Tag: einstakur vagn

Eldvagninn frá PompeiiEldvagninn frá Pompeii

0 Comments

Fornleifafundur sem á sér engan líka á Ítalíu þó víðar væri leitað!

https://hestvagnasetrid.org/eldvagninn-fra-pompei/eldvagninn-11/Fornleifafræðingar fundu Rómverskan vagn grafinn í ösku og ryki Pompei hörmunganna frá 79 fyrir Kristsburð. Vagninn mun hafa verið viðhafnarvagn notaður á bæjarhátíðum og tillidögum en hann var grafinn upp úr öskunni í einbýlishúsi (villu Civita Giuliana) 700 metrum norður af veggjum Pompei og er mjög heillegur og vel varðveittur miðað við 2000 ára geymslu.

Vagninn er fjögurra hjóla úr járni, bronsi og tini. Massimo Osanna stjórnandi uppgraftrarins segir að vagninn sé eini sinnar tegundar grafinn upp á svæðinu. Uppgraftarvinna hefur áður skilað ýmsum hagnýtum ökutækjum notuð til flutninga og vinnu en aldrei þeim sem notuð voru til hátíðarathafna. Ósanna bætti við: „Þetta er óvenjuleg uppgötvun sem efldi skilning okkar á lífinu til forna.“ Hann bætti við: „Vagninn hefði verið notaður við hátíðargöngur og prósessíur“. Menningarráðuneytið kallar það „einstaka uppgötvun til fordæmis á Ítalíu“.

Pompeii var 13.000 manna bær þegar hamfarirnar gengu yfir og fólk og lífsgögn grófust undir ösku og ryki og eyðileggingarmátturinn jafngilti mörgum kjarnorkusprengjum.

Um það bil 2/3 af 165 hektara bæjarins hafa verið afhjúpaðir. Rústirnar uppgötvuðust ekki fyrr en á 16. öld og skipulagður uppgröftur hófst 1750. Pompei heldur áfram að koma okkur á óvart með opinberun við uppgröft og hreinsun, í mörg ár enn ef að líkum lætur segir menningarmálaráðherrann Dario Franceschini.

Einstakt skjal um líf grísk-rómverska Pompeii stórt aðdráttarafl ferðafólks um Ítalíu og er það á heimsminjaskrá UNESCO.

 

Myndband um uppgröft hátíðarvagnsins í Pompei ásamt tengdu efni

Heimild: Daily mail.co.uk

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is