Tag: Dordrecht

Fornir vegir horfinna samfélaga #3Fornir vegir horfinna samfélaga #3

0 Comments

Á áttunda áratug tuttugustu aldar afhjúpuðu fornleifafræðingar merkilegan steinaldartréveg nálægt Nieuw-Dordrecht í Hollandi. Þessi forni vegur, sem er tilkomumikill 4.573 ára, teygir sig í að minnsta kosti 800 metra. Með því að lesa með ákveðinni vísindalegri aðferð í tréð, hafa sérfræðingar tímasett smíði hennar til 2.549 f.Kr.

Þessi uppgötvun dregur ekki aðeins fram háþróaða verkfræðikunnáttu síðari hluta steinaldar, þegar slípuð steinvopn og áhöld voru ríkjandi, heldur býður einnig upp á ómetanlega innsýn í samgöngur þeirra og viðskiptahætti. Varðveisla vegarins í mýrkenndum jarðveginum hefur veitt sjaldgæfa innsýn í fágaða innviði forsögulegrar Evrópu.


Hreimild: Farmer Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is