Tag: elítan

Ekki venjubundin dráttardýr #1Ekki venjubundin dráttardýr #1

0 Comments

Hestar hafa verið aðaldýrategundin til að draga vagna í gegnum aldirnar. Næst á eftir koma uxar, múldýr og asnar. Allir voru þeir nokkuð algengir þegar knúið var á þessi farartæki. Hér eru nokkur minna þekkt dýr sem notuð voru til að draga farartæki í Ameríku og Evrópu á 19. og snemma á 20. öld. Í Alaska og Kanada voru elgir furðu vinsælir, sérstaklega þar sem erfiðara var að finna hesta eða komast út á þessum einangruðu villtu stöðum. Í óbyggðum Ameríku voru vísundar og elgur tamdir að vissu marki. Svo áttum við sebrahesta vinsæla meðal yfirstéttar í Evrópu og Bretlandi. Frá 1890 til 1940 var augljóslega einbeitt viðleitni elítunnar til að temja sebrahesta frá Afríku. Sebrahestar voru þjálfaðir til að draga farartæki og jafnvel til reiðar, allt þó ekki til mikillar velgengni. Um 1940 höfðu flestir aðalsmenn gefist upp á að temja sebrahestinn og létu sér nægja að láta hann eftir villtan og óstýrilátan eins og náttúran ætlaðist til. Við elskum að halda sögunni lifandi!



Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Heimild: Northwest Carriage Museum á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is