Tag: bók

Coupé Berlin 1740 #3Coupé Berlin 1740 #3

0 Comments

Elísabet Petrovna keisaraynja hafði vagninn til afnota

Vagninn er tveggja sæta. Yfirbyggingin mjókkar niður á við og neðri hluti afturhliðarinnar er sveigður. Fimm gluggarammar og efri helmingur hurðanna með myndskreytingu og plötugleri. Hurðarþröskuldurinn er lágur og auðvelt að stíga upp í vagninn.

Listræn meðhöndlun vagnsins endurspeglar greinilega smekk fyrir fágun og léttleika sem einkennir rókókóstílinn.

Þetta er sérstaklega áberandi í hinum ríkulegu og fjölbreyttu skrauttréútskurði. Gylltur skurður, gerður bæði í háum og lágum upphleypingum, er ríkulegur á kransalistanum, veggjasamskeytum, gluggaumgjörðum og dyrakörmum.

Skreytingin samanstendur af kerabum1, fuglum, skjaldarmerkjum, skrautrenningum og laufmynstrum sem mynda fínleg og glæsileg mynstur, auk vinsælasta skrautmótífs rókókóstílsins, nánar tiltekið stíliseraðu skeljarinnar eða „rocaille“ sem gaf stílnum nafn sitt.

Útskornu skrautverkin eru nokkuð yfirlestuð og meðferð skrautmyndanna örlítið dönnuð.

Samsetningin inniheldur höggmyndamótív sem virðast vaxa út úr skringilega samfléttuðu grasi eða breytast í akanthuslauf2 og sniglana efst á súlum (volutes)3.

Fágun vagnsins er undirstrikuð með málningu í pastelljósum bláum og bleikum tónum sem einkenna rókókóstílinn.

Hver spjaldhluti minnir á mikið skreytta fulningasamstæðu (dessus-de-porte)4, í útskornum römmum. Þeir sýna goðsögulegar senur, flestar tengdar Apolló.

Listræn meðhöndlun vagnsins felur í sér bronsskraut sem er unnið af mikilli nákvæmni.

Bronsplöturnar sem hylja fjaðrirnar eru svo listilega útskornar að sjá má fínt samspil ljóss og skugga á upphleyptu yfirborðinu.

Skrautið úr stórum og litlum nöglum á þakinu fellur vel að heildarútlitinu.

Fram- og afturhluti undirvagnsins er þétt þakinn gylltum tréskurði í formi handritauppvafninga (scrolls) og rókókóstíls í smágerðu mynstri.

Undir kúsksætinu á vagngrindinni (rocker) er áhrifarík kringlótt höggmynd í formi vandlega mótaðra táknrænna karlkyns fígúra.

Hjólin eru máluð bleik og að hluta til þakin útskornum gyllingunum í lágmynd. Innri bólstrunin og skjaldarmerkið á kúsksætinu eru úr aðlaðandi appelsínugulu flaueli með upphleyptu mynstri.

Litur þess fellur vel að heildarútliti vagnins.

Vængirnir á skjaldarmerkinu eru listilega útsaumaðir með gullþræði og skreyttir blómum, skeljaformum og frjálslega bugðóttum stofni í miðjunni.

Vagninn er búinn endurbættu beygjukerfi og fjöðrun, og eðli skreytinganna bendir til þess að hann sé upprunninn í Berlín.

Í 18. aldar færslubók frá skrifstofu hirðar hesthúsanna eru upplýsingar um að vagninn hafi verið smíðaður í Berlín árið 1740 fyrir Elísabetu Petrovna keisaraynju og fluttur til Rússlands í gegnum verslunarumboðsmann.

Vagninn var einnig notaður eftir 1740 í fjölmargar ferðir Elísabetar keisaraynju á valdatíma hennar, eins og sjá má á koparstungum frá þeim tíma.

  1. ↩︎
  2. ↩︎
  3. ↩︎
  4. ↩︎

Heimild: /www.kreml.ru/en

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Er American Primeval sögulega nákvæm?Er American Primeval sögulega nákvæm?

0 Comments

Bob Boze Bell Aðalsagnamaður Ameríku

Vertu tilbúinn fyrir innsýn í sanna söguna Bob Boze Bell er þekktur sem vestræni sögumaður Bandaríkjanna.

Hann er listamaður, höfundur, rithöfundur og gegnir stöðu framkvæmdaritstjóra True West tímaritsins.

Bell er vinsæll og eftirsóttur í sjónvarpsheimildarþáttum um Villta vestrið og birtist sem sérfræðingur í tugum þátta um sögu Villta vestursins.

Bell hlaut Emmy-verðlaun sem framkvæmdaframleiðandi PBS-þáttarins, Outrageous Arizona, sem er skrítið yfirlit yfir aldarafmæli ríkisins, sem hann skrifaði einnig og aðstoðaði við leikstjórn.

Sem höfundur hefur Bell lífgað við Billy the Kid, Geronimo, Doc Holliday, Wyatt Earp og Wild Bill Hickok í metsölubókaflokknum sínum Illustrated Life and Times.

Bækur hans Classic Gunfights I, II og III eru skyldulesning um mikilvægustu byssubardaga villta vestursins. Bad Men eftir Bell er nú í fjórðu prentun, á meðan myndskreytt ævisaga hans, The 66 Kid: Alinn upp við ,,aðalveginn”1 veitir persónulega innsýn í ástríðurnar sem hafa knúið hann áfram í lífslangri leit sinni að því að túlka sögu ameríska vestursins fyrir áhorfendum um allan heim.

  1. Mother Road: Vegur 66 sem John Steinbeck gerði goðsagnarkenndan ↩︎

Heimild: True West History of the American Fronters

Þýðdi og skráði: Firðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Péturs III og Önnu dóttir hansVagn Péturs III og Önnu dóttir hans

0 Comments

Stór fjögurra sæta yfirbyggingin með örlítið bogadregnum fram- og bakhlið er útfærður snemma á 18. öld í Frakklandi og hefur fallega skuggamynd og fullkomin hlutföll.

Efri hluti fram- og hliðarveggja og hurða er í þykkt hágæðagler í gluggum (plate glass). Hann er búinn fjöðrun, snúningsás/fimmt hjól, vagnsæti, þjónssæti og fótabretti fyrir þjón, sem er fest inni í yfirbyggingunni.

Innréttingarnar voru undir sterkum áhrifum frá nýjum fagurfræðilegum straumum sem kristalluðust í Regency-stílnum sem einkenndist af frönskum búningum þess tíma1.

Útskorin gyllt þakbrúnarskreyting yfirbyggingarinnar, hliðapanelsamskeiti, gluggar og hurðarkarmar2.

Vagninn einkennist af raunsærri meðhöndlun einstakra mótífa ásamt undarlegum, frábærum formum og einnig af samhverfu og reglulegu fyrirkomulagi skrautsins.

Andstæða beinna og bogadreginna lína og frjáls meðferð einstakra fígúra gerir það að verkum að innréttingarnar virðast léttar og hreyfanlegar.

Skrautið í anda hergagna: blómakransar, grímur, skeljar og laufgreinar. Lausaskraut sem mynda blúndumynstur eru áberandi meðal skreytingarmyndanna.

Málaralistin á goðsagnafræðileg efnistök svo sem cerúbum skiptir einnig miklu máli í skreytingum vagnsins.

Myndir af cerúbum með lúðra og ketiltrommur eru sýndar á hliðunum. Á hurðunum og framhlið eru gyðjurnar Clio, gyðja skáldskapar, Thalia, gyðja gamanleiksins, og Euterpe, en óspjallaðar þokkagyðjur á bakhlið.

Málverkið er aðallega unnið í gylltum, grænum og rauðum litum og sýnir örugga teikningu og tilfinningu fyrir litum, auk mikils hugvits í fylgihlutunum.

Útskurðurinn á vagninum er ýktur með gylltu bronsi. Þakið er prýtt átta fallegum bronskerjum. Áklæðinu er haldið á sínum stað með bronsnöglum, höfuð styttunnar aftan mynda stoð og gegna skrauthlutverki.

Handföng hurðanna eru stórar sylgjur og spennur úr bronsi.

Bogadregnir burðir í undirvaninum eru gylltir bronsi sem er blandað kvikasilfri og púðri, en þar ofar stendur tignarleg kvengyðja sýnd á meðal skrautlega bogadreginna burðarboganna.

Mótívin eru steypt í nokkuð djúpri þrívídd. Allt ber þetta vitni um reynslu, kunnáttu og vönduð vinnubrögð meistarans.

Fremri hluti undirvagnsins er skreyttur viðarskúlptúr í formi apstraktískra kvenfígúrutívra sem raðað er upp í yfirveguðum og öguðum takti3.

Bólstrunin að innan fylgir krefjandi línum heildarinnréttingarinnar, eins og krúna ítölska flauelsins með blíðri, fölblárri glæsilegri hönnun.

Í langri sögu sinni átti vagninn nokkra eigendur.

1721 kom Karl Friedrich prins af Holstein til Sankti Pétursborgar sem unnusti Anne, dóttur Péturs mikla.

Í sérfræðibókmenntum var þessi vagn ranglega tengdur honum í langan tíma.

Rannsóknir á skjalasafni Armory hafa gert okkur kleift að staðfesta að vagninn hafi verið pantaður í Frakklandi af Pétri mikla.

Síðar var það brúðkaupsgjöf keisarans til dóttur hans, Anne, sem ók í burtu til Holsteins með eiginmanni sínum Carl Friedrich.

1742 kom Pétur III, nýr eigandi vagnsins, til Rússlands í honum. Vagninn var notaður til hátíðargöngu í Holstein. Á fjórða áratugnum var það endurtekið í garði hesthússanna í Sankti Pétursborg.


  1. Vagninn var smíðaður 1721. Sem er nokkrum áratugum fyrir Regency tímabilið eftir því sem næst verður komist. Hef ekki skýringu á þessu misræmi! ↩︎
  2. Helstu einkenni Regency-tímabilsins voru: Ríkisvaldið skartaði einfaldri tísku, rómantískri list og bókmennta og vinsældum skáldsögunnar. Tímabilið er einnig þekkt fyrir stranga félagslega uppbyggingu. ↩︎
  3. Þjóðir voru sýndar sem kvenpersónur. Kvenformið sem valið var til að persónugera þjóðina stóð ekki fyrir neina ákveðna konu í raunveruleikanum heldur var reynt að gefa óhlutbundna hugmynd um þjóð á áþreifanlegan hátt, það er að segja að kvenpersónan varð myndlíking þjóðarinnar. ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – CARRIAGE. FRANCE, EARLY 18TH C.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum

0 Comments

Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðarhönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðarhönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktar hefðir. Þeim tuttugu og fjórum plötum ( plates ) í réttum litum er ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnanna eins og mögulegt er landfræðilega.

Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggða á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er lýst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til lokaafurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt.

Í þá bók, The Wheelwrights heildsala George Sturt, sem gefin var út af Cambridge University Press, verður vitnað nokkrum sinnum. Eins er saga vagnanna (History of waggons),

bók sem fjallar um frumstæð flutningaáframhald (the primitive transport onward), er ekki meðal tilvísunarbóka,

vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski búvagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt Landbúnaðarflutningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum of Wales).

Verkefninu gæti verið best lýst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun, allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og enn í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna.

Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmd því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum, gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykja léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmætum. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hendi.

Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales, fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974.

Skrásett og þýtt af Friðriki Kjartanssyni

Yfirlestur: malfridur.is

Notaðu hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnana og hönnun þeirra ásamt sögu!

Hlekkir á vísindalegar greinar um ensku bændavagnana!

Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!