Tag: fyrirferðamikill

Gullvagn enska heimsveldisins #3Gullvagn enska heimsveldisins #3

0 Comments

Gullvagn stóra Bretlands er en til sýnis í Royal Mews í Buckinham höllinni


Mynd úr bókinni Horse -Drawn Vehicles Since 1760.

Smíðaður 1762 og notaður af ríkjandi konungum og drottningum til krýninga og flestra opnana þingsins síðan 1762. Eins og flestir vagnar í eigu hins opinbera stór og fyrirferðamikið farartæki sem viktar um fjögur tonn, mælist 24 feta langur 7,3152 metra , 8,3 fet á breidd 2,52984 metrar og 10 feta á heildarhæð 3,048 metrar.

Það eru mikið magn gyllinga á vagninum og myndin á panel hlið vagnsins gerði Florentine málari Clipriani. Sir William Chambers hannaði vagninn en það eru engar heimildir um hverjir smíðuðu hann. Skreytingar vagnsins eru mjög vandaðar og hafa allar fígúrur eru ásamt konunga hefðum heimsveldisins.

Grind yfirbyggingar vagnsins er bogadregin og endurspeglar átta Pálmatré með greinar út úr toppnum sem forma stoðir fyrir þakið. í miðju þaksins eru útskornir þrír kerúbar sem bera konungs/drottningar kórónuna og halda ýmsum ríkistáknum í höndum sér. Vagninn er hengdur upp á leðursólum sem haldnir eru af fjórum útskornum fígúrum í líkamsstærð og fótstykki kúsksins er stór hörpuskel sem studd er á reyrbúntum. Átta hestar draga venjulega vagninn og upphaflega var Kúskur á fótstykkinu plús einn þjónn. Í seinni tíð var kassinn fyrir Kúskinn tekinn. Í staðinn sitja fjórir þjónar hestanna.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson