Tag: brons

Fundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinuFundur 3.070 ára vagna og hesta frá Zhou-ættveldinu

0 Comments

Til er saga um orustu af Muye árið 1046 f.Kr., á milli 50.000 hermanna fornu kínversku Zhou-ættarinnar og 700.000 frá Shang-ættinni. Sagan segir að Shang-hermennirnir hafi verið svo óánægðir með leiðtoga sína að margir hlýddu og börðust en aðrir yfirgáfu Zhou, sem vann orrustuna og sannaði styrk þeirra í norðurhluta Kína.



Fornleifar frá Zhou-ættveldinu sem var langlífasta ætt Kína. Vandaður vagn var losaður úr gröf sinni, skreyttur með dreka, koparbjöllum og jaðri, vagn af konunglegum gæðum. Leifar af tveimur hestum með bronshjálma ásamt leirmunum og steináhöldum. Hver veit nema hermaðurinn, sem var þar, hafi tekið þátt í orrustunni um Muye? Hvort sem hann gerði það eða ekki, var hann greinilega sérstaklega heiðraður af fólki sínu eins og sést af auðlegð grafargripanna.



Mikilvægasta uppgötvunin í þessum uppgreftri var K1-vagninn og hestagryfjan. Gryfjan er rétthyrnd skaftgryfja, 7,1 m löng frá austri til vesturs, 3 m á breidd frá norðri til suðurs og 2,7 m djúp, með veggjum sem eru næstum bein. … Í gryfjunni voru tveir vagnar og bein tveggja hesta hvers vagns. Vagnarnir tveir snéru endum saman, með höfuð hestanna beint í austur. Vagn númer eitt … er hágæða með fallegum skreytingum. Vagninn og hestarnir tveir eru í tiltölulega góðu ástandi. Yfirbygging vagnsins er þakin rauðbrúnu lakki, með íhlutum eins og trébita undir vagninum og hliðarplankarnir skreyttir með rauðlakkaðri afmyndaðri drekahönnun. Krosstré á dráttarskaftinu eru skreytt með klingjandi bronsbjöllum. Bæði nöf öxulsins eru skreyttar með bronshettum. Framan á vagninum og á hvorri hlið yfirbyggingarinnar eru næstum ferköntuð jaðarstykki. Fyrir utan mikið af skreytingum á andlitum hestanna, ásamt mörgum leður- eða línhestakviðbúnaði skreyttum með bronsi, voru líka tveir bronshjálmar á höfði þeirra.“

Fornleifafræðingar fundu mörg ummerki um daglegt líf í grafreitnum, þar á meðal leirmuni, steináhöld, matreiðslupott og öskuholur. „Þetta sýnir að á þessu grafarsvæði var samtímabúseta. Að grafreiturinn og búsetusvæðið hafi annaðhvort verið á sama stað eða í nálægð hvort við annað er kannski afleiðing þess að íbúar hafa aðlagast hásléttunni í langan tíma.“ Greinin hjá Archaeology News Network gaf ekki til kynna hvaða ár grafreiturinn var virkur nema til að segja að hann væri af Zhou-ættveldistímabilinu.



Eftir orrustuna af Muye framdi konungur Shang-fólksins sjálfsmorð með því að loka sig inni í höll og brenna hana umhverfis sig. Leiðtogar Zhou-ættarinnar, sem stóð frá 1046 f.Kr. til 256 f.Kr., réttlættu landvinninga sína með því að segja að Shang hefði brotið gegn umboði himnaríkis eða brotið af sér með þeim guðum sem ráðandi voru. Alfræðiorðabókin Ancient History á netinu segir að hvert síðari kínverska ættarveldi sem tæki við af gömlu myndi réttlæta nýjar reglur með sömu skýringum.



Sumir af mikilvægustu persónum Kína til forna lifðu undir síðari hluta Zhou-ættarinnar, sem var talið tímabil listrænnar og vitsmunalegrar uppljómunar. „Margar af hugmyndunum sem þróaðar voru af persónum eins og Laozi eða Lao-Tsu, Confucius, Mencius og Mozi, sem allir bjuggu á Austur-Zhou tímabilinu, myndu móta eðli kínversks samfélags til dagsins í dag,“ segir í alfræðiorðabókinni.



Málverk sem sýnir fæðingu fornkínverska heimspekingsins Laozi, sem sagði: „Sá sem þjónar höfðingja manna í sátt við Tao mun ekki leggja heimsveldið undir sig með vopnavaldi. Slík hugsjón er vön að hafa hefnd í lestinni.“ (Málverk eftir Nyo/ Wikimedia Commons)

Heimild: https://waydaily.com/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Monteleone vagninn 530 fyrir KristMonteleone vagninn 530 fyrir Krist

0 Comments

Einn af heimsins stærstu fornleifa fundum!


Vagninn var fyrir slysni afhjúpaður í grafhýsi í Monteleone di Spoleto, nálægt Umbria héraði af fjárhirði að nafni Isidoro Vannozzi. Verið var að byggja landbúnaðarhús af einhverju tagi er þetta gerðist 1902. Vannozzi fann líka brons, keramik og járn í sömu gröf/grafhýsi. Vagninn mælist 131 cm á hæð, hannaður til dráttar af tveimur hestum. Fjárhirðirinn seldi svo vagninn til Benedetto Petrangeli skransala á svæðinu svo hann ætti peninga fyrir þakflísum á húsið sitt. Aðrar heimildir segja að Vannozzi hafi verið frá af áhyggjum um að yfirvöldin mundu gera vagninn upptækan svo hann geymdi vagninn í hlöðunni. Seinna var vagninn seldur tveimur frökkum í skiptum fyrir tvær kýr. Eftir að hafa gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum keypti J.P. Morgan bankamaður frá USA vagninn sem sendi hann Metropolitan safninu 1903 þar sem vagninn var gerður upp.

Monteleone vagninn er heillegasti og þróaðasti af fornum Etruscan héraði á Ítalíu vögnum sem eftir eru. Dagsettur aftur til 530 f.Kr., það var upphaflega afhjúpaður í Monteleone di Spoleto og er um þessar mundir hluti af safni Metropolitan Museum of Art í New York borg. Monteleone vagninn var tveggja hjóla ökutæki með yfirbyggingu úr viði í laginu eins og skeifa. Þakinn bronsi, sem ökumaðurinn var staðsettur.

Þrjú bronsþil er elsta listræna afrekið, eru skreytt með Hómerískri táknmynd sem sýnir atriði úr lífi Akkillesar, grísku hetju Trójustríðsins. Myndlist móður Achillesar Thetis, kynnir sonur hennar með hjálm og skjöld gerður frá guðunum. Vinstri hlið sýnir bardaga tveggja stríðsmanna gríska Akkilles og Trója Memnon. Hægri hlið sýnir apóteosan af Akkilles hann stíga upp í vagni teiknuðum af vængjuðum hestum. Etruscanar notuðu þennan vagn sem skrúðgönguvagn, oft við trúarlegt eða fagnaðar tilefni. Lærið hvernig þessi vagn var óvart afhjúpaður með því að smella hér

Heimildir: https://www.thevintagenews.com/ og Facebook. Yfirlestur: Yfirlestur.is Friðrik Kjartansson þýddi og skrásetti.

Eldvagninn frá PompeiiEldvagninn frá Pompeii

0 Comments

Fornleifafundur sem á sér engan líka á Ítalíu þó víðar væri leitað!

https://hestvagnasetrid.org/eldvagninn-fra-pompei/eldvagninn-11/Fornleifafræðingar fundu Rómverskan vagn grafinn í ösku og ryki Pompei hörmunganna frá 79 fyrir Kristsburð. Vagninn mun hafa verið viðhafnarvagn notaður á bæjarhátíðum og tillidögum en hann var grafinn upp úr öskunni í einbýlishúsi (villu Civita Giuliana) 700 metrum norður af veggjum Pompei og er mjög heillegur og vel varðveittur miðað við 2000 ára geymslu.

Vagninn er fjögurra hjóla úr járni, bronsi og tini. Massimo Osanna stjórnandi uppgraftrarins segir að vagninn sé eini sinnar tegundar grafinn upp á svæðinu. Uppgraftarvinna hefur áður skilað ýmsum hagnýtum ökutækjum notuð til flutninga og vinnu en aldrei þeim sem notuð voru til hátíðarathafna. Ósanna bætti við: „Þetta er óvenjuleg uppgötvun sem efldi skilning okkar á lífinu til forna.“ Hann bætti við: „Vagninn hefði verið notaður við hátíðargöngur og prósessíur“. Menningarráðuneytið kallar það „einstaka uppgötvun til fordæmis á Ítalíu“.

Pompeii var 13.000 manna bær þegar hamfarirnar gengu yfir og fólk og lífsgögn grófust undir ösku og ryki og eyðileggingarmátturinn jafngilti mörgum kjarnorkusprengjum.

Um það bil 2/3 af 165 hektara bæjarins hafa verið afhjúpaðir. Rústirnar uppgötvuðust ekki fyrr en á 16. öld og skipulagður uppgröftur hófst 1750. Pompei heldur áfram að koma okkur á óvart með opinberun við uppgröft og hreinsun, í mörg ár enn ef að líkum lætur segir menningarmálaráðherrann Dario Franceschini.

Einstakt skjal um líf grísk-rómverska Pompeii stórt aðdráttarafl ferðafólks um Ítalíu og er það á heimsminjaskrá UNESCO.

 

Myndband um uppgröft hátíðarvagnsins í Pompei ásamt tengdu efni

Heimild: Daily mail.co.uk

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is