Cabriolet #4Cabriolet #4
Nafn vagnsins er Cabriolet upprunnið í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni.


Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagna á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672.
Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig, með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hestaenda vagnsins.
G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar, t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu.
Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljaryfirbyggingu skýldur með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búinn litlum sætum.
Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öld var ekki ólík Curricle eða Gig.
Gig Hackney Cabriolet Curricle
Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur og voru þeir varðaðir með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan.
Falleg bogadregin yfirbyggingin var búin bogadregnum dráttarsköftum staðsettum neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdust C-fjöðrum.
Þjónapallur var aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögurra hjóla prívatvagn, þekktur undir nafninu Pæton til styttingar.
Cab, (leigurvagn) kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfisháðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets.
Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sæti fyrir kúskinn.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is (Málstaður)
Skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is (Málstaður)