Tag: gentleman´s magazine

Hammer viðhafnar klæðiHammer viðhafnar klæði

0 Comments

Klæði í kring um Kúsksætið!


Hammer er stórt klæði oft rykkt og ríkulega prýtt útsaumi, gimsteinum, blúndum og gulli. Því er komið fyrir kringum sæti Kúsksins að ákveðinni venju.

Hammer klæði sem klæðir af Kúsksætið á uppruna sinn í þegar vegirnir voru vegleysur og mikið var um bilanir í vögnunum, þá hafði Kúskurinn verkfærakistu undir sætinu sem í var hamar og önnur verkfæri tiltæk. Skrautlegt klæði var vafið um og yfir kassann til að fela hann. Tilvitnun í Gentleman´s Magazine 1795 vol. 65, page 109. Þegar langferðavagnar og Chariot´s komu fyrst fram forfeður okkar svo sparsamir sem þeir voru hlóðu byrgðum um borð fyrir fjölskyldur sínar með það fyrir augum að færa fjölskyldum sínu við heimkomuna til London. ,,The hamper“. Vafið í klæði var notuð sem geymsla ásamt því að vera sæti fyrir Kúskinn.
Seinna breyttist fyrirbærið í kassa. Er þá örugglega þróun verkfæra kistunnar klædda skrautklæðum. Gæti jafnframt verið afleiðing hljóðbreytingar orðsin ,,armour -cloths”. Aftur er hér tilvitnun í bréf til bæjar
blaðsins 1859: Fréttaritari skrifaði með tilvísan til orðsins: Í einni af lýsingum á eigum sýslumanns embættisins er orðið ,,hammer -klæði” notað í lýsingu á viðauka við Kúsksætið. Tilvísun endar.

Heimild: Svör vikuleg spurningar og svör. Replies a weekly journal of question and answer [vol. II., No. 35, Nov. 29, 1879. bls.138]

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: yfirlestur.is


Mynd fengin að láni frá Wikipedia.