Tag: 1883

Strætismynd frá Panama, NY á póstkortiStrætismynd frá Panama, NY á póstkorti

0 Comments

Nafnið var innblásið af klettamyndunum

Ódagsett mynd af póstkorti sem sýnir götumynd í Panama, NY.

Saga Panama-þorps

Þorpið Panama var opinberlega stofnað árið 1861.

Nafnið „Panama“ var fyrst notað opinberlega þegar bandaríska pósthúsið var stofnað árið 1826.

Nafnið var innblásið af klettamyndunum sem minntu snemmbúa á þær sem sáust á Panamaskaganum. Talið er að Moses Cushman Marsh, fyrsti póstmeistari þorpsins og rekstraraðili verslunarfélags á staðnum, kunni að hafa átt þátt í nafngiftinni vegna fyrri viðskipta sinna á Kúbu og hugsanlegra ferða yfir Panamaskagann.

Fyrstu landnemar

Einn af merkum fyrstu landnemum í Panama var George Hawkins.

Fæddur árið 1802 í Oneida-sýslu, New York, keypti George lóð 50 í þorpinu árið 1825.

Um 1827 giftist hann Rhode Powers, sem fædd var árið 1806.

Hjónin unnu saman að því að ryðja land sitt og byggja upp lífsviðurværi.

George Hawkins lést árið 1883 og Rhoda fylgdi á eftir árið 1900. Þau eru grafin í Panama Union-kirkjugarðinum og deila einnig legsteini.

Fjölskyldubakgrunnur

Faðir Rhodu Powers, Simeon Powers, gegndi mikilvægu hlutverki í trúarlífi Panama á fyrstu árunum með því að stofna baptistakirkju á svæðinu.

Ættir og bakgrunnur foreldra George Hawkins eru óþekkt, sem bætir dulúð við fjölskyldusögu hans.

Fyrstu ár sögu Panama benda til þeirra algengu áskorana og viðleitni sem 19. aldar landnemar stóðu frammi fyrir við að skapa samfélög og þróa innviði á nýjum svæðum.


Heimild: Historical Memories á Facebook

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Métisfólkið og einstakir vagnar þessMétisfólkið og einstakir vagnar þess

0 Comments

Fólk af ættbálki Métisa safnaði Vísundabeinum 1886!




Heimildir: Old West History & Americas Cultures Facebook
Skrásetjari og þýðandi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Dauðadals Borax vagna myndasafn!Dauðadals Borax vagna myndasafn!

0 Comments

Áhugaverð myndbönd um vagnana og notkun þeirra eru neðst í póstinum!


Tuttugu múldýr með Borax-vagna og einn vagn með vatni einhvers staðar í Dauðadalnum í Suður-Kaliforníu sirka um 1890. Heimild: Western Mining History Facebook.


Múldýrateymið. Þegar þessar myndir voru teknar 1890 var komið að lokum flutninga Borax. Á næsta ári kemur járnbrautarspor í Borax-námurnar sem ýtir múldýrunum úr starfi, flestum þeirra var sleppt út í náttúruna.


Múldýrin 18 og tvö hross voru fest í 80 feta keðju sem lá alla röðina sem dýrin voru spennt í. Þótt kúskurinn, „MuleSkinner“, hafi svipu með handfangi um sex fet og 22 feta svipu var hans aðalhlutverk að gefa fyrirmæli við að hagræða þessari keðju sem var kölluð bjánalína. Kúskar teymisins sáu um að beisla múlasnana á hverjum morgni. Tveir hestar fóru fyrir hópnum. Þótt hestarnir væru stærri en múlasnarnir og hefðu meiri styrk til að koma vögnunum á hreyfingu hentuðu þeir ekki eins vel inni í eyðimörkinni og múlasnarnir. Mule Skinner hefur unnið sér inn 100 til 120 dali á mánuði, mjög há laun fyrir vinnu sína.


18 múldýr, tveir hestar og 20 manna lið sem þurfti til að knýja Bótox-vagnana. 18 múldýr og tveir hestar sem voru spenntir fyrir stóra vagna sem fluttu Bótox úr Dauðadal í Kaliforníu frá 1883 til 1889. Teymin fóru frá námum yfir Mojave-eyðimörkina að næsta járnbrautarspori sem var í 165 mílna fjarlægð frá Mojave CA.









Myndband um hvernig vagnarnir voru notaðir og hvernig Múldýrunum var stýrt!



Hefð er komin á að aka Borax-vögnunum ásamt fleirum síðan 1967

Dauðadals vagnlestin síðan 1967

Dave vagnsmiður frá Montana að skila og prufuaka „nýju“ vögnunum!

Borax vagnarnir endurbyggðir af Dave í Montana!

Horfið á þjálfaðan vagnasmið til 42 ára vinna krefjandi verk!

Hröð yfirferð á smíði Borax-vagnanna frá Dave í Montana!

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Heimild: OLD WEST LEGENDS, Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook 3 myndir taldar ofan frá.

Yfirlestur: malfridur.is