Tag: 18 öld

Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1

0 Comments

Mikla vagnaumferðin og hrossamykjuvandamálið 1894. Á 18. öld voru jafnvel smábæir eins og Kingston, Twickenham og jafnvel Richmond að vakna upp við frekar ósmekklegt borgarvandamál – hrossaskít um götur. Þetta var þó sem ekkert miðað við vandamálið sem byrjaði að koma upp í stórum bæjum og borgum. Í lok 1800 voru bæir og borgir um allt land að „drukkna í hrossataði“ vegna þess að í auknum mæli urðu íbúarnir háðir hestum til að flytja bæði fólk og vörur. Til að setja það í samhengi má benda á að á 19. öld voru yfir 11.000 Hansom-leiguvagnar á götum London einum saman. Það voru líka nokkur þúsund hestavagnar, sem hver þurfti 12 hesta á dag, sem gerir samtals yfir 50.000 hesta sem flytja fólk um borgina á hverjum degi.


Því til viðbótar voru enn fleiri hestvagnar og þungaflutningavagnar um stræti borgar sem þá var stærsta borg í heimi. Jafnvel í smærri bæjum eins og Richmond þar sem tiltölulega fáir hestar voru til samanburðar skapaði það samt vandamál. Helsta áhyggjuefnið var auðvitað mykjumagnið sem skilið var eftir á götunum. Að meðaltali mun hestur framleiða á milli tæp 7 til tæp 16 kíló af mykju á dag, svo lesandinn getur ímyndað sér hversu stórt vandamálið er. Hver hestur framleiddi líka um 2 lítra af þvagi á dag og til að gera illt verra voru meðallífslíkur vinnuhests aðeins um 3 ár. Því þurfti einnig að fjarlægja hestahræ af götum bæja og borga. Hræin voru oft látin rotna svo auðveldara væri að saga líkin í sundur til að fjarlægja þau.


Málið kom af krafti í umræðuna þegar The Times 1894 spáði … „Eftir 50 ár munu allar götur í London verða grafnar undir rúmlega 90 sentímetra af mykju“ Þetta varð þekkt sem „stóra hestaskítskreppan 1894“. Hins vegar þegar vandamálið var verst var björgunin í formi uppfinningarinnar eða bílsins. Sem betur fer byrjaði Henry Ford að smíða bíla á viðráðanlegu verði. Rafmagnssporvagnar og vélknúnir almenningsvagnar birtust einnig á götunum í stað hestavagnanna. Árið 1912 hafði það sem áður virtist óyfirstíganlegt vandamál verið leyst og vélknúin farartæki urðu aðaluppspretta flutninga.


Heimild: Bill Taylor á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Barouche Landau #1Barouche Landau #1

0 Comments

Hestvagn fyrirmenna Stóra Bretlands nítjándu aldar


Snemma á þessari öld (1800) voru Fjórir í hönd (sem voru ekki stimplaðir með ,,Gildi” í vagnasmíði (amatörar) með vinsælasta vagninn, Barouche Landau. Fjögra hjóla hestvagn með niðurfellanlegt húdd toppur/blæja yfir helming vagnsins. Sæti framarlega fyrir Kúskinn ásamt sætum fyrir farþega sem sitja gegn hvor öðrum, var algengt á 19 öldinni sem vagn ,,fyrirmenna”. Bremsur ekki sjáanlegar. Kúsksætið var hátt uppi og tvö sæti fyrir þjóna neðar. Prins Regent í Brighton notaði t.d. svona vagn.

Heimild: Carriage & coaches: theyr history & their evolution úgefin 1912
Tók saman og þýddi textan: Friðrik Kjartansson