Tag: 19 öldin

Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1

0 Comments

Mikla vagnaumferðin og hrossamykjuvandamálið 1894. Á 18. öld voru jafnvel smábæir eins og Kingston, Twickenham og jafnvel Richmond að vakna upp við frekar ósmekklegt borgarvandamál – hrossaskít um götur. Þetta var þó sem ekkert miðað við vandamálið sem byrjaði að koma upp í stórum bæjum og borgum. Í lok 1800 voru bæir og borgir um allt land að „drukkna í hrossataði“ vegna þess að í auknum mæli urðu íbúarnir háðir hestum til að flytja bæði fólk og vörur. Til að setja það í samhengi má benda á að á 19. öld voru yfir 11.000 Hansom-leiguvagnar á götum London einum saman. Það voru líka nokkur þúsund hestavagnar, sem hver þurfti 12 hesta á dag, sem gerir samtals yfir 50.000 hesta sem flytja fólk um borgina á hverjum degi.


Því til viðbótar voru enn fleiri hestvagnar og þungaflutningavagnar um stræti borgar sem þá var stærsta borg í heimi. Jafnvel í smærri bæjum eins og Richmond þar sem tiltölulega fáir hestar voru til samanburðar skapaði það samt vandamál. Helsta áhyggjuefnið var auðvitað mykjumagnið sem skilið var eftir á götunum. Að meðaltali mun hestur framleiða á milli tæp 7 til tæp 16 kíló af mykju á dag, svo lesandinn getur ímyndað sér hversu stórt vandamálið er. Hver hestur framleiddi líka um 2 lítra af þvagi á dag og til að gera illt verra voru meðallífslíkur vinnuhests aðeins um 3 ár. Því þurfti einnig að fjarlægja hestahræ af götum bæja og borga. Hræin voru oft látin rotna svo auðveldara væri að saga líkin í sundur til að fjarlægja þau.


Málið kom af krafti í umræðuna þegar The Times 1894 spáði … „Eftir 50 ár munu allar götur í London verða grafnar undir rúmlega 90 sentímetra af mykju“ Þetta varð þekkt sem „stóra hestaskítskreppan 1894“. Hins vegar þegar vandamálið var verst var björgunin í formi uppfinningarinnar eða bílsins. Sem betur fer byrjaði Henry Ford að smíða bíla á viðráðanlegu verði. Rafmagnssporvagnar og vélknúnir almenningsvagnar birtust einnig á götunum í stað hestavagnanna. Árið 1912 hafði það sem áður virtist óyfirstíganlegt vandamál verið leyst og vélknúin farartæki urðu aðaluppspretta flutninga.


Heimild: Bill Taylor á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Charles GoodyearCharles Goodyear

0 Comments

Uppfinningamaðurinn sem breytti heiminum en dó snauður og veikur!


,,Ekki fer saman gæfa og gjörvileiki”


Charles Goodyear hætti í skóla 12 ára gamall og hóf störf í vélbúnaðarverslun föður síns í Connecticut. Hann giftist Ella Clarisse Beecher 23 ára gamall og fljótlega eftir það fluttu þau hjónin til Fíladelfíu þar sem Goodyear opnaði eigin vélbúnaðarverslun.


Goodyear var hæfur kaupmaður en ástríður hans voru efnafræði, efnisfræði og uppfinningar. Seint á tíunda áratugnum varð hann sérstaklega heillaður af því að finna og bæta hagnýta notkun á náttúrulegu gúmmíi (kallað Indlandsgúmmí). Tilraunir hans myndu breyta heiminum en leið Goodyears til árangurs yrði krefjandi.
Árið 1830, 29 ára gamall, var Goodyear haldinn heilsubresti og gúmmítilraunir hans (sem hann hafði fjármagnað með lántöku) höfðu ekki borið árangur. Í lok ársins var fyrirtæki hans orðið gjaldþrota og hann var settur í skuldafangelsi. Þetta var grunsamleg byrjun á ferli hans sem vísindamanns og uppfinningamanns.


Helstu vandkvæðin við að finna notkunarmöguleika fyrir náttúrulegt gúmmí voru þau að efnið var óteygjanlegt og ekki endingargott, brotnaði niður og límdist við hitastig. Goodyear var staðráðinn í að finna efnafræðilega lausn á þessum vandamálum og hóf tilraunir sínar í fangelsinu. Eftir fjölda mistaka urðu tímamót þegar hann reyndi að hita gúmmíið með brennisteini og öðrum íblöndunarefnum. Árið 1843 skrifaði hann vini sínum: „Ég hef fundið upp nýja aðferð til að herða gúmmí með brennisteini og hún er jafn betri en gamla aðferðin og malarjárnið er betra en steypujárnið. Ég hef kallað það Vulkansuðu“.


Goodyear sótti um einkaleyfi fyrir gúmmíi með Vulkansuðu 24. febrúar 1844 (sama aðferð er notuð í dag og fyrir 180 árum). Einkaleyfið var gefið út fjórum mánuðum síðar. Það er vulkansuðu að þakka að gúmmí er hægt að nota í dekk, skósóla, slöngur og ótalmargt annað. Þetta var eitt mikilvægasta tækniafrek 19. aldar.

Útskýring: ,,Vulcanization“ er ferli þar sem gúmmísameindir eru efnafræðilega tengdar saman með hita og þrýstingi við lífræn/ólífræn efni. Gúmmíið sem er efnafræðilega tengt saman kallast vulkansuða.


Tæpum 40 árum síðar var hjólbarða- og gúmmífyrirtækið Goodyear, sem Frank Seiberling stofnaði í Akron í Ohio, nefnt til heiðurs Charles Goodyear. Hvorki Charles Goodyear né nokkur í fjölskyldu hans tengdust fyrirtækinu.


Sagnfræðingurinn Samuel Eliot Morrison velti fyrir sér afrekum Goodyears og sagði: „Sagan um Goodyear og uppgötvun hans á efnasuðunni er ein sú áhugaverðasta og lærdómsríkasta í sögu vísinda og iðnaðar.“ En eins og hann bætti við: „Þetta er líka epísk saga um þjáningar og sigur mannsins, því líf Goodyears var nánast samfelld barátta gegn fátækt og heilsuleysi.“ Goodyear var sjálfur heimspekingur um að hann hefði ekki náð fjárhagslegum árangri og skrifaði að hann væri ekki tilbúinn að kvarta yfir því að hann hefði plantað og aðrir hefðu safnað ávöxtunum. Ekki ætti að meta kosti starfsframa í lífinu eingöngu út frá stöðluðum dollurum og krónum, eins og of oft er gert. Maðurinn hefur bara ástæðu til að sjá eftir því þegar hann sáir og enginn uppsker.“

Heimild: A Daly Dose Of History á Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum

0 Comments

Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðarhönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðarhönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktar hefðir. Þeim tuttugu og fjórum plötum ( plates ) í réttum litum er ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnanna eins og mögulegt er landfræðilega.

Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggða á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er lýst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til lokaafurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt.

Í þá bók, The Wheelwrights heildsala George Sturt, sem gefin var út af Cambridge University Press, verður vitnað nokkrum sinnum. Eins er saga vagnanna (History of waggons),

bók sem fjallar um frumstæð flutningaáframhald (the primitive transport onward), er ekki meðal tilvísunarbóka,

vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski búvagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt Landbúnaðarflutningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum of Wales).

Verkefninu gæti verið best lýst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun, allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og enn í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna.

Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmd því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum, gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykja léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmætum. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hendi.

Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales, fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974.

Skrásett og þýtt af Friðriki Kjartanssyni

Yfirlestur: malfridur.is

Notaðu hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnana og hönnun þeirra ásamt sögu!

Hlekkir á vísindalegar greinar um ensku bændavagnana!

Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!