Tag: aurhlífar

Stanhope Pæton #14Stanhope Pæton #14

0 Comments

Stór Stanhope Pæton






Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!

Húsfrúin, Húsmóðir eða Hússtýran mættu kannski þýða á íslensku. En líklega væri Forstöðukonan næst enska heitinu. Allar tillögur eru vel þegnar kæru lesendur! Þvi miður er smíðaár ekki vitað.
Rafpóstur: [email protected] og svo má skrá sig inn á bloggið hér fyrir neðan og mæli ég eindregið með því til að fá líflega umræðu!

Dásamlega fallega handverk. Yfirbyggingin ásamt sætisbökunum beygð í gufu ásamt dráttarkjálkunum og aurbrettunum. Sennilega er þessi fallegi vagn úr Aski. Neðarlega að framan á hvoru horni eru svo hulsur fyrir lampana/ljósin. Engar bremsur eru á vagninum.

Það er hugsað fyrir öllu sem þarf. Hylki upp úr miðju aurbrettinu fyrir svipuna svo Þessi smekklega grind sem taum -hvíla.

Snyrtilega og vel bólstrað, svo er valið á klæðinu fyrsta flokks með tilliti til enska upprunans og tískunnar á blómatíma vagnsins..

Ef við lítum á undirvagninn þá sjáum við að bæði öxullinn og gólfið er niðurfellt ásamt því að fjaðrirnar eru látnar taka hærra á undir yfirbyggingunni. Þetta er svona hannað til að auðveldara sé að ganga út og inn í vagninn.

Uppgerð af Charles F. Detrick
Heimildir: Myndir fengnar að láni á Carriages for sale and wanted north america only hópur Facebook.
Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson
Próförk: yfirlestur.is