Tag: bell

Er American Primeval sögulega nákvæm?Er American Primeval sögulega nákvæm?

0 Comments

Bob Boze Bell Aðalsagnamaður Ameríku

Vertu tilbúinn fyrir innsýn í sanna söguna Bob Boze Bell er þekktur sem vestræni sögumaður Bandaríkjanna.

Hann er listamaður, höfundur, rithöfundur og gegnir stöðu framkvæmdaritstjóra True West tímaritsins.

Bell er vinsæll og eftirsóttur í sjónvarpsheimildarþáttum um Villta vestrið og birtist sem sérfræðingur í tugum þátta um sögu Villta vestursins.

Bell hlaut Emmy-verðlaun sem framkvæmdaframleiðandi PBS-þáttarins, Outrageous Arizona, sem er skrítið yfirlit yfir aldarafmæli ríkisins, sem hann skrifaði einnig og aðstoðaði við leikstjórn.

Sem höfundur hefur Bell lífgað við Billy the Kid, Geronimo, Doc Holliday, Wyatt Earp og Wild Bill Hickok í metsölubókaflokknum sínum Illustrated Life and Times.

Bækur hans Classic Gunfights I, II og III eru skyldulesning um mikilvægustu byssubardaga villta vestursins. Bad Men eftir Bell er nú í fjórðu prentun, á meðan myndskreytt ævisaga hans, The 66 Kid: Alinn upp við ,,aðalveginn”1 veitir persónulega innsýn í ástríðurnar sem hafa knúið hann áfram í lífslangri leit sinni að því að túlka sögu ameríska vestursins fyrir áhorfendum um allan heim.

  1. Mother Road: Vegur 66 sem John Steinbeck gerði goðsagnarkenndan ↩︎

Heimild: True West History of the American Fronters

Þýðdi og skráði: Firðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is