Tag: ballina

Charles Bianconi kom með hjól til Írlands #1Charles Bianconi kom með hjól til Írlands #1

0 Comments

Charles Bianconi, maðurinn sem kom með hjól til Írlands 1815. 1815 – 1875. Snemma á 1800 voru ferðalög um Írland að mestu umferð gangandi vegna slæmra vegaskilyrða og dýrra hestaflutninga. Charles Bianconi (1786 – 1875), ítalsk-írskur frumkvöðull, kynnti almenningssamgöngur á viðráðanlegu verði á 19. öld. Árið 1802 flutti Charles til Dublin og byrjaði að selja leturgröft á götum úti. Seinna stofnaði hann verslun sína í Carrick-on-Suir og Waterford. Árið 1815 setti hann á markað fyrsta Bianconi jaunting1-vagninn2, tveggja hjóla vagn dreginn af hesti, sem býður upp á nýja samgöngumáta á Írlandi. Í gegnum árin jók Bianconi leiðir sínar og tengdi kaupstaði frekar en helstu póstvagnaleiðir. Með tilkomu járnbrauta árið 1834 eignaðist hann hlut í járnbrautarlínum og tengdi þær við ágætt vagnanet sitt. Árið 1851 kynnti Bianconi metnaðarfulla leið frá Ballina til Dyflinnar, sem fór yfir 233 km á einum degi. Kúskarnir hans héldu áfram til 1850, starfræktu samhliða járnbrautarþjónustu og mynduðu samþætt samgöngukerfi á Írlandi.

Þegar mest var taldi flotinn hundrað jaunting3 vagna, sem óku 3.800 mílur daglega með 120 bæjum og 140 stöðvum. Charles Bianconi lést í Clonmel 22. september 1875 og skilur eftir sig farsæla samþætta almenningssamgönguþjónustu á Írlandi.

Ef þú ert félagi í Ireland Made – stories of Irish transport á Facebook geturðu séð myndbandið sem tengist þessari frásögn beint!

  1. Var líka kallaður ,,strætó” af allmenningi ↩︎
  2. Írski hliðarsæta vagninn ↩︎
  3. Bein þýðing: Flakkara vagn ↩︎

Heimild: Bianconi King of the Irish Roads – M.O’C. Bianconi & S.J. Watson 1962,
Bianconi: A Boy with a Dream: The Pioneer of Irish Transport – Thomas Ryan
Charles Bianconi: A Lesson on Self-help in Ireland (1890) – Samuel Smiles
costamasnaga.altervista.org – Dante Corbetta
Kerry Evening Post
National Gallery of Ireland
Our Irish Heritage
The Irish Story
The O’Donohoe Archive
Their Irish History
Thurles Information
Travel and transport in Ireland – KB Nowlan
University of Limerick – Special Collections

Fengið að láni frá: Ireland Made – stories of Irish transport á Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is