuð tveggja sæta yfirbygging sleðavagnsins er sett á rauðmálaða sleðameiða. Yfirbyggingin heldur enn sínu hefðbundna miðaldaformi. Hann hefur formfasta, nákvæma skuggamynd og ferhyrndar útlínur, en það eru líka barokkeinkenni í innréttingunum.

Þrátt fyrir skemmtilega notkunarmöguleika og smæð vagnsins gefur hann hugmynd um hvernig hátíðarvetrarbúningur 17. aldar leit út.

Hliðar og framhlið á lokaðri yfirbyggingunni eru með gljágluggum með þunnum tin-ræmum, gullhúðuðum koparstjörnum og tvíhöfða erni; áklæðið innan í sleðanum er úr austrænu skarlat taffeta3 frá 17. öld og hliðar yfirbyggingarinnar eru bólstraðar með upphleyptu rauðu leðri með koparnöglum.

Upphleypt lágmyndamynstur er í gluggarúðunum (Gljásteinsskífunum) af laufmyndum, myndum af tignarlegum cerubum4, framandi dýrum og fuglum er góð andstæða rauðum bakgrunni. Þak vagnsins er klætt svörtu leðri.

Þar til nýlega var talið að leðrið sem notað var á sleðavagninn hefði komið frá Spáni á 17. öld. Hins vegar sýndu síðari rannsóknir að leðrið í áklæðinu var framleitt af Moskvu Kreml-meisturum.

  1. ,,Povozka” Sennilegasta niðurstaðan: ↩︎
  2. Feldir af þessu dýri.,,Sabe“ ↩︎
  3. ↩︎
  4. Cerub ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – ‘AMUSEMENT’ WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Að sjóða nafið eða ekki?Að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkara (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílári rekinn í þurrt naf eða sama píláraþykkt rekin í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðnu nafi?

Hvaða gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (Ekki er vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884).

Yðar einlægur trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef nöfin eru soðin er hægt að reka pílárana í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu.

Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurrt og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðinlegur þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í álmi eða valhnotu, límið leysist einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn býður upp á, sjóðið svo tvo valhnotubúta og límið þá saman, látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.

Þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott).

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is