Berliner frá París 1763 #10Berliner frá París 1763 #10
Hversdagsútréttingavagn Katrínar miklu!
Þessi fjögurra sæta vagn geislar af yndislegri fágun.

Rússland, 19. öld, óþekktur listamaður.
Olíumálverk á striga.
Lítill yfirbygging (hlutfallslega), sporöskjulaga í neðri hlutanum, hefur rólegar línur og fínleg hlutföll sem eru enn frekar undirstrikuð af mýkt hins gyllta útskurðar.
Breið rönd strangra rúmfræðilegra skreytinga umhverfis efri brún vagnyfirbyggingarinnar skapar léttleika í útlitinu. Hinn skýri og rólegi útskurður inniheldur lauf, fléttur, hringlaga skraut, fornaldarlegar blómaskreytingar og smágerð líkneski.
Hann byggir á taktföstum endurtekningum sama mynsturs.
Samhverfa ræður ríkjum í skreytingunum.
Útskurðurinn er fíngerður og blúndulíkur, unninn af mikilli færni.
Málverkið með sínum fágaða litaskala er í samræmi við hinn vandaða útskurð.
Málverk með goðsögulegum þemum, eitt af aðalatriðum í listrænu yfirbragði vagnsins, þekur nánast alla yfirbygginguna.
Blómstrandi og blíð náttúra myndar yndislegan landslagsbakgrunn.
Málverkið sýnir þroskaða færni og fínlega hönd listamannsins, en nafn hans er enn óþekkt.
Einnig er mikið notað af bronsi í skreytingunum.
Meðfram þakbrúninni eru bronsskreytingar í formi knippis af stilkum og útskornir, bronsborði/renningur. Þótt þær séu undirskipaðar heildarsamsetningunni eru þær gerðar í lágmynd, fínlega unnar og skartgripalíkar.
Perlumóðursskraut, sem myndar hringlaga skrautmyndir, er notað í listrænum skreytingum fram- og bakveggja og hurða.

Gluggarnir og hurðirnar innihalda vel fægða glerplötu með með vandlega slípuðum fleti.
Vandlega unnin litasamsetning innréttingarinnar og skjaldarmerkisins samanstendur af gullsaumi í upphleyptum saumi (á hliðunum inni í vagninum), frönskum köntum og skúfum ásamt rauðu flaueli.
Undirvagninn er skreyttur með upphleyptu skrauti og er, ásamt grindinni og hjólunum, þétt gylltur þannig að hægt er að sjá hinar fágætu útlínur hins glitrandi gullvagns langt að.
Skrá frá 19. öld í vopnabúrsskjalasafninu hefur hjálpað til við að staðfesta að upphaflega var allur undirvagninn og hjólin gyllt.

Berliner. frá París, 1763-1765.
Þau fengu sitt núverandi útlit (máluð rauð) þegar vagninn var gerður upp 1881.
Við smíði vagnsins notaði franski meistarinn Breighteil nýjustu tækniframfarir síns tíma, nánar tiltekið lagskiptar (fjaðrablöð) hálf-mánalagaðar fjaðrir, stöng á hvorri hlið vagnsins sem dró verulega úr höggum og veltingi, og útitröppu.
Vagninn var pantaður fyrir Katrínu miklu frá Breighteil 1763 og fluttur til Rússlands af verslunarumboðsmanni 1765. Vitað er að þetta var uppáhaldsferðavagn Katrínar og hún notaði hann til daglegra útréttinga.
Heimild: www.kreml.ru/en-Us/
Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is
Skráning: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is