Tag: breidd

Hestasleði barna Ivan keisara #4#8Hestasleði barna Ivan keisara #4#8

0 Comments

Vagnsleði keisaradómsins!

Elstu og útbreiddustu rússnesku farartækin voru sleðar. Allt fram undir lok 17. aldar var algengt að nota sleða í bæjum jafnvel á sumrin.

Í þá daga töldu Rússar að ferðast á sleða væri viskulegra en á hjólum.

Notkun sleða á sumrin voru forréttindi meðlima royalfjölskyldunnar, æðstu kirkjunnar og aðalsmanna í sínu nánasta fylgdarliði.

Vagnsleði þessarar greinar tilheyrði börnum keisarans Ivan Alexeevich. Keypt af Armory Chamber árið 1834 (?) frá Moscow-vagnageymslunni.

Hesthúsaskjöl Prikaz benda á mikla fjölbreytni sleða af rússneskri og erlendri gerð í Kreml Vagnageymslunni á 16. og 17. öld.

Þar voru sérstakir sleðar til gönguferða, hvíldar, herferða, skemmtana og jarðarfara.

Í formi þeirra minntu sleðar á rússneska miðaldabáta með bogadregnum útlínum að framan og aftan.

Sleðavagninn (skemmtarinn) var notaður á veturna í meiri vegalengdir. Þetta var eins og lítið herbergi með pínulitlum gluggum og frekar breiðum hurðum hlutfallslega.

Frumgerð þess var yfirbyggð farartæki (povozka) snemma á miðöldum.

Keisarinn og fjölskylda hans ferðuðust í „heitum“ povozka1, bólstruðum að innan með sable2.

Fylkingin samanstóð af langri lest. „Kross“ povozka innihélt tákn; „sængurföt“ povozka koffortin með rúmfötum keisarans, og „birgðir“ povozka innihélt föt og nærföt keisarans.

Vetrarskemmtarasleðinn var smíðaður af handverksmönnunum í Kreml-smíðaverkstæðinu í Moskvu á árunum 1689-1692. Það er ekkert annað safn í heiminum með vagna eins og þennan í safni sínu.

Sleðinn var kallaður „skemmtarinn“ vegna þess að hann var notaður í leiki og skemmtanir Ekaterinu, ungrar dóttur keisarans Ivan Alexeyevich, bróður og meðstjórnanda Péturs I.

Lokuð tveggja sæta yfirbygging sleðavagnsins er sett á rauðmálaða sleðameiða.

Yfirbyggingin heldur enn sínu hefðbundna miðaldaformi.

Hann hefur formfasta, nákvæma skuggamynd og ferhyrndar útlínur, en það eru líka barokkeinkenni í innréttingunum.

Þrátt fyrir skemmtilega notkunarmöguleika og smæð vagnsins gefur hann hugmynd um hvernig hátíðarvetrarbúningur 17. aldar leit út.

Hliðar og framhlið á lokaðri yfirbyggingunni eru með gljágluggum með þunnum tin-ræmum, gullhúðuðum koparstjörnum og tvíhöfða erni; áklæðið innan í sleðanum er úr austrænu skarlat taffeta3 frá 17. öld og hliðar yfirbyggingarinnar eru bólstraðar með upphleyptu rauðu leðri með koparnöglum.

Upphleypt lágmyndamynstur er í gluggarúðunum (Gljásteinsskífunum) af laufmyndum, myndum af tignarlegum cerubum4, framandi dýrum og fuglum er góð andstæða rauðum bakgrunni.

Þak vagnsins er klætt svörtu leðri.

Þar til nýlega var talið að leðrið sem notað var á sleðavagninn hefði komið frá Spáni á 17. öld.

Hins vegar sýndu síðari rannsóknir að leðrið í áklæðinu var framleitt af Moskvu Kreml-meisturum.

  1. ,,Povozka” Sennilegasta niðurstaðan: ↩︎
  2. Feldir af þessu dýri.,,Sabe“ ↩︎
  3. ↩︎
  4. Cerub ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – ‘AMUSEMENT’ WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fornir vegir horfinna samfélaga #3Fornir vegir horfinna samfélaga #3

0 Comments

Á áttunda áratug tuttugustu aldar afhjúpuðu fornleifafræðingar merkilegan steinaldartréveg nálægt Nieuw-Dordrecht í Hollandi. Þessi forni vegur, sem er tilkomumikill 4.573 ára, teygir sig í að minnsta kosti 800 metra. Með því að lesa með ákveðinni vísindalegri aðferð í tréð, hafa sérfræðingar tímasett smíði hennar til 2.549 f.Kr.

Þessi uppgötvun dregur ekki aðeins fram háþróaða verkfræðikunnáttu síðari hluta steinaldar, þegar slípuð steinvopn og áhöld voru ríkjandi, heldur býður einnig upp á ómetanlega innsýn í samgöngur þeirra og viðskiptahætti. Varðveisla vegarins í mýrkenndum jarðveginum hefur veitt sjaldgæfa innsýn í fágaða innviði forsögulegrar Evrópu.


Hreimild: Farmer Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fornir vegir horfinna samfélaga #2Fornir vegir horfinna samfélaga #2

0 Comments

Appian vegurinn er kannski frægasti og þekktasti rómverski vegurinn. Hann var nógu breiður til að tveir vagnar gætu mæst eða til að 5 hermenn gætu marserað hlið við hlið. Bygging Appian vegarins var stórkostlegt verkefni og sýndi aldir af frábæru handverki.

Vegurinn er 582 km langur og framkvæmdir hans hófust af Appius Claudius Caecus, rómverskum embættismanni, árið 312 f.Kr. Vegurinn lá suður frá Róm meðfram vesturströnd Ítalíu, beygði síðan austur til Brindisi við Adríahaf og þaðan til Otranto.

Róm til forna var fræg fyrir marga glæsilega eiginleika. Þeir fyrstu sem koma upp í hugann eru: skylmingakappar, frábærir sigrar og keisarar. En langlífasta framlag Rómar til sögunnar voru líklega vegirnir, sem bjuggu til samtengt net allt að 322.000 km, sem skapaði hið fræga orðtak: „Allir vegir liggja til Rómar.“


Heimild: Appian Way | Roman Empire, Rome-Capua, Aqueducts | Britannica. –

Appius Claudius Caecus | Roman Statesman, Aqua Appia & Appian Way | Britannica. – Phenomenal Nature Facebook.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur. malfridur.is

Wagon Buggy #1Wagon Buggy #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.


Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)









Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Yfirlestur: malfridur.is

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!