Tag: G. & D. Cook & Co

Topplausa borgin #21Topplausa borgin #21

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin með háum hliðum og að framan járnhlíf (dash). Hliðar panillinn skrautfræstur og röndóttur. Skottið saumað og rykkt, járnklætt uppstig og járnbrautarsæti svo er líka hægt að fá lokafrágang svartan. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt vagna hönnun síðar.

Stolt Suðursins #4Stolt Suðursins #4

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Viðeigandi nafn fyrir þennan vagn (buggy) sem er vel viðurkennd og notuð í hverju horni Suðursins. Sambrjótanlegt og reisanlegt húdd með handfangi staðsett í vagninum. Frábær þekking virkjuð af gamla skólanum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn byggður á körfu, stöngin milli öxlanna. Samsetningar að fullu járnstyrktar ásamt armhvílu, spangir, og svo framvegis. Kaupandi ræður hvort hann fær venjulega lokavinnu eða fína lokavinnu á vagninum.

Alþjóðlegi hestvagninn #1Alþjóðlegi hestvagninn #1

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi gerð vagna er notaður í hverju landshorni þar sem léttavagnar (Buggies). Vagninn er rúmgóður og sterkur getur verið skilað til viðskiptavinar án sætisbaks (Lazy Back). Venjulega er alþjóðlegi vagninn seldur einfaldar gerðar en þjónustuvænn. Engar bremsur sjáanlegar og vagninn byggður ofaná Körfu, stöngin milli öxlanna. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð vinsælt seinna. Vagnasmiðjan var staðsett í New Haven Connecticut USA

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is