Tag: forn

Fornir vegir horfinna samfélaga #1Fornir vegir horfinna samfélaga #1

0 Comments

Stórkostlegt Hunt-mósaík, staðsett í Villa Romana del Casale á Piazza Armerina á Sikiley, er dæmi um stórkostlega listamenningu Rómverja til forna. Þetta flókna gólfmósaík, sem er frá 4. öld e.Kr., þekur yfir 60 metra (197 fet) og gefur skýra mynd af handverki framandi dýrategunda við rómverska skemmtun og viðburði. Villan er tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO og endurspeglar glæsileika og fágun Rómaveldis, sem einkennist af vandaðri hönnun og nákvæmni með smáatriði. Enn fremur er þetta mósaík vitnisburður um listræna getu tímabilsins en lýsir jafnframt upp menningarlega þýðingu veiða innan rómversks samfélags.

Hinn forni rómverski vegur sem tengir Antakya í Tyrklandi við Aleppo í Sýrlandi er birtingarmynd af verkfræðigetu Rómaveldis. Þessi vegur, sem var smíðaður fyrir meira en tveimur þúsundum ára, var óaðskiljanlegur í alhliða neti sem gerði kleift að ferðast, viðskipti og hernaðaraðgerðir. Verkfræði og bygging slíkra innviða krafðist umtalsverðrar fyrirhafnar og fjármagns, sem sýnir líka verulega tæknikunnáttu. Athyglisvert er að leifar af þessum forna vegi hafa haldið sér til dagsins í dag, sem undirstrikar einstaka getu Rómverja til að þróa varanlega innviði. Ending þessara vega sýnir varanlega arfleifð rómverskrar verkfræði.


Heimild: Archaeology and Lost Civilizations á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

5150 ára gamalt hjól finnst!5150 ára gamalt hjól finnst!

0 Comments

Ofarlega á lista heimsminjaskár!

2002 afhjúpuðu fornleifafræðingar elsta þekkta tréhjól í heimi í mýrlendi nálægt Ljubljana í Slóveníu, sem nær yfir 5.150 ár aftur í tímann.

Þetta forna hjól varðveittist í blautri jörðu, ekki endilega á mannvænasta staðnum í dag, Ljubljana-mýrarnar voru í raun nokkuð lífvænlegar fyrir fimm þúsund árum.

Upprunalega var hjólið og eikaröxullinn hluti af uxakerru smíðuð úr aski og eik og snérist öxullinn. Samsetningin var svo endingargóð að hún var staðall fyrir evrópska hjólasmiði fram í byrjun 20. aldar. Ummál hjólsins er 72 sentimetrar1.

Spurningunni um hver fann upp hjólið er enn ósvarað, með vísbendingum sem benda til þess að það hafi komið fram sjálfstætt á mörgum svæðum. Þó að sérstakir uppfinningamenn/maður séu ekki þekktir virðist þróun hjólsins ekki vera ein bylting heldur smám saman uppsöfnun þekkingar, færni og aðlögunar með tímanum. Í mýrunum bjó nýaldarfólk sem var mjög hæft í að byggja hús á trésúlum í blautri jörðinni.

Fyrir 6000 árum þykir sannað að fólk hafi búið þar og kannski notaði það litla handvagna til að flytja uppskeruna milli staða ásamt því að koma upp verslunarleiðum.

Mismunandi menningarheimar mótuðu hjólið til að mæta einstökum þörfum þeirra, skapa sérstaka hönnun og notkun sem þróaðist hvor í sínu lagi, hver nýsköpun út af fyrir sig.

Næsta stóra nýjungin sem leit dagsins ljós var þegar Egyptar tóku heiðurinn og þróuðu pílárahjól fyrir um 4 þúsund árum. Fyrsta bandaríska einkaleyfið á hjólinu kom árið 1791, fljótlega eftir að einkaleyfislögin voru samþykkt í Bandaríkjunum. Hjólið og öxulinn er hægt er að upplifa í Borgarsafni Ljubljana ókeypis.



Heimild: History’s Mysteries á Facebook og https://3seaseurope.com/oldest-ljubljana-marshes-wheel-slovenia/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Myndbandið segir 72 sentimetrar en 3seaseurope.com segir 70 sentimetra! ↩︎