Tag: breidd

Fornir vegir horfinna samfélaga #3Fornir vegir horfinna samfélaga #3

0 Comments

Á áttunda áratug tuttugustu aldar afhjúpuðu fornleifafræðingar merkilegan steinaldartréveg nálægt Nieuw-Dordrecht í Hollandi. Þessi forni vegur, sem er tilkomumikill 4.573 ára, teygir sig í að minnsta kosti 800 metra. Með því að lesa með ákveðinni vísindalegri aðferð í tréð, hafa sérfræðingar tímasett smíði hennar til 2.549 f.Kr.

Þessi uppgötvun dregur ekki aðeins fram háþróaða verkfræðikunnáttu síðari hluta steinaldar, þegar slípuð steinvopn og áhöld voru ríkjandi, heldur býður einnig upp á ómetanlega innsýn í samgöngur þeirra og viðskiptahætti. Varðveisla vegarins í mýrkenndum jarðveginum hefur veitt sjaldgæfa innsýn í fágaða innviði forsögulegrar Evrópu.


Hreimild: Farmer Trade Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fornir vegir horfinna samfélaga #2Fornir vegir horfinna samfélaga #2

0 Comments

Appian vegurinn er kannski frægasti og þekktasti rómverski vegurinn. Hann var nógu breiður til að tveir vagnar gætu mæst eða til að 5 hermenn gætu marserað hlið við hlið. Bygging Appian vegarins var stórkostlegt verkefni og sýndi aldir af frábæru handverki.

Vegurinn er 582 km langur og framkvæmdir hans hófust af Appius Claudius Caecus, rómverskum embættismanni, árið 312 f.Kr. Vegurinn lá suður frá Róm meðfram vesturströnd Ítalíu, beygði síðan austur til Brindisi við Adríahaf og þaðan til Otranto.

Róm til forna var fræg fyrir marga glæsilega eiginleika. Þeir fyrstu sem koma upp í hugann eru: skylmingakappar, frábærir sigrar og keisarar. En langlífasta framlag Rómar til sögunnar voru líklega vegirnir, sem bjuggu til samtengt net allt að 322.000 km, sem skapaði hið fræga orðtak: „Allir vegir liggja til Rómar.“


Heimild: Appian Way | Roman Empire, Rome-Capua, Aqueducts | Britannica. –

Appius Claudius Caecus | Roman Statesman, Aqua Appia & Appian Way | Britannica. – Phenomenal Nature Facebook.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur. malfridur.is

Wagon Buggy #1Wagon Buggy #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.


Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)









Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Yfirlestur: malfridur.is

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn til nota á býlinu. Smíðuð úr harðviði sem er vottaður að er hogginn á mesta vaxtar tímanum. Vagninn er með rekka sem nota má sem t.d. heygrind fyrir búfénaði þegar hún er ekki í notkun. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og 4 tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur ekki sjáanlegar. Engar fjaðrir. Hjólin eru með kopar- koppum til að smyrja og kerran er vel máluð.