Tag: 19

Berliner frá París 1763 #10Berliner frá París 1763 #10

0 Comments

Hversdagsútréttingavagn Katrínar miklu!

Þessi fjögurra sæta vagn geislar af yndislegri fágun.

Lítill yfirbygging (hlutfallslega), sporöskjulaga í neðri hlutanum, hefur rólegar línur og fínleg hlutföll sem eru enn frekar undirstrikuð af mýkt hins gyllta útskurðar.

Breið rönd strangra rúmfræðilegra skreytinga umhverfis efri brún vagnyfirbyggingarinnar skapar léttleika í útlitinu. Hinn skýri og rólegi útskurður inniheldur lauf, fléttur, hringlaga skraut, fornaldarlegar blómaskreytingar og smágerð líkneski.

Hann byggir á taktföstum endurtekningum sama mynsturs.

Samhverfa ræður ríkjum í skreytingunum.

Útskurðurinn er fíngerður og blúndulíkur, unninn af mikilli færni.

Málverkið með sínum fágaða litaskala er í samræmi við hinn vandaða útskurð.

Málverk með goðsögulegum þemum, eitt af aðalatriðum í listrænu yfirbragði vagnsins, þekur nánast alla yfirbygginguna.

Blómstrandi og blíð náttúra myndar yndislegan landslagsbakgrunn.

Málverkið sýnir þroskaða færni og fínlega hönd listamannsins, en nafn hans er enn óþekkt.

Einnig er mikið notað af bronsi í skreytingunum.

Meðfram þakbrúninni eru bronsskreytingar í formi knippis af stilkum og útskornir, bronsborði/renningur. Þótt þær séu undirskipaðar heildarsamsetningunni eru þær gerðar í lágmynd, fínlega unnar og skartgripalíkar.

Perlumóðursskraut, sem myndar hringlaga skrautmyndir, er notað í listrænum skreytingum fram- og bakveggja og hurða.

Gluggarnir og hurðirnar innihalda vel fægða glerplötu með með vandlega slípuðum fleti.

Vandlega unnin litasamsetning innréttingarinnar og skjaldarmerkisins samanstendur af gullsaumi í upphleyptum saumi (á hliðunum inni í vagninum), frönskum köntum og skúfum ásamt rauðu flaueli.

Undirvagninn er skreyttur með upphleyptu skrauti og er, ásamt grindinni og hjólunum, þétt gylltur þannig að hægt er að sjá hinar fágætu útlínur hins glitrandi gullvagns langt að.

Skrá frá 19. öld í vopnabúrsskjalasafninu hefur hjálpað til við að staðfesta að upphaflega var allur undirvagninn og hjólin gyllt.

Þau fengu sitt núverandi útlit (máluð rauð) þegar vagninn var gerður upp 1881.

Við smíði vagnsins notaði franski meistarinn Breighteil nýjustu tækniframfarir síns tíma, nánar tiltekið lagskiptar (fjaðrablöð) hálf-mánalagaðar fjaðrir, stöng á hvorri hlið vagnsins sem dró verulega úr höggum og veltingi, og útitröppu.

Vagninn var pantaður fyrir Katrínu miklu frá Breighteil 1763 og fluttur til Rússlands af verslunarumboðsmanni 1765. Vitað er að þetta var uppáhaldsferðavagn Katrínar og hún notaði hann til daglegra útréttinga.

Heimild: www.kreml.ru/en-Us/

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Ekki venjubundin dráttardýr #1Ekki venjubundin dráttardýr #1

0 Comments

Hestar hafa verið aðaldýrategundin til að draga vagna í gegnum aldirnar. Næst á eftir koma uxar, múldýr og asnar. Allir voru þeir nokkuð algengir þegar draga átti farartæki.

Hér eru nokkur minna þekkt dýr sem notuð voru til að draga farartæki í Ameríku og Evrópu á 19. öld. og snemma á 20. öld.

Í Alaska og Kanada voru elgir furðu vinsælir, sérstaklega þar sem erfiðara var að finna hesta eða komast út á þessum einangruðu villtu stöðum.

Í óbyggðum Ameríku voru vísundar og elgur tamdir að vissu marki. Svo áttum við sebrahesta vinsæla meðal yfirstéttarinnar í Evrópu og Bretlandi. Frá 1890 til 1940 var augljóslega einbeitt viðleitni elítunnar til að temja sebrahesta frá Afríku.

Sebrahestar voru þjálfaðir til að draga farartæki og jafnvel til reiðar, allt þó ekki til mikillar velgengni. Um 1940 höfðu flestir aðalsmenn gefist upp á að temja sebrahestinn og létu sér nægja að láta hann eftir villtan og óstýrilátan eins og náttúran ætlaðist til. Við elskum að halda sögunni lifandi!



Pin page

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Heimild: Northwest Carriage Museum á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is