Tag: evrópa

Garðvagn Keisaraynjunnar Önna LoannovuGarðvagn Keisaraynjunnar Önna Loannovu

0 Comments

Tveggja sæta opinn vagninn fyrir Önnu Loannovnu keisaraynju síðan 1730 í Rússlandi.

Samsetningin, innréttingar og samanburðargreiningar á svipuðum vögnum staðfestir þessa tímagreiningu.

Það er ómögulegt að segja með vissu hvar vagninn var smíðaður.

Verkstæðin á þeim tíma voru til staðar bæði í Sankti, Pétursborg og Moskvu.

Hins vegar sanna skjölin að á árunum 1728-1732 höfðu bestu vagnsmíðameistararnir yfirgefið Sankti Pétursborg og fluttu í kjölfarið keisaraembættið til Moskvu eða annarra höfuðborga Evrópu.

Á sama tíma héldu verkstæðin í Kreml í Moskvu áfram virku starfi sínu.

Á birgðaskrá frá 1770 yfir reiðtygi og hestvagna sem varðveitt er í vagnagarðinum í Kreml er minnst á garðvagninn sem hafði verið yfirfarinn hér snemma á 18.öld sem „fyrirmynd að nýjum svipuðum útbúnaði“.

Samkvæmt þessu og öðrum gögnum frá hallarhesthúsum kanslara, var þessi vagn líklega smíðaður af meisturum Kreml í Moskvu.

Vagninn er opinn fyrir tvo, ekki lokaður né með hurðum.

Farartækið geislar af Barokkoeinkennum og er glæsilegt. Yfirbyggingin er með fínum bogalímum að ofan ásamt neðri hluta yfirbyggingarinnar.

Innréttingin er úr gullhúðuðum og sniðnum bylgjuskífum, útskornum léttarskeljum, laufblöðum og einnig málverki.

Á úthliðunum er merki rússneska ríkisins og kvenfígúra í ramma af bókrollum og kertum á grænum bakgrunni. Af táknmyndinni að dæma er myndin Anna keisaraynja.

Sjá má tilraun í málverkinu til að miðla líkingu við fyrirmyndina. Andlitsmyndir fóru að birtast í vagnasmíði á fyrsta fjórðungi 18. aldar.

Vagninn er ekkert sérstaklega íburðarmikill og innréttingin ekki mjög glæsileg. Þessi dálítið óvenjulega meðferð á umgjörð keisaraveldis skýrist líklega af því að farartækið var aðeins notað til að rúnta um hallargarðinn.

Þetta kemur aftur á móti líka fram í byggingu vagnsins. Hann er lítill og með efnismiklum og breiðum hjólum til að spilla ekki og sökkva í stíga hallargarðsins.

Útfærsla skreytingarinnar kunni að hafa verið ákveðin af þeim sem sá um vagninn.Skjöl í vopnabúrinu staðfesta að vagninn hafi verið gerður fyrir Önnu keisaraynju í Moskvu.

Bólstrunin var endurnýjuð ekki löngu síðar en 1740. Áklæði af grænu ullarefni var skipt út fyrir daufari lit af rauðleitu flaueli.

Þetta er einnig staðfest af eftirlifandi bútum af græna áklæðinu. Vagninn var endurbyggður 1994. Hann hefur nú fengið sína upprunalegu mynd enn og aftur með áherslu á fágun.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – GARDEN OPEN CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hestvagn Boris Godunov keisara #2Hestvagn Boris Godunov keisara #2

0 Comments

Kolymaga eða stór vagn!

Portrett af Boris Godunov keisara. Listamaðurinn óþekktur, á 18. öld. Olía á striga.

Keypt af Armory árið 1840 frá Imperial Arras. Það er hálfportrett af keisaranum Boris Godunov sett í sporöskjulaga umgjörð.

Keisarinn er sýndur í kórónu og bleikum möttli og fylltum marðarfeldi. Undir myndinni er áletrun í rókkókkóstíl: „Boris Godunov“, með titli hans og lýsingu á morði Tsarevich Dimitry.


Opinn langferðavagn af enskum uppruna seint á 16. öld er elsti útbúnaður Armory Chamber og sá eini af slíkri gerð sem lifði af í heiminum.

Vísindamennirnir eru sammála um að þessi forni vagn með búnaði sé eitt af meistaraverkum menningarheimsins.

Stór, næstum ferhyrnd yfirbygging hans er hengd upp á leðurbelti og lokaður með gluggatjöldum.

Hann er samt ekki með beygjusnúningi, kranaháls, fjöðrum, sæti fyrir kúskinn og fótabretti.

Vagninn er skreyttur með útskurði og málun, sum smáatriði eru gerð sem útskorinn skúlptúr.

Listrænt tilheyrir hann seinni endurreisnartímanum.

Máluð í rauðgrænu litasviði sýna fjölmynda listaverkin með háum lágmyndum veiðimyndir og bardaga milli kristinna og múslíma.

Þeir ná yfir neðri hluta vagnsins: hlið hans, bakhlið og framhlið. Útskornu sögurnar endurspegla flókin samskipti Evrópulanda og Tyrklands.

Fyrsta röð yfirbyggingarinnar er skreytt með máluðu landslagi af görðum og byggingum, önnur röð – með veiðisenum.

Hæfileiki meistarans kemur fram í vali á fíngerðu litasviði sem byggir á blöndu af blíðum fölbláum, bleikum og þéttum grænum blómum.

Málverkið er líklega gert af óþekktum ítölskum listamanni seint á 16. öld.

Að innan er keisaravagninn klædd rauðu og gulu, ítölsku mynstruðu flaueli frá seinni hluta 17. aldar. Djúpur, mjúkur hægindastóll á afturhlið yfirbyggingarinnar og breiður bekkur eru bólstraðir með ítölsku flaueli frá 17. öld með ríkjandi ljósbláum tón í skraut.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er skreyttur með gylltum lágmyndum og skúlptúrum í formi allegórískra fígúra sem eru áberandi fyrir eligant verk og glæsilegt mynstur blómaskrautsins.

Báðir hlutar undirvagnsins eru með gylltum járnskreytingum. Hjólabúnaðurinn er þakinn með gylltum útskurði sem er frábrugðið öðrum skrauthlutum.

Þetta má skýra með yngri dagsetningu þeirrar smíða – seinni hluta 17. aldar.

Það eru skiptar skoðanir um uppruna langferðavagnsins.

Enskur uppruni þess er án efa staðfestur af fjölmörgum skjölum úr skjalasafni Armory Chamber.

Það er flóknara að skilgreina smíðatímann. Sumir vísindamenn rekja smíðatímann til seint á 16. öld (A.F. Weltman, A.F. Malinovsky, P.I. Savvaitov), aðrir rekja smíðatímann aftur til 1620 (G. Kraisel). Það er líka útgáfa af því að vagninn hafi verið fluttur til Rússlands meðal diplómatískra gjafa aðeins eftir að vinsamlegri samskipti við England höfðu verið tekin upp aftur ekki fyrr en seint á fyrsta fjórðungi 17. aldar.

Smíðatæknileg og listræn fótspor útbúnaðarins tala vel fyrir 16. öldina. Að auki voru samskipti Englands og Rússlands vinsamlegri undir stjórn Boris Godunov frekar en Mikhail Romanov. Tvær gylltar lágmyndir með rússneska skjaldarmerkinu á tímum Godunovs á grind undirvagnsins sanna fyrri uppruna útbúnaðarins.

Tölur á skjaldarmerkinu eru gerðar samkvæmt vestur-evrópskri hefð sem gefur til kynna að vagninn hafi verið ætlaður til útflutnings. Sennilega var það gert sérstaklega sem gjöf fyrir Rússland, mikilvægan viðskiptafélaga. Meðal gjafa sem Sir Thomas Smith kom með árið 1604, frá James I. konungi og Anne Englandsdrottningu, var útbúnaður klæddur flaueli. Það má auðkenna sem vagn frá Armory Chamber. Sterk áberandi táknræn einkenni gjafarinnar sannar að henni var ætlað að vera diplómatísk gjöf.

Í 17. aldar úttekt frá Stables Treasury segir að vagninn hafi verið endursmíðaður í Moskvu til að taka á móti pólsku sendiráðsfólki 1678.

Samkvæmt skjalasafninu hafði vagninn verið notaður til loka 17. aldar af keisarunum Mikhail Fyodorovich og Alexey Mikhailovich.

„Kolymaga“ er orð af tyrkneskum uppruna, sem þýðir „stór vagn“.

Til að keyra þennan búnað þarf kúskurinn að hafa gengið fram hjá honum eða riðið bestu hestunum. Mikið pláss þurfti til að snúa kolymaga við og lyfta átti afturhjólunum með handafli.

Af þessum ástæðum tók ferðin of langan tíma.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – TWO-SEATER COACH (*KOLYMAGA)

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fornir vegir horfinna samfélaga #3Fornir vegir horfinna samfélaga #3

0 Comments

Á áttunda áratug tuttugustu aldar afhjúpuðu fornleifafræðingar merkilegan steinaldartréveg nálægt Nieuw-Dordrecht í Hollandi. Þessi forni vegur, sem er tilkomumikill 4.573 ára, teygir sig í að minnsta kosti 800 metra. Með því að lesa með ákveðinni vísindalegri aðferð í tréð, hafa sérfræðingar tímasett smíði hennar til 2.549 f.Kr.

Þessi uppgötvun dregur ekki aðeins fram háþróaða verkfræðikunnáttu síðari hluta steinaldar, þegar slípuð steinvopn og áhöld voru ríkjandi, heldur býður einnig upp á ómetanlega innsýn í samgöngur þeirra og viðskiptahætti. Varðveisla vegarins í mýrkenndum jarðveginum hefur veitt sjaldgæfa innsýn í fágaða innviði forsögulegrar Evrópu.


Hreimild: Farmer Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Cutter uppgerður í Albaníu #7Cutter uppgerður í Albaníu #7

0 Comments

Cutter-hestasleðinn gerist nú varla fallegri en þessi. Sá sem framkvæmdi þessa uppgerð vissi nákvæmlega hvað hann var að gera.

Tandurhreinn frágangur og fágun. Fagmennska í alla staði.

Skrautið eða ornamentið er ákkurat það sem það þarf að vera! Ekki meira né minna!

Eins er baksvipurinn heilsteyptur og hreinn! Fagmennska í fyrirrúmi. Einstakur frágangur á lakkvinnunni.


Heimild: Daniel Raber Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Ekki venjubundin dráttardýr #1Ekki venjubundin dráttardýr #1

0 Comments

Hestar hafa verið aðaldýrategundin til að draga vagna í gegnum aldirnar. Næst á eftir koma uxar, múldýr og asnar. Allir voru þeir nokkuð algengir þegar draga átti farartæki.

Hér eru nokkur minna þekkt dýr sem notuð voru til að draga farartæki í Ameríku og Evrópu á 19. öld. og snemma á 20. öld.

Í Alaska og Kanada voru elgir furðu vinsælir, sérstaklega þar sem erfiðara var að finna hesta eða komast út á þessum einangruðu villtu stöðum.

Í óbyggðum Ameríku voru vísundar og elgur tamdir að vissu marki. Svo áttum við sebrahesta vinsæla meðal yfirstéttarinnar í Evrópu og Bretlandi. Frá 1890 til 1940 var augljóslega einbeitt viðleitni elítunnar til að temja sebrahesta frá Afríku.

Sebrahestar voru þjálfaðir til að draga farartæki og jafnvel til reiðar, allt þó ekki til mikillar velgengni. Um 1940 höfðu flestir aðalsmenn gefist upp á að temja sebrahestinn og létu sér nægja að láta hann eftir villtan og óstýrilátan eins og náttúran ætlaðist til. Við elskum að halda sögunni lifandi!



Pin page

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Heimild: Northwest Carriage Museum á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!Rómverskur hestvagn sautján alda gamall!

0 Comments

Steingerðar leifar rómversks tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur-Króatíu og í nágrenninu er lítið þorp, Stari Jankovaca, en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillega steingervinga af tveggja hjóla vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn, ásamt steingerðum beinagrindum af hestum.

Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekktur úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn með þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessari aðferð með hestunum sínum.

Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forngrafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna suður af Pannoinan-vatnasvæðinu.

Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn.

Marko Dizdar sagði þetta einstaka uppgötvun í Króatíu.

Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknum og skilgreiningum.

Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort sem þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var.

Við finnum út úr því með samvinnu við innlendar stofnanir sem og fjölda evrópskra stofnana.

 

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is