Tag: 79

Eldvagninn endurbyggður!Eldvagninn endurbyggður!

0 Comments

Endursmíði hátíðarvagnsins frá Civita Giuliana!


Endurbygging hátíðarvagnsins frá Civita Giuliana. Frá uppgötvun til endurreisnar.

Sýning fyrir almenning.

Saga um bata, lögmæti og eflingu einstakrar uppgötvunar.

Frá uppgötvun til endurreisnar.

Innihald: Frumsýning fyrir aðalsýninguna. Tímagapið milli nútímans og forna.

Staðsett í Museo Nazionale Romano frá 4. maí til 30. júlí 2023.

2019 hófust uppgröftur í Civita Giuliana, hverfi norðan hinnar fornu borgar Pompeii.

Glæsilegur fjögurra hjóla hátíðarvagninn fannst ásamt járnverki sínu, töfrandi brons- og silfurskreytingum sem sýna erótískar myndir, steinefnablönduðum viðarhlutum og áletrun lífrænna þátta (þar á meðal reipi og leifar af plöntuskreytingum).

Vagninn fannst næstum heill í portinu fyrir framan hesthúsið ásamt leifum þriggja hesta. Svona eins og undirbúið hefði verið að yfirgefa heimilið.

Þessi uppgötvun er einstök á Ítalíu þegar horft er til varðveisluástands. Líka í ljósi þess að einstakir skrautmunir og öll bygging vagnsins hafa komið fram.

Í einbýlishúsi í úthverfi sem hafði verið auðkennt og rannsakað að hluta til snemma á tuttugustu öld. Og færðist aftur í brennipunkt athyglinnar vegna ólöglegrar könnunar grafhýsis.

Uppgröfturinn var fordæmalaus, bæði hvernig hann hófst og vegna óvenjulegra uppgötvana sem þar voru gerðar.

Meðal fundanna var hátíðarvagn með íburðarmiklum brons- og silfurskreytingum í frábærri varðveislu.

Vagninn hefur nú verið endurgerður og bætt við hlutum sem vantaði en í öskunni geymdust „negatífur“ sem voru endurheimtar með gifsafsteypum af horfnum hlutum.

Það er loksins hægt að dást að vagninum í upprunalegri mynd og stærð á sýningunni „Augnablikið og eilífðin.

Milli okkar og hinna fornu“, sem verður haldin í Museo Nazionale Romano frá 4. maí til 30. júlí 2023.

Hins vegar, einstakt mikilvægi fundarins er afsprengi þeirrar staðreyndar að þetta var ekki vagn til að flytja landbúnaðarafurðir eða til daglegra hversdagslegra athafna, dæmi um það hafa þegar fundist bæði í Pompeii og Stabiae.

Hægt er að auðkenna vagninn sem pilentum, farartæki sem elíta í Rómverjaheiminum notaði við hátíðaathafnir og sérstaklega til að fylgja brúðinni í nýja húsið hennar.

Vagninn er einstakur og viðkvæmur fundur. Bæði vegna krefjandi varðveislu í samhengi fundar hans, og vegna þeirrar vinnu sem þarf til að sækja hann bókstaflega úr kafi og endurbyggja og svo sýna hann opinberlega.

Felur þetta í sér að fullu tilfinningu hverfulleika og eilífðar sem sagan veitir með sönnunargögnum um ótrúlegan menningararf Ítalíu.

Verkefnið hófst árið 2017 með samstarfi ríkissaksóknarans í Torre Annunziata, Carabinieri-listþjófnaðarsveitarinnar fyrir Campania og rannsóknardeildarinnar Torre Annunziata og fornleifagarðsins í Pompeii sem var skipuð til að stöðva ólöglega starfsemi í grafhýsum og rán á fornleifum svæðisins.

2019 leiddi þetta samvinnufrumkvæði til þess að viljayfirlýsing um lögmæti var undirrituð af ýmsum stofnunum sem miða að því að berjast gegn ólöglegri starfsemi á yfirráðasvæðinu í kringum Vesúvíus

Uppgröfturinn sem fylgdi í kjölfarið leiddi til uppgötvunar og endurheimtar herbergja og funda sem hafa gríðarlega sögulega og vísindalega þýðingu:

Þegar vagninn fannst við uppgröftinn var hann afar mikilvægur vegna upplýsinganna sem hann gaf um þennan ferðamáta – hátíðarfarartæki – sem á sér enga hliðstæðu á Ítalíu. Svipaður vagn hafði fundist fyrir mörgum árum í Grikklandi, á stað í Þrakíu til forna, í gröf sem tilheyrir háttsettri fjölskyldu, þótt farartækið hafi verið skilið eftir á staðnum.Þetta er í fyrsta skipti sem pilentum hefur verið endurbyggt og rannsakað vandlega,“

Segir Massimo Osanna, forstjóri ítalskra safna, en undir eftirliti hans sem forstöðumaður Pompeii-garðsins hófst öll starfsemi 2018, þar á meðal undirritun viljayfirlýsingar við ríkissaksóknara.

.

þar á meðal eru hesthús með leifum nokkurra hesta og jafnvel spenntur hestur fyrir vagn (þar sem það hefur reynst mögulegt að búa til fyrstu gifssteypu þeirrar tegundar).

Frá fundi hátíðarvagnsins!

Herbergi fyrir þræla og hátíðarvagninn í þjónustuhlutum einbýlishússins, auk gifsafsteypu af tveimur fórnarlömbum eldgoss í íbúðarhúsnæðinu.

„Þetta er sérstæður fundur sem sýnir að frekari sannanna var þörf vegna einstaka eðlis ítalskrar arfleifðar,“ sagði Gennaro Sangiuliano, menningarmálaráðherra Ítalíu.

Endurgerð og sýning vagnsins táknar ekki bara endurheimt óvenjulegrar uppgötvunar fyrir borgara og fræðimenn.

Þetta kórónar árangur samstillts átaks sem felur í sér sameiginlegar afurðir fornleifagarðsins í Pompeii, skrifstofu ríkissaksóknarans Torre Annunziata og Carabinieri-listþjófnaðarsveitarinnar.

Það mun hvetja okkur til að kappkosta enn frekar að vera betur meðvituð um arfleifð okkar, sem er bæði arfleifð mikilfenglegrar fortíðar en einnig tækifæri fyrir borgaralegan og félagslegan hagvöxt í framtíðinni.“

Frá fundi hátíðarvagnsins!

Heimild: Pompeiisites.org

þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

„Uppgröfturinn sem gerður var í Civita Giuliana markaði einnig beitingu uppgreftiaðferðafræði í allt samhengi, sem þegar var hefðbundin venja í Pompeii, þar sem þverfaglegt teymi fornleifafræðinga, arkitekta, verkfræðinga, eldfjallafræðinga og mannfræðinga tók þátt. Núverandi endursmíði vagnsins og kynning hans fyrir almenningi endurspegla mun víðtækari sögu um að standa vörð um menningararf Ítalíu.

Fyrir utan vísindalegt mikilvægi er vagninn líka tákn um dyggðugt ferli lögmætis, verndar og endurbóta, ekki bara einstakra funda heldur alls svæðisins í kringum Vesúvíus.

Bætir Gabriel Zuchtriegel, núverandi garðsstjóri, við.

„Vinnan markaði upphaf aðgerða sem ætlað er að taka eignarnámi ólögleg mannvirki til að halda áfram að kanna staðinn. Það tóku einnig þátt nokkrar stofnanir sem unnu saman að sama markmiði.

Auk ríkissaksóknara og Carabinieri hefur bæjarstjórn Pompeii einnig lagt mikið af mörkum til að stjórna umferð á vegum í þéttbýli sem varð óhjákvæmilega fyrir áhrifum af yfirstandandi uppgreftri.

Sýning dýrmætu fundanna markar upphafspunkt í átt að metnaðarfyllra markmiði sem felur í sér að gera alla villuna aðgengilega almenningi“.

Sýningin þar sem vagninn er sýndur hefur verið kynnt af ítalska menntamálaráðuneytinu og gríska menningar- og íþróttaráðuneytinu (Ephorate of Antiquities of the Cyclades) og endurspeglar mikilvægi samvinnu landanna tveggja.

Sýningin var skipulögð af framkvæmdastjóra safna og Museo Nazionale Romano-listasafnsins í samstarfi við listútgefendur Electa. Sýningin var skipulögð af fornleifafræðingnum Massimo Osanna, Stéphane Verger, Maria Luisa Catoni og Demetrios Athanasoulis, með stuðningi fornleifagarðsins í Pompeii og þátttöku Scuola IMT Alti Studi Lucca og Scuola Superiore Meridionale.

Smelltu/ýta lesa meira …

Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 3Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 3

0 Comments

Eftir dauða Alexanders var útfararvagn útbúinn

Flytja varð lík hans frá Babýlon til Alexandríu í Egyptalandi. Sú vegalengd voru nokkur hundruð kílómetrar. Líkvagninn hefur ef til vill aldrei verið nógu merkilegur til að minnast á í annálum vagnasmíðinnar. Hann var búinn til á tveim árum og var hannaður af hinum kunna arkitekt og verkfræðingi, Híerónýmusi. Hann var 18 metra langur og 12 metra breiður, á fjórum gríðarstórum hjólum og dreginn af sextíu og fjórum múldýrum. Útfararvagninn var samsettur úr palli og háu þaki, og átján súlur voru undir því. Hann var prýddur gulli og skartgripum. Gullbjöllur voru í þakbrúninni allan hringinn. Fyrir miðjunni var hásæti og fyrir framan kista Alexanders mikla. Kringum um kistuna voru vopn og brynja Alexanders. Þessi vagn var stór og sagnfræðingar hafa lýst honum og ýmsum áætlunum sem voru um útlit hans. Sjá má í verkum Ginsburgs á fornum vögnum í bókasafni British Museum, meðal annarra lýsinga.

Útfararvagn Alexanders mikla eftir lýsingu Diodorus Siculus . Heimild Wikipedia

Annað tímabilið í sögu hestvagna hefst með innrás Rómverja í Belgíu og Bretland. Bretar til forna höfðu notað vagna til hernaðarnota sem voru greinilega nýjar fréttir fyrir Rómverja. Hestvagnar Breta og Belga höfðu hærri hjól og var farið upp í að framan, ekki að aftan, eins og rómversku vagnarnir. Dráttarstöngin (tungan) stefndi upp að hálsi hestanna hjá Rómverjum. Hún stefndi lárétt milli hestanna og var svo breið að kúskurinn gat gengið eftir henni. Kúskurinn gat hlaupið fram eftir tungunni og stökk fram fyrir hestana Breta og Belgíu megin. Vagnarnir voru stærri en rómversku vagnarnir. Sæti voru líka um borð. Rómverjum þótti þetta sérkennilegt. Stundum voru þessir vagnar búnir tréútskurði sem stóðu út úr nöfum hjólanna. Gaulverjar og Belgar notuðu vafalaust svipaða vagna. Bresku vagnarnir „Út að borða“ [vagnar með sæti sem fengu þetta uppnefni frá Rómverjum sem fannst sérkennilegt] voru bestir. Cicero sem skrifar vini sínum í Bretlandi segir: „Fátt er þess virði að flytja það burt frá Bretlandi nema vagnanna en hann óskaði þess af vini sínum að hann færði honum einn til minja.“ Cicero skrifar vini sínum í Bretlandi segir: „Fátt er þess virði að flytja fólk burt frá Bretlandi nema vagnana en hann óskaði þess af vini sínum að hann færði honum einn til minja.“

Fjögurra hjóla vagninn, lægri hjól framan en hærri aftan, kallaðir „cisium“, varð aðalökutækið, hraðskreiðustu vagnarnir á opinberum vegum. Hvort heldur sem var á Ítalíu eða á hernaðarvegunum sem áður höfðu verið lagðir inn í Frakkland, Spán eða Þýskaland. Póstsendingar og bréf voru send með hraði og stundvísi til hinna fjarlægari hluta Rómaveldis. Sagnfræðingurinn Svenótínus nefnir að Ágústus keisari hafi sent unga menn, á sínum valdatíma, á hervögnum með boð til héraðsstjóranna. Auk þessara hraðflutninga eftir opinberu vegunum var vagninn notaður sem hægfara vagn (rheda) dreginn af sex eða átta

Fjögra hjóla Cisium dregin af múldýrum

Þegar Rómverjar tóku Cassíbelaus til fanga tóku þeir líka sex hundruð hestvagna, fjögur þúsund kúska (essedarii) og hermenn. Ég held að við megum líta á þessa vagna sem grunninn að þróun vagna Rómverja á síðari tímum. Þessi nafngift hreif Rómverja, „Essedum“ (komið frá Rómverjum. Þýðir líklega að sitja við eða að sitja við borð. Kannski þýðir það að borða, úr latínu að öllum líkindum). múldýrum. Hús voru byggð við aðalgötuna þar sem hægt var að leigja þessa tvær gerðir vagna. Cicero lýsir yfir að boð hafi verið send fimmtíu og sex mílna leið í „Cisium“ sem tók tíu klukkustundir. Á stöpli í Ingel, skammt frá Treves, er minnisvarði tveggja manna sem sitja í „Cisium“ með einum hesti. Farartækið er mjög líkt enskum vagni þekktum sem Gig.

Í stjórnartíð keisaranna í Róm fjölgaði farartækjum á hjólum, af ýmsum gerðum, en sökum þess hve óskýrt og ógreinilega höfundar þess tíma tala um þau er erfitt að setja inn nákvæmar lýsingar á þeim. Hjólin stækkuðu að ummáli. Í höfuðborg Rómar er keisarinn Marcus Árelíus keisari í hestvagni sem á að tákna sigurför en hjólin eru jafnhá baki hestanna. Sir William Gell nefnir í Pompeii til forna í verki sínu að þrjú hjól hafi verið grafin úr rústunum árið 79 þegar hann vann að því að reisa borgina Pompeii sem fórst árið 79. Hann nefnir að þrjú hjól hafi verið grafin úr rústunum á hans dögum—mjög líkt okkar tíma

hjólunum — lítið eitt diskuð og 4 fet og þriggja tommu að ummáli, með tíu pílárum, þykkari í hvorn enda en í miðju. Sir W. Gell sýnir einnig málverk af vagni sem notaður er til vínflutninga í risastórum leðurbelg. Á fjögurra hjóla vagni með boga í miðjunni (undirhlaup) fyrir framhjólið til að ganga undir í kröppum beygjum. Dráttarpósturinn (tungan) virðist á málverkinu, enda í nokkurs konar forki og tengjast öxulfestingunum í endann sem festist í vagninn. Eftir því sem auður Rómverja jókst sóttust þeir eftir að nota þægilega og vel skreytta vagna. Um árabil voru í gildi svokölluð „neyslulög“ sem settu reglur um klæðnað, húsgögn og skraut sérhvers borgara, í samræmi við stöðu hans og áhrif. Lögin settu einnig ákvæði um hvernig skreyta skyldi hestvagna í einkaeigu.